Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 29.09.1978, Side 6
6
FÉLAGSTÍÐINDI
Björn Arnórsson:
KJARA-
BARÁTTAN
Mikiö hefur verið rætt
og ritaö um aÖgerðir ríkis-
stjómarinnar nýju, sem
því miöur treysti sór
ekki til að setja kjara-
samninga opinberra starfs-
manna í gildi. Samningar
BSRB, sem fengust eftir
mikla vinnu og verkfall,
urðu semsagt aldrei nema
þriggja mánaöa gamlir.
Þaö er umhugsunarefni aö
eihhverjir meölimir
verkalýð shreyfingarinnar
hafi talið sjálfsagt að
skeröa samningsrétt BSRB.
Samningsréttinum má
aldrei hvika frá, um það
verða samtök launafolks
aö vera einhuga. Ef latið
er eftir undan átroðningi
á samningsrétt eins
stéttarfélags er hætt við
að vörnin veröi veikari
þegar lagt er til atlögu
við samningsrétt hins
næsta.
Hvað sjálf launin varðar
ber hins ve^ar að viður-
kenna að stort skref er
stigið í rétta átt með
nýju lögunum, þrátt fyrir
það að þak sé sett á vísi-
töluna við 15. launaflokk.
Félagsmönnum SFR til
glöggvunar birtum við hér
dreifingu félagsmanna í
launaflokka eins og hún
er í stórum dráttum.
Lfl. Fjöldi Lfl. Fjöldi
1 0 16 105
2 9 17 83
3 22 18 55
4 65 19 26
5 259 20 32
6 418 21 25
7 358 22 14
8 257 23 9
9 298 24 9
10 305 25 2
11 236 26 4
12 230 27 4
13 168 28 4
14 140 29 2
15 165 30 4
Af þessum tölum kemur
Réttur til ráðn-
ingar í 12 mánuði
Starfsmannafélag ríkisstofnana hefur með bréfi til for-
stöðumanna skólastofnana lagt þunga áherslu á að nú í upp-
hafi skólaárs verði þess gætt, að starfsfólki ríkisrekinna
skólastofnana verði gefinn kostur á að njóta ákvæða þess
samkomulags, sem náðist við gerð aðalkjarasamnings BSRB x
fyrra um ráðningarkjör starfsmanna skólastofnana annarra
en kennara.
Umrædd samningsákvæði segja til um, að þeir, sem ráðnir
séu að skólastofnunum til annarra starfa en kennslu, og
ekki sfarfa allt árið, skuli hafa 40 klukkustunda vinnu-
txma á viku til jafnaðar yfir árið sé um fullt starf að
ræða, og að semja megi um tilflutning vinnuskyldunnar
milli árstíða.
í bréfi SFR er minnt á, að ekki hafi verið tök á að
gefa starfsmönnum þessum abmennt kost á tilflutningi á
síðastliðnu ári vegna þess hversu liðið var á árið þegar
samkomulagið var gert. Hins vegar hafi þá náðst samkomu-
lag milli aðila um verklagsreglur um tilflutning vinnu-
skyldu milli árstíða. NÚ sé að framkværidum komið.
"Þessum starfsmönnum, sem oftast eru laklega launaðir,
væri það gífurleg kjarabót að fá 12 mánaða ráðningar-
samning í stað 9 mánaða eins og venja var", segir enn-
fremur í bréfi félagsins. "Með því öðlast það visst
starfsöryggi árið um kring, jafnaðarlaun, rýmri veikinda-
réttindi, þriggja mánaða barneignaleyfi auk fullrar að-
ildar að lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna."
Sjúkraliðar fengu loks hækkanir
Franhald af bls. 5
Þá var einnig samþykkt að röðun sjúkraliða á St. Jósefs-
spítala yrði með sama hætti að meginreglu til og á rxkis-
spítölunum. Undir ákvæðin í ofangreindu samkomulagi um
"sérdeildir" falla einnig sjúkraliðar, sem starfa við maga-
speglanir og hjartalínurit á Landakoti.
Samanburður
í þessu samkomulagi felst veruleg kjarabót fyrir sjúkra-
liða, eins og best sést þegar gerður er samanburður við
fyrri samninga, eins og gert er í eftirfarandi yfirliti:
Röðun sjúkral. í lfl. 6.lf1. 7.lfl. 8.lf1. 9.lfl lO.lfl.
Lfl. sjúkral. f. samn. 0-4 ár 1-0 i—1 1 ; 15 ár (Dalbr.) 1 lfl.
Krafa SFR alm.sjúkral. 0-2 - 2-4 - 4-15 - 15 ár
" " sérh. " 0-2 - 2-15 - 15 -
Tilboð rík. í upphafi 0-4 - 4-5 - 5-15 - 15 -
Krafa rík.f. kjaranefnd 0-4 - 4-15 - 15 (óbr.f.f.samn.
NÝR SAMNINGUR alm. 0-3 - 3-6 - 6-9 - 9-15 - 15 ár
sérh. 0-2 - 2-4 - 4-6 - 6-15 - 15 -