Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 29.09.1978, Side 7

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 29.09.1978, Side 7
FÉLAGSTÍÐINDI 7 Iðnó Framhald af bls. Leikurinn fjallar um oliufund í hjarta Parísarborgar og tilraunir litríkrar heföar- frúar til aö bjarga þjóðarsál Frakklands frá tortýmingu. I Gamanríkur skáldskapur og lífsspeki. Þýðandi er Vigdís Finnbogadóttir. Frumsýning 11. janúar 19791 4. INNKáSIN (Los invasores). Sjonleikur frá Chile eftir Egon Wolff, eitt kunnasta leikskáld Suöur-Ameri- ku. Þetta er í fyrsta sinn, sem leikrit eftir chile' anskan höfund er sýnt á íslandi. Innrásarliðið sest upp á heimili góðborgara með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. Þýðandi er Örnólfur Arnason. Frumsýning í byrjun mars 1979. 5. VORVERKEFNI. Leikfélag Reykjavíkur hefur sem fyrr leitað til ýmissa leikskálda okkar og tónlistarmanna um verkefni og gerir sér vonir um andsvör a við þau, sem svo oft áður hafa öðlast ríkan hljómgrunn í leik- húsinu við Tjörnina. Fyrirhuguð frumsýning x maí . 1979. Framhald af bls. 3 7. Mál nokkurra einstaklin^a sem ráðnir voru í starf (til sumarafleysinga) hjá rikinu frá 1. júní s.l. og rituðu undir ráðningarsamning þar um, þar sem m.a. var tiltekinn launaflokkur og launaþrep. Mánuði síðar þegar þetta fólk fær launaseðil kemur í ljós að launa- deildin hefur lækkað laun þess um allt að 4 launaflokk- um. í stað þess að greiða þessu fólki þau laun er fylgja viðkomandi starfi (eins og sumir af þessum einstakling- um fengu í fyrrasumar), greiddi ráðuneytið laun eftir töflu um "laun unglinga og námsfólks", sem það sjálft hefur gefið út og auglýst. Byggist sú ákvörðun á því að BSRB hafi ekki samningsrétt fyrir þetta fólk þar sem starf þess hjá ríkinu sé ekki aðalstarf, þetta sé námsfólk sem hafi nám að aðalstarfi. BSRB heldur hinsvegar fram samningsrétti sínum. Telur augljóst að með ákvæðum í lögunum um kj arasamninga, að starf verði að teljast aðalstarf, sé átt við það tíma- bil þegar starfið er innt af hendi. Ef manneskja starfi hjá ríkinu um 3ja mánaða skeið geti það talist hennar aðalstarf þaö tírnaöil. RÍkið hafnaði erindum BSRB. Stjóm BSRB hefur því fal- ið lögfraðingi sínum að höfða mál fyrir Félagsdómi. Þessi upptalning getur aldrei orðið taaxiandi. Fjöldamörg oformleg erindi og fyrirspurnir hafa verið lagðar fyrir sam- starfsnefnd að frumkvasmi starfsmannafélagsins. Nefna má erindi almenns eðlis um: fyrirkomulag á greiðslu orlofs- framlags, um réttindi kvenna sem starfa hjá ríkinu á árstíð- arbundnum samningum til launa x bameignarleyfum, um ráðn- ingarkjör starfsmanna á skattstofum o.fl. o.fl. Þá má nefna mál sem nú er hjá lögfræðingi bandalagsins og snertir allnarga félaga SFR. Hvernig skilja beri grein 1.1.13 í aðalkjarasamningi, um færslur milli 1. og 5. launa- flokks, en allmikill ágreiningur er milli aðila um það hve langan txma það skuli taka. Að lokum má geta þess að fyrir frumkvæði starfsmannafélags- ins hafi fulltrúar BSRB í samstarfsnefnd lagt fram fyrirspurn- ir og rekið á eftir framkvæmd ákvæða aðalkjarasamnings um fæði og mötuneytisaðstöðu. fram að helmingur félags- manna er í 9. launaflokki og þar fyrir neðan og að um 88% félagsmanna fá fullar vísitölubætur. Meöferðar- fulltrúar fá hækkun Kjaranefnd hefur haákkað störf "meðferðarfulltrúa" úr sjötta launaflokki í níunda launaflokk, en byrjendur í starfi skulu taka laun samkvæmt áttunda launaflokki fyrstu tvö ár starfstímans. Meðf erðarfulltrúar starfa á barnageðdeildinni við Dalbraut. Hækkanir til aðstoðarmanna Náðst hefur samkomulag um röðun aðstoðarmanna iðjuþjálfa og sjúkra- þjálfara, og felur það í sér hækkun á vissu ára- bili úr 5. launaflokki í 6., 7. og 8. launa- flokk. Samkomulagið kveður á um að fyrstu tvö árin taki aðstoðarmaður laun samkvæmt 5. launaflokki, en eftir tvö ár sam- kvaarvt 6. flokki, eftir fimm ár samkvæmt 7. flokki og eftir átta ár samkvamt 8. flokki. Slxkar reglur hafa ekki áður gilt um aðstoðar- menn þessa. Starfsþjálfun ávinnst í hálfu starfi eða meira, þó minnst í þrjá mánuði. Hafi aðstoðarmaður menntun eða sérhæfingu, sem nýtist í starfi, er heimilt að meta slíkt jafngildi allt að þriggja ára starfs- þjálfun, segir í samkomu- laginu.

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.