Skákblaðið - 01.11.1934, Side 3
y*
SKÁKBLAÐIÐ
Ritstjórn annast:
Jón Guðmundsson, Björn Fr. B/'örnsson,
Haukur Snorrason og Björn Hdlldórsson■
j
I. árgangur. ;
'Október — Nóvertíber 1934.
1. tölublað.
Við íslendingar erum fámenn þjóð, og áðstaða okkar að ýmsu
‘ieyti erfið til íþróttaiðkana. Fer því að líkum, að íþrótta-afrek okkar
flest eru stórum lakari en annara þióða, sem flestar eru margfaltt
stærri og auðugri. 'í einni íþróttagrein má þó telja, að við stöndum
utlendum þjöðum jafnfœtis, og er það skáklistin. Ástæðan til þessa
hlýtur að mestu leyti að vera góðar gáfur Islendinga í þessa átt,
því litlu betur hefir verið hlynnt að þessari íþrótt en öðrum hér á
landi. —
Eitt hið nauðsynlegasta skilvrði blónilegs skáklífs með hverri
/þjóð er gott skákrit. Þetta skilyrði hefir lengst af vantað 'hér á landi,
enda iþótt það sé jafn vel enn fremur áríðandi þessu strjálbyggða og
erfiða samgöngulandi en í iþéttbýli, þar sem skákmenn eiga auðvelt
með að ná hver til annars.
Útgefendur þessa rits hafa fœrst þáð í fang, að gera tilraun til
að ráða bót á þessu aðalmeini íslenzks skáklífs. Hœtt er við að
fyrirtæki þetta reynist erfitt í framkvæmd, einkum fyrst i stað, og
fullyrða má að það verði öframlkvæmanlegt, nema áhuga og skiln-
ings megins állra skákmanna Islands njóti við. En þessum áhuga
og skilningi hafa utgefendur treyst, þrátt fyrir alla flokkadrætti og
skákmálapólitík hér á landi, enda munu útgefendur í því starfi
forðast það í hvívetna, að sýna á sér nokkurn lit í slíkum deilum,
sem hér er átt við. Áhugaefni skákmanna er fyrst og fremst skákin
sjálf- Samkvœmt þessu verður tilgangur þessa rits, að efla áhuga
Islendinga á skáklist og ftœða þá um skák. Vonum við, et blaðið
fœr að lifa, að þessum tilgangi verði náð og merkin verði sýnileg í
skáklífi landsins. B. H.
"\^Xiásbók
aad»