Skákblaðið - 01.11.1934, Page 15

Skákblaðið - 01.11.1934, Page 15
[13] - - Skáklilaðið Annar merkastiskákviðburður sumarsins er þingið í Ziirich, frá 14,- 29. júlí. Voru þar samankomnir margir helztu skákmeistarar álfunnar. Auk heimsmeistarans má nefna Bogoljubow, dr. Emanuel Lasker, sem nú, eftir 10 ára hvíld, kemur fram á sjónarsviðið, dr. Euwe, Salo Flohr, Nimzowitsch, dr. Bernstein, Stáhlberg og Roselli. Fyrst framan af leit út fyrir, að Flohr mundi ætla að sigra, en Alechin fylgdi fast eftir og í síðustu umferðum þingsins komst hann fram úr Flohr og heppnaðist honum enn einu sinni að ná fyrstu verðlaunum. Sér- staka athyggli vakti frammistaða dr. Laskers. f*rátt fyrir það, að hann er orðinn 67 ára að aldri og hefir lítið teflt nú um 10 ára skeið, náði hann þó 5. verðlaunum. Heildarúrslit urðu þessi: 1. dr. Alechin, 13 vinningar (12 unnar skákir, 2 jafntefli og ein töpuð, móti dr. Euwe, af 15 tefldum). 2.— 3. dr. Euwe, Amsterdam, og S. Flohr, Prag, 12 v. 4. E. Bogoljubow, Triberg lll/2v. 5. dr. Lasker, London, 10 v. 6. — 7. dr. O. S. Bern- stein, París, og A. Nimzovitsch, Kaupmannahöfn, 9 v. 8. G. Stáhlberg, Stokkhólmi, 8 v. 9. H. Johner, Ziirich, 7Y2 v. Henneberger 5Y2 v. Gygli 5 v. Roselli del Turco, Florenz, 4Vs v. 13.—14. Grob og Mliller 4 v. Dr. Nágeli 3 v. 16. dr. Joss, 2 v. Á fjölmennu skákmeistaramóti í Syracuse í Bandaríkjunum, 13.— 25. ágúst, sigraði Reschewsky; næstir urðu þeir Kashdan, Fine og Dake. Nánari fréttir af þessu móti koma í næsta blaði. Skákmeistaratign Oslo-borgar vann M. H. Soelberg. Sænska skákþingið var haldið í Falun í júnímánuði. E. Lundin og O. Kinnmark urðu nr. 1—2 í meistaraflokknum. Lur.din sigraði, er þeir tefldu til úrslita. Hvorki Stáhlberg né Stoltz tóku þátt í mótinu. Keppnin um meistaratignina fyrir Þýzkaland fór fram í Aachen í maí mán. s. 1. Þátttakendur voru 17. Sigurvegari varð C. Carls frá Bremen, fékk I2V2 vinning af 16 tefldum skákum og tapaði að- eins éinni skák, móti dr. Rödl. 2. varð Reinhardt, Altona, 12 v. og 3. dr. Rödl, Núrnberg, 11 v. í Bad Liebwerda, í Tékkóslóvakíu, var haldið skákmót í sumar. I því tóku þátt 12 skákmeistarar. Efstur varð Flohr með 9V2 vinn- ing. 2. Samisch með 7Vs v. og 3, Gilg með 7 v.

x

Skákblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skákblaðið
https://timarit.is/publication/1555

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.