Skákblaðið - 01.05.1935, Blaðsíða 13

Skákblaðið - 01.05.1935, Blaðsíða 13
SkákMaðið Rkákfélag Akureyrar sá uiu skáþingið að öllu leyti, og sá einnig aðkomnum keppendum fvrir ókeypis uppihaldi á meðan þingið stóð yfir. — Að skákþinginu loknu var efnt til kaffidrykkju á þingstaðn- uro, Hótel Akureyri. Var þá úthlutað verðlaunum og nokkrar ræður fluttar. Skyldu menn svo glaðir og reifir. — Væri óskandi að hægt væri að halda Skákþing Norðlendinga árlega. Nokkor orð um B — R, eftir A. Hinds (lauslega þýdd). Ef skýra ætti frá öllum taílaðferðum skákmeistara á ýmsum tfmum, gæti það orðið efni í langa bók. Tilgangurinn með þessum íáu linum er aðeins sá að taka til athugunar þær tvær stefnur, sem mestum umbrotum hafa valdið í skáklífinu, og hafa þess vegna sögu- legt gildi. — Fyrri stefnuna mætti kenna við ameríska skákmeistar- ann Paul Morphy (1837--1884), því að hann mun hafa komizt lengst þeirra, er hana hafa aðhyllst. — Hún byggist fyrst og fremst á því að brjótast í gegn á miðborðinu fcentrum). Upphafsmaður seinni stefnunnar var austurríski skákmeistarinn Wilhelm Steinitz (1836- 1900). Hún byggist á því að brjótast í gegn á jaðarlínunum, enda sé þá miðborðið tryggt. Aðferð Morphy’s var að gefa miðpeðin (e og d), koma mönnum sínum sem fyrst fratn á borðið og tryggja kóngsstöðuna sem bezt. Öll skákin hefir þá feng- ið sérstakan svip Staðan er frjáls og óbundin. Upp úr slíkum tafl- stöðum vann Morphy oítast sína glæsilegusiu sigra. — Á hinn bóg- inn naut hann sín ekki eins vel í bundnum stöðum seinni hluta tafls eða endatafls — Steinitz leit öðru vísi á málið. Hann hélt því fram, að ásóknin yrði aldrei giftusamlega til enda leidd með því að brjótast strax í gegn á miðborðinu eða leysa það upp Hann áleit að bezt væri að hafa miðborðið lokað og tryggt og reyna smám saman að fæia sér í nyt veiklun í stöðu andstæðingsins og binda loks enda á viðureign- ir.a með snöggri árás á jaðarlínunutn. Samtíðarmenn hans skildu hann ekki, og það varð af þessu skilningsleysi að Zukertort og Tschigorin biðu ósigur fyrir Steinitz og voru þeir þó að líkindum jafn gáfaðir skákmenn og hann. Skákaðferð Steinitz, endurbætt af dr. Tarrasch og Nimzowitsch, er undirstaðan að taflstí! nútíma skákmeistaia.

x

Skákblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skákblaðið
https://timarit.is/publication/1555

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.