Skákblaðið - 01.05.1935, Qupperneq 17

Skákblaðið - 01.05.1935, Qupperneq 17
I Skákblaðið Skákþrauíir. K. A. KtTBBEL. D. JOSEPH. 5. (Journat de Généve 1933, 1. veiðl) 6. (Brit, Ch. Mag) Hvítur leikur og vinnur. Hvítur leikur og vinnur. Sigurvegari á hinu árlega »Trebitsch-skákþingi« í Wien varð prófessor A, Becker. Skákþinginu í Dresden er nú nýlega lokið. -- Úrslit urðu þau að efstur varð Rudolf Keller, 2. Ullrich og 3. Áini Snævarr. Hinn ungi ameriski snillingur Reuben Fine, sem undanfarið hefir verið í heimsókn í Mexico, háði nýlega tveggja skáka einvígi við Mexico-búann Carlos Torre. Fine vann með 11/3 gegn L/2. — Fyrir 10 árum síðan var Carlos Torre talinn einhver efnilegasti skákmað- ur heimsins. Hann tefldi þá á stórmeistaraþingum, bæði austan hafs og vestan, við mjög glæsilegan orðstír. Langvarandi veikindi hafa hamlað honum að taka þátt í skákstarfsemi undanfarinna ára, en nú er svo f að sjá sem hann sé orðinn hraustur aftur, og má þá án efa mikils vænta af honum í framtíðinni. \ð einvíginu loknu tefldi Fine nokkur fjöltefli með glæsilegum árangri. - í Club de Ajedrez tefldi hann 33 skákir. Hann vann 24, tapaði 5 og gerði 4 jafntefli. — í Carlos Torre Chess Club tefldi hann við 20, vann 18 og gerði 2 jafntefli.

x

Skákblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skákblaðið
https://timarit.is/publication/1555

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.