Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 24.06.1988, Síða 2

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 24.06.1988, Síða 2
2 FÉLAGSTÍÐINDI Margt óljóst um framkvæmd á nýju samningsréttarlögunum Starfsmannafélagi ríkisstofnana hefur á undanförnum vikum borist úrsagnir fóstra og meinatækna er hyggjast stofna eigið stéttarfélag, með tilvísun til ákv. 3.tl. 5.gr. laga um kjarasamninga opinberra starfs- manna. Stjórn félagsins hefur sarþykkt úr- sögn þessara einstaklinga, en jafnframt vakið athygli þeirra á, að úrsögn úr félag- inu leysi engann undan iðgjaldagreiðslu meðan viðkomandi tæki laun og önnur starfs- kjör samkvæmt kjarasamningum félagsins. Af þessu tilefni hefur stjórn Meinatækna- félags íslands sent stjórn SFR bréf og mót- mælt því að iðgjöld renhi til félagsins eftir að úrsögn hefur tekið gildi. Vísar MTÍ til 1. kafla l.gr. um gildissvið og til 4. og 5. grein.laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna og telja að frá þeim tíma er hópur telur sig hafa rétt til að gera kjarasamning teljist hann stéttarfélag. Það er ekki tilgangur eða markmiða stjórnar SFR að leggja stein í götu þeirra hópa, sem vilja nýta sér rétt sinn til að stofna stéttarfélag og fara sjálfir með sín mál. Hinsvegar er ljóst, að ýmis atriði varðandi framkvæmd og túlkun tilvísaðra laga, giga eftir að vera á dagskrá næstu vikur og mánuði.1 Skiptir miklu að sem best takist til og ábyrgðaraðilum takist að sneiða hjá blind- götum og skerjum er gætu valdið erfiðleikum í samskiptum, samningum og samstarfi innan samtakanna. Af þessu tilefni hefur SFR skrifað fjár- ííálæáðuneytinu bréf, þar sem segir m.a: "Til að forðast eða draga úr líkum á vand- ræðum vill stjórn SFR leitast við að fá svör við eftirfarandi spurningum frá þeim, sem til þess er bærir: Hver staðfestir tilurð stéttarfélags? Hvenær hefur hagsmunahópur fullnægt ákv. laga um samningsrétt opinberra starfs- manna, til að öðlast samningsumboð til gerðar kjarasamnings? Frá hvaða tíma á hagsmunahópur eða stéttarfélag kröfu til greiðslu iðgjalda frá félagsmönnum sínum? Hvenær fellur niður gjaldskylda til fyrra stéttarfélags? a) þegar viðkomandi segir sig úr félaginu Meinatæknar í átökum. og gengur í annað hagsmuna- eða stétt- arfélag? b) eða þegar viðkomandi flyst á nýjan kj arasamning? Hvernig og hver hefur eftirlit með stofnun stéttarfélags skv. lögunum? Hvaða gögn þarf hagsmunahópur að leggja fram til fullgildingar rétti sínum til samningagerðar? Hverjir eru kjörgengir eða teljast fullgildir á félagskrá m.t.t. skýringa við 2. og 3. tl. 5.gr. um félaga í fullu starfi? Hvað er stofnun skv. skilgreiningu tl. 2 í5.gr. laganna um samningsrétt opinberra starfsmanna? Spurt er vegna starfsfólks á skattstofum. Er hver skattstofa stofnun eða má líta á þær sem heild, sama gildi um bæjarfógeta- og sýslumannsembættin? Hvaða áhrif hefir það á stofnun stétt- arfélags, að samningstímabili þeirra er málið varðar, er ekki það sama. sbr. bæjarstarfsmenn, samningum þeirra lýkur 31. 12. 1989 en ríkisstarfsmanna 31.12.1988. Hver er réttur eldri stéttarfélaga til samninga fyrir einstaklinga, er verða eftir þegar nýtt félag er stofnað? Stjórn félagins væntir þess með tilvísun til ákvæða stjórnarskrár lýðveldisins um félagafrelsi, að teknar verði upp viðræður milli aðila og það fáist fullnægjandi svör við ofangreindum spurningum, vegna þeirra hópa er hugsa til félagsstofnana í þeim tilgangi að taka í eigin hendur samninga sína.

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.