Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 24.06.1988, Qupperneq 4
4
FÉLAGSTÍÐINDI
Skýrsla nefndar félagsmálaráðherra um aukið launajafnrétti:
Nefndin fann ekki dæmi
um launamisrétti hjá ríkinu
"Nefndinni hefur ekki tekist að festa
hendur á launamisrétti hjá hinu opinbera,
þannig að hægt sé að benda á einstök dæmi
þar um. Launamunur kynja í dagvinnu er inn-
an raða starfsmanna í BSRB um 5-7% og hjá
BHMR um 17%. Þennan launamun er hægt að
verulegu leyti að skýra með öðrum þáttum en
að kynferði skipti þar máli. Það sem
mesta athygli hefur vakið í athugun
nefndarinnar er tvöföld yfirvinna karla á
við konur. Hjá almennum félagsmönnum í
BSRB fá karlar 68.2% ofan á dagvinnu sína
vegna yfirvinnu, en konur 34.9%. Annað,
sem einnig er athyglivert, er að konur fá
einungis greitt fyrir bílaafnot um 10% af
heildargreiðslum ríkisins til starfsmanna
vegna aksturs.
Konur að störfum hjá ríkinu.
og aðhlynningarstarfa og starfsreynslu
á heimilum, segir m.a.
"Á samstarfsnefndum fulltrúa launþega og
fulltrúa ríkisins fer stöðugt fram endur-
mat á störfum einstakra starfsmanna að ósk
þeirra sjálfra, eða fulltrúa í samstarfs-
nefnd. Varðandi mikilvægi umönnunar- og
aðhlynningarstarfa hefur verið bent á þá
staðreynd í nefndinni að dagvinnulaun
ljósmæðra hækkuðu um 41.38% frá 1. janúar
til 31. desember 1987. Dagvinnulaun
hjúkrunarfræðinga innan BSRB hækkuðu á
sama tímabili um 29.5%. Á þessu tímabili
var meðaltalshækkun félaga innan BSRB
28.97%. Samkvæmt upplýsingum launaskrifstofu
hafa ljósmæður og hjúkrunarfræðingar hæstu
dagvinnulaun innan hópa BSRB. Heilbrigðis-
hópur Starfsmannafélags ríkisstofnana, þar
sem er fjöldi þeirra sem starfa við um-
önnun og aðhlynningu þ.á.m. sjúkraliðar,
hækkaði í dagvinnulaunum á sl. ári um
36.31% (meðaltal 28.97%). Svo virðist
sem þeir hópar sem fást við umönnunar- og
aðhlynningarstörf hafi nú þegar fengið
töluverða hækkun innan BSRB og eru tveir
stórir hópar sem fást við þessi störf með
hæstu dagvinnulaun innan BSRB. Nefndin
taldi að þau markmið sem sett eru fram í
stjórnarsáttmála hafi að verulegu leyti
þegar náðst fram fyrir ofangreinda hópa.
í jarasamningi Starfsmannafélagsins
Þessi atriði benda til þess að launamis-
rétti hjá hinu opinbera, sé það fyrir hendi,
felist í annars konar greiðslum en greiðsl-
um launa vegna dagvinnu."
Þetta er meginniðurstaða skýrslu sem
félagsmálaráðherra hefur fengið frá nefnd
sem ætluð var að stuðla að auknu launajafn-
rétti karla og kvenna í störfum hjá hinu
opinbera. í nefndinni voru Ásdís J. Rafnar,
formaður Jafnréttisráðs, Guðmundur Björns-
son, skrifstofustjóri launaskrifstofu rxkis-
ins og Lára V. JÚlíusdóttir, aðstoðarmaður
félagsmálaráðherra.
"Samkvæmt erindisbréfi nefndarinnar var
henni falið að; fjalla um endurmat á störf-
um kvenna hjá hinu opinbera, þar sem m.a.
verði höfð hliðsjón af mikilvægi umönnunar-
og aðhlynningarstarfa og starfsreynslu á
heimilum, og gera tillögur þar um. Nefnd-
inni var ætlað að kanna hlunnindagreiðslur,
þ.e. bílastyrk og fasta yfirvinnu hjá hinu
opinbera og í framhaldi þar af gera til-
lögur um hvernig leiðrétta megi með tilliti
til launajafnréttis k.arla og kvenna. Nefnd-
inni var ennfremur falið að leita leiða til
að tryggja jafnstöðu karla og kvenna við
ráðningar og stöðuveitingar á vegum hins
opinbera."
Mikilvægi umönnunarstarfa
í þeim kafla skýrslunnar sem fjallar um
endurmat af störfum kvenna þar sem höfð
verði hliðsjón af mikilvægi umönnunar-