Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 24.06.1988, Blaðsíða 8

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 24.06.1988, Blaðsíða 8
8 FÉLAGSTÍÐINDI Kjarasamningarnir í vor verða sérstaklega metnir af KOS: Meiri kjarabætur til há- skólamanna og kennara Starfsmannafélag rxkisstofnana hefur óskað eftir því við Kjararannsóknanefnd opinberra starfsmanna (KOS) að hún leggi mat á ný- gerða kjarasamninga opinberra starfsmanna og birti niðurstöður þeirrar könnunar. Nefndin hefur fallist á að vinna þetta verk þegar fyrir liggi samanburður á greiddum launum í max og júní frá launaskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Sú endurskoðun sem fram fór á samingum opinberra starfsmanna í vor vegna breytinga á samningum á almennum vinnumarkaði, átti í öllum tilvikum að byggjast á sömu forsendum. Hins vegar virðist ljóst að sumar stéttir, svo sem félagar í BHM og kennarar, hafa fengið mun meiri hækkanir hjá fjármálaráðu- neytinu en félagar í SFR. í samningi ráðuneytisins við Kennarasamband íslands eru til dæmis þessi atriði umfram það sem SFR-menn fengu: 1. Launahækkun 1. júní 1988 er 0,25% hærri. 2. Starfsaldurshækkanir koma fjrrr: 10 ár verða að níu árum, fimmtán að tólf og átján að fimmtán, auk þess sem nýtt launaþrep, sem er 4% hærra en 7. þrep, bætist við launa- töfluna og miðast við átján ára starfsaldur. 3. Reglum um prófaldur er breytt þannig, að B.ED -próf eða sambærilegt háskólapróf, gefur þrjú ár í prófaldri: sem sé hækkun um þrjú ár í launum. 4. Tuttugu námskeiðstundir á námskeiðum sem menntamálaráðuneytið gengst fyrir skal nú metið sem eitt stig til launa, en 5-24 stig gefa einn launaflokk, 25-49 stig tvo launaflokka og 50 stig eða fleiri þrjá launaflokka. 5. Vinnutími styttist með því að frá næsta hausti skal ætla 1.65 klst. á nemanda á ári til umsjónarstarfs. Þá lækkar kennslu- skylda byrjenda fjrsta árið í starfi um eina kennslustund á viku. Aðildarfélög BHM virðast einnig hafa fengið ýmsar hækkanir umfram til dæmis SFR-menn. Þeir fá þannig sömu hækkun 1. júní og kennar- ar. Einnig sömu viðbót við prófaldur, þrjú ár, fyrir 90 eininga próf eða sambærilegt háskólapróf. Þau fá einnig starfsaldurs- breytingar, ásamt nýju launaþrepi, hliðstætt og kennarar. Auk þess sem sum félaganna innan BHMR fengu viðbótar þrep í launastiga sinn frá l.mars s.l. á ákvæða þar að lútandi í sínum kjarasamningum. Við athugun K08 mun koma í ljós hversu mik- ill munurinn er á þessum samningum og öðrum samningum opinberra starfsmanna sem allir áttu þó að byggjast á sömu forsendum. Á launum á norrænt kvennaþing í ágúst Fjármálaráðuneytið hefur tekið jákvætt í ósk BSRB um að konur innan bandalagsins, sem starfa hjá ríki og ríkisstofnunum, fái fjögurra daga leyfi á launum til að sækja kvennaþingið í Osló, en það verður haldið í byrjun ágúst í sumar. Fjármálaráðuneytið hefur sent öllum öðrum ráðuneytum bréf þar sem fram kemur að æski- legt sé að verða við þessum óskum og a'ð fjármálaráðuneytið samþykki það fyrir sitt leyti. Leiðrétting um orlof Villa slæddist inn í frásögn um orlofs- rétt félaga í SFR í síðasta tölublaði Félagstíðinda, þar sem fjallað var um or- lof þeirra sem hafa náð 18 ára starfsaldri eða 50 ára aldri. Orlof þessara félaga lengist um 24 klst. eða þrjá daga í sam- tals 240 klst. iAAAAAAAA/^AA/WV^AAAAA^^/^AAAAAA.

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.