Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 25.01.1989, Qupperneq 1

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 25.01.1989, Qupperneq 1
STARFSMANNAFÉLAG RÍKISSTOFNANA AF EFNI BLAÐSINS Launamála- ráð SFR - sjá bls. 2 Þróun kaup- máttar SFR frá 1987 - sjá bls. 3 Jákvætt og skemmtilegt kvennaþing - sjá bls. 4 Námskeið fyrir trúnaðarmenn - sjá bls. 5 Málaferli gegn stéttar- félögum - sjá bls. 6 Málshöfðun Flugleiða fordæmd - sjá bls. 7 Fjársvelti Landhelgis- gæslunnar - sjá bls. 8 Ljósmyndir í Félagstíðindum: Pétur Óskarsson Samstaða um kjarabætur? Viðræður um nýja kjarasamninga standa nú fyrir dyrum. í verkalýðshreyfingunni eru málin rædd og metin þessar vikur. Hvernig ber að standa að samningaviðræðum? Hvaða kröfur á að leggja megináherslu á? Hvers mega einstök félög sín í þeim samningaviðræðum sem bráðlega verður gengið til? Allir munu sammala um að aðstæður eru nú mjög erfiía-r fyrir einstök stéttarfélög til að ná umtalsverðum kjara- bótum. En á sama tíma rýrnar kaupmátturinn meira og meira með hverjum mánuðinum sem líður. Það virðist blasa við sem meginverkefni verkalýðshreyf- ingarinnar á þessu nýja ári að knýja fram hækkun á lægstu launum og að vinna upp kjaraskerðingu liðinna mánuða. Sú skerðing er mikil, eins og nánar er rakið á öðrum stað í þessu tölublaði Félagstíðinda. En eins og reynslan sýnir glögglega er ekki nóg að ná fram kjarabótum. Jafn mikilvægt er að tryggja þær kjarabætur með einhverjum hætti. Og það verkefni, að ná fram tryggingu væntanlegra kauphækkana, er tvímælalaust ofvaxið einstökum stéttarfélögum. Flest virðist því benda til þess að mikilvægara sé nú en nokkru sinni fyrr að ná sem víðtækasti samstöðu samtaka launafólks í komandi samningaviðræðum við rxkisstjórn og atvinnurekendur. Með víðtækri samstöðu á bak við megin- kröfur um hækkun lægstu launa, bætur fyrir kjaraskerðingu liðinna missera og tryggingu umsaminna kjarabóta í ólgusjó verðbólgunnar mætti ná umtalsverðum árangri. Saga verkalýðshreyfingarinnar hefur upp á síðkastið einkennst af aukinni sérhyggju og sundrungu. Vonandi bera forystumenn hreyfingarinnar gæfu til þess að átta sig á því að án samstöðu í komandi átökum er lítil von um bætt kjör. Ábyrgðarmaður: Umsjónarmaður: Afgreiðsla: Einar Ólafsson Elías Snæland Jónsson Grettisgata 89

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.