Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.02.1991, Blaðsíða 3

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.02.1991, Blaðsíða 3
3 ____________________Q Félagstíðindi SFR j___________ Góður starfsandi í Fríhöfninni Vinnustaðurinn minn Jóhannes Högnason vík og Reykjavík þurfa að sjá in cr þó scinna um daginn þeg- Vinnustaðurinn minn er Fríhöfnin í flugstöð Leifs Ei- ríkssonar. Við erum 86 manns sem vinnum þar. Flestir vinna í versluninni en hún skiptist í tvær deildir. Önnur deildin er ætluð farþegum sem milli- lenda hérna eða eru að fara frá landinu. Nokkrir þeirra, sem vinna í versluninni, vinna einnig á lager og einnig eru um 10 manns á skrifstofunni. Það fólk sem vinnur í versluninni og á lager er flest vaktavinnufólk og skiptist í tvo vaktahópa. Flver vakt stendur yfir í 12 tíma hjá heilsdags- fólki en sex tíma hjá hálfsdags- fólki. Það eru þó einungis kon- ur sem gegna hálfsdagsstörf- urn. Eg er að sjálfsögðu í „betri” vakthópnum eins og allir hinir starfsmennimir. Flver vaktasyrpa stendur yfir í tvo daga og síðan er tveggja daga frí, en svo vinnum við aðra hverja helgi þrjá daga í senn og eigum hina helgina frí. Ef flug lendir utan okkar 12 tíma vakta þurfum við að vinna lengur eða koma á útkall á kvöldin og nóttinni og hálfs- dagsfólkið þarf að koma á út- kall líka þegar mikið er urn að vera. Þetta getur stundum leitt til þess að við erum ansi fram- lág. A sumrin höfum við hins vegar næturvaktir. Við, sem vinnum í verslun og á lager, hefjum vinnudaginn klukkan 5 á morgnana. Þá fara tveir árrisulir bílstjórar af stað og safna okkur vinnufélögun- um saman, sem búum í Kefla- vík og Njarðvíkum, en þeir sem búa í Sandgerði, Grinda- um það sjálfir að koma sér á vinnustað. Þegar á vinnustað er komið fáum við okkur kaffi- tár og opnum síðan verslunina til að þjónusta ferðalangana sem eru í hinum margvísleg- ustu erindagjörðum. Alagið er yfirleitt mest á morgnana og í eftirmiðdaginn vegna þess að þá er mest um flug. Þegar morgunflugvélarnar eru komnar og famar er versl- uninni lokað og að loknum morgunverði er hafist handa á ný. Þá eru afgreiðslukassarnir gerðir upp og allir fara í “skíta- gallann,” þurrka úr hillum og af afgreiðsluborðum, fylla upp í versluninni og panta nýjar vörur af lager. Aðaluppfylling- ar vörurnar koma af lager. Þó þarf stundum að sæta lagi ef mikið er að gera vegna þess að flugáætlun raskast. Þá þarf að skjóta vörum upp í hillur og rekka á meðan verslunin er opin. Annan hvern dag er keyrt inn á gólf verslunarinnar ara- grúa af vörubrettum. Þessi vörubretti eru yfirhlaðin af sælgæti, sígarettum, áfengi, raftækjum, snyrtivörum, fatn- aði, leðurvörum, leikföngum, skarti og fleiru. Flluta af þess- ari vöru þurfum við að merkja með númeri og verði, eins og t.d. skartgripi, raftæki, geisla- diska, kasettur og ilmvötn, en megnið af vörunum kernur þó Frá lífeyrisþegadeild SFR Orlofsferðir til útlanda A s.l. vori þegar auglýstar voru orlofsferðir BSRB til út- landa kom sá kvittur upp að lífeyrisþegar væru ekki gjald- gengir í þessar ferðir. Vegna þessa fór lífeyrisþegadeild SFR fram á það við stjórn SFR að hún kannaði þetta mál. SFR gerði fyrirspurn um málið lil ferðanefndar BSRB og fékk nýlega svohljóðandi svar: "Með tilvísun í bréf frá 10.1.91 vill ferðanefnd BSRB taka frarn eftirfarandi: Ellilíf- eyrisþegar BSRB hafa ætíð verið velkomnir í orlofsferðir ferðanefndar BSRB og hafa engir hnökrar verið þar á. Hin almenna regla hefur verið að allir félagsskráðir einstakling- ar innan BSRB hafa jafnan rétt til þess að nýta sér þær hag- stæðu orlofsferðir senr ferða- nefnd BSRB hefur boðið upp á hverju sinni.” I þessu bréfi frá ferðanefnd BSRB segir að allir félags- skráðir einstaklingar innan BSRB hafi jafnan rétt til þátt- töku. I þessu sambandi má benda á að um 7-800 lífeyris- þegar, sem rétt eiga á að vera í lífeyrisþegadeild SFR, hafa ekki þennan þátttökurétt í um- ræddurn orlofsferðum því þeir eru ekki félagsskráðir einstak- lingar innan BSRB en væru það ef þeir hefðu athugað að skrá sig í lífeyrisþegadeild SFR er þeir hættu störfum. í lífeyrisþegadeild SFR eru skráðir rúmlega 300 félagar. Það er eðlilegt að þeir sem hug hafa á að notfæra sér or- lofsferðir BSRB þurfi að vera á félagsskrá hjá einhverju fé- lagi innan vébanda BSRB. Annars væri útilokað að fylgj- ast með hvort menn væru inn- an BSRB eða ekki. merkt til okkar. Þeir sem versla rnest hjá okkur eru Islendingarnir. En þó er alltaf töluvert um að er- lendir ferðamenn versli hérna. Eftir að við fórum að greiða til baka söluskattinn af þeirri vöru, sem erlendir ríkisborgar- ar kaupa hér á landi, hefur það leitt til þess að þeir versla fyrir þann pening hjá okkur eða í ís- lenskum markaði. Þeir sem vinna hérna þurfa því að hafa á valdi sínu erlend tungumál og kunna skil á þeirn erlenda gjaldeyri sem er í umferð. Einnig þarf fólk að kunna skil á þeirri vöru sem er til sölu hjá okkur og af því tilefni hafa um- boðsmenn staðið fyrir kynn- ingu á sinni vöru. Það er því ekkert grín fyrir sumarafleys- ingafólkið að koma sér inn í stafið og það á mesta annatím- anum. Það er svo sem ekki mikið að segja um launin á tímum þjóðarsáttar en það er ekki okkar stefna að varðveita lágu launin í þjóðfélaginu. Það jákvæðasta við að vinna hérna er starfsandinn. Nú er nýlokið veglegri árshá- tíð, sem Starfsmannafélag Frí- hafnarinnar stendur fyrir, og síðastliðið haust fór stór hluti starfsmanna í ógleymanlega Dublinarferð. Þó eru hér nokkrar kvenrembur sem tóku sig til síðastliðið vor og fóru í helgarferð í Vaðnes og skildu okkur karlana eftir svo ég get ekki ímyndað mér annað en þeim hafi leiðst. Skemmtifundur 14. mars n.k. Við viljum minna á skemmtifundinn 14. mars n.k. kl. 15.00. A dagskrá er m.a 1. Edda Arnljótsdóttir leik- ari les upp. 2. “Já eða nei” - spurninga- þáttur. Þar verða fern bóka- verðlaun í boði fyrir þá heppnu. 3. Hljóðfæraleikur með kaffinu og kökunum. Allt frítt, býður nokkur betur? 4. Svo verður tekið í spil ef næg þátttaka fæst. Fyrir hönd stjórnarinnar, Kristinn Helgason formaður.

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.