Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.02.1991, Blaðsíða 1

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.02.1991, Blaðsíða 1
FELAGSTIÐINDI Starfsmannafélags ríkisstofnana - 2. tbl. - 33. árg - Febrúar 1991 Leiðari Þriöjudaginn 12. febrúar stóö fjár- málaráöuneytiö fyrir ráöstefnu um sparnað og framleiöniaukningu í rík- iskerfinu. Þar voru haldnar framsögur um ýmis sviö ríkisrekstrarins og auk þess kynnt skýrsla um norræna vel- feröarsamfélagiö sem gefin var út af norrænu ráðherranefndinni. Okkur launafólki er sagt aö nú séu aðhaldstímar, menn veröi aö leggja haröar aö sér, setja þurfi hömlur á ríkisútgjöld en hagvöxtur og framleiðni aö aukast. Flest úrræöi sparnaðarsérfræðinganna og hag- fræöinganna miöast þó fyrst og fremst viö aö skeröa framlög til félagslegrar þjónustu, einkum í heilbrigöis- og menntakerfinu. Þaö er þó oftast ekki sagt berum oröum heldur falið meö tali um einkavæöingu, aukna skilvirkni, hagræöingu og framleiöni. Loks er mælt meö því aö þeir sem þurfa á félagslegri þjónustu aö halda greiði fyrir hana. Á ráöstefnunni var t.d. ýjaö aö því aö sjúklingar greiddu fyrir læknishjálp þá sem þeim er veitt. Framleiönital þessara reiknimeistara er í fyllsta máta ábyrgðarlaust því þeir einblína á kostnaðinn en van- meta árangurinn og afköstin. í menntamálum má vissu- lega telja þær kennslustundir sem nemendur fá og leggja saman niöurstöður prófa en raunverulegur ár- angur menntunar verður með engu móti metinn í tölum, t.d. aukiö sjálfstraust nemenda þegar þeir ná tökum á einhverju viöfangsefni, auknir mögu- leikar ungs fólks til aö finna sér starf við hæfi og það aö nám er ekki leng- ur forréttindi hinna ríku. Þaö er hægt að telja saman þá fjármuni sem fara til tómstundastarfs ungs fólks eöa í- þróttamála en óbeinn árangur af slíku, þar sem unglingum er beint á þroskavænlegar brautir, er ómælan- legur. Heilbrigðiskerfið, sem er vin- sælt bitbein sparnaöarsérfræöing- anna, miöast að mjög miklu leyti viö aö sinna öldruðum, öryrkjum og öörum sem litlar tekjur hafa. Af stórum hluta þess fólks, sem mestu er kostað til í heilbrigðisþjónustunni, er ekkert að hafa og út í hött aö láta þaö borga fyrir þá umönnun sem þaö á fyllsta rétt á. Þaö er líka vissulega hægt aö auka “framleiöni” á sjúkrahúsum með því að útskrifa sjúklinga fyrr eftir aö- gerö en nú er en þaö eykur líka hættuna á áföllum áöur en þeir hafa jafnaö sig aö fullu. Og hvernig á aö meta framleiðnina í fyrirbyggjandi aðgerðum, t.d. leit aö krabbameini, fræðslu um mataræði og hollustuhætti eöa starfsemi vinnueftirlits og brunamálastofnunar? Framleiðni- og sparnaöartal í því formi sem var á áö- urnefndri ráöstefnu miðast fyrst og fremst viö niðurskurð til félagslegrar þjónustu, viö aö gera hana dýrari fyrir notendur eöa draga úr henni, og auka þannig mun ríkra og fátækra í samfélaginu. Viö eigum ekki aö sætta okk- ur við slíkt. S.K. Efni í blaðinu: Þetta þarftu Frá Fríhöfninni að vita bls. 3 Ws.fi Skipulags- breytingar Hverjir græöa bls.7 á vinnuvernd? bls. 4 Um sjúkraliðafálagið bls.8

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.