Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.02.1991, Blaðsíða 5

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana - 15.02.1991, Blaðsíða 5
Félagstíöindi SFR 5 Á stakkstæðinu. Listaverk eftir Sigríði Kjaran. Mynd: Jóhann Sigurjónsson. skeiðum sem fyrirtækin kosta. Ég held að það þurfi meira til. Menn þurfa að vera tilbúnir til að breyta hugsunarhættinum og það gerist varla með hraði. Japanir vita ugglaust hvað þeir syngja með sitt waigaya. Þeir vita að öll þróun tekur langan tíma. Við vöxum hægt og hægt. Uppsagnir Á þessum vetri er mikið um uppsagnir hjá fyrirtækjum. Þær eru kallaðar ýmsum nöfn- um - uppsagnir, samdráttur, sviptingar, mannaskipti og fleira. Það hefur löngum loðað við að menn trúa því að nýir vendir sópi best. Þetta getur auðvitað verið rétt. Nýtt fólk getur komið með nýjar hugmyndir. En reynsla reyndra starfsmanna og velvild í garð fyrirtækisins er gulls í- gildi. í tímaritinu The Economist 8. desember síðastliðinn er rætt um atvinnuöryggi og sveigjanleika. Þar eru japönsk fyrirtæki borin saman við vest- urlensk. Þar segir að það sé bæði eyðileggjandi og dýrt að segja upp fólki. Það geti litið út sem sparnaður í fyrstu en geti orðið dýrkeypt þegar tímar líða. Þegar ungum starfsmönn- um sé sagt upp skerði það kraft fyrirtækisins og framtíðin sé sett að veði. Uppsögn eldri starfsmanna spilli starfsandan- um. Tortryggnin, sem slíkar aðgerðir skapi, sjáist e.t.v. ekki strax á rekstrarreikningunum en geti skaðað fyrirtækið um langa framtíð. Starfsmenn, sem lifi af slíkar hreinsanir, séu ekki tilbúnir til átaka né að taka áhættu. Sagt er að Japanir versli með öryggi við starfsmenn sína, veiti þeim öryggi í skipt- um fyrir sveigjanleika. Menn séu þó ráðnir á ýmsum kjörum í Japan. Þeir, sem hafa mest ör- yggi, eiga að sýna mestan sveigjanleika. Þegar fyrirtækið gengur illa er ætlast til að fastir starfs- menn séu tilbúnir til að fá lægri þóknun (bónus) en þegar vel gengur. Sérstök þóknun er greidd tvisvar á ári í mörgum japönskum fyrirtækjum. Það er líka ætlast til þess að fólks sé tilbúið til að vinna þau störf, sem til falla, þegar illa árar. Framleiðslustjórar verða sölu- menn og færibandamenn sópa gólf eða mála verksmiðju- veggi. Ef launalækkanir eru nauðsynlegar byrja forstjór- arnir á sjálfum sér. Bent er á að það sé ekki unnt að flytja aðferðir Japana beint inn til afnota í vestrænum fyrirtækjum. En margt megi af Japönum læra - enda sé árang- ur þeirra mikill í viðskipta- heiminum. Ef fyrirtæki gengur svo illa, að eina leiðin sé að fækka starfsmönnum, sé spurningin hvort ekki ætti að byrja efst. Þessar vangaveltur verða áleitnar hér á Islandi þar sem fyrirtæki eru rekin með gegnd- arlausu tapi ár eftir ár. Fólki er sagt upp fyrirvaralítið en for- stjórarnir sitja áfram á háum launum og með fríðindi. Ég hef ekki lengur trú á að það taki því að prédika um gildi gleðinnar í lífi og starfi. Ég trúi því á hinn bóginn að margt eigi eftir að breytast þegar menn gera sér ljóst að þeir græða á því að tileinka sér þá stjórnarhætti að starfsfólki líði vel í vinnunni. Japanir kaupa upp heilu hverfin í stór- borgunum og listaverk Vestur- landa hafna á skrifstofum kaupsýslumanna í Japan. Ég sagði áður að til væru uppskriftir að því hvernig góð vinna væri þar sem fólki líður vel og fyrirtækið hagnast. Hér er ein þeirra: Góö vinna 1. Er fjölþætt. Starfið er fólgið í ýmis konar athöfnum sem hafa rökrétt samband og tilgang. Það reynir bæði á lík- ama og sál. 2. Sjálfsákvörðunarréttur er mikill bæði hjá einstakling- um og vinnuhópum. Vinnan er skipulögð með starfsmannin- um en ekki “fyrir ofan” hann. Starfsmennirnir skila verki sínu í samræmi við það sem á- kveðið hefur verið - en geta ráðið miklu um hvernig þeir haga starfinu. 3. í góðri vinnu fellur geta einstaklingsins að kröfunt starfsins. Starfsmaðurinn nýtir krafta sína en ræður vel við viðfangsefnin. Menn hafa möguleika á að læra eitthvað nýtt og halda áfram að þroskast. 4. Góð vinna er mikilvæg í augum starfsmannsins, sam- starfsmanna, yfirmanna og annarra. 5. I góðri vinnu styðja menn við bakið hver á öðrum. 6. I góðri vinnu býr fólk við öryggi og getur verið það sjálft. Ef þessu er öllu blandað saman verður útkoman gæði - bæði fyrir starfsmenn og fyrir- tæki. Svarið við spurningunni: - Hverjir græða á vinnuvernd? - er afar einfalt: ALLIR.

x

Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagstíðindi Starfsmannafélags ríkisstofnana
https://timarit.is/publication/1544

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.