Fréttablaðið - 01.04.2021, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 01.04.2021, Blaðsíða 17
AF KÖGUNARHÓLI Þorsteinn Pálsson Ráðið til þess að ætt­jarðarástin leiði ekki til öfga í viðskiptum þjóða, er ekki að upp­ræta hana, enda tekst það aldrei, heldur að efla virðinguna fyrir réttlæti og sanngirni í viðskiptum þjóða, jafnt og einstakra manna.“ Guðmundur Finnbogason pró­ fessor tók þannig til orða þegar hann mælti fyrir minni Rangár­ þings við vígslu fyrstu brúarinnar yfir Markarfljót 1934. Brúarsmíð Rétt eins og Rangæingar tengdust á sínum tíma út og austur með brúm yfir stórfljót, brúum við í dag bilið milli okkar og annarra þjóða með aðild að margvíslegu fjölþjóða­ samstarfi. Með því móti tryggjum við þjóðinni og hverjum ein­ staklingi fjölþætt réttindi og ríka möguleika í viðskiptum og hvers kyns samskiptum. Daglegt líf okkar ræðst meira og minna af því hvernig við brúum Atlantsála með samningum; einu gildir hvort við tölum um síma­ reikninga eða mannréttindi. Alþjóðlegt samstarf er í stöðugri þróun og hefur jafnt og þétt meiri áhrif á hversdagsleg viðfangsefni á heimilum sem í fyrirtækjum og bæjum sem sveitum. Í þessu ljósi sætir furðu hversu utanríkispólitíkin fær lítið rúm í þjóðfélagsumræðunni. Þó að alþjóðasamningar séu ekki sýni­ legir með sama hætti og brýrnar eru þeir alveg jafn mikil hreppa­ pólitík, af því að þeir snerta hags­ muni fólks í hverri einustu byggð landsins. Þeir eru hreppapólitík nútímans. Framhjáhlaup Alþjóðastofnun Háskóla Íslands birti á dögunum rannsókn Silju Báru Ómarsdóttur prófessors um viðhorf Íslendinga til alþjóðamála. Niðurstöðurnar eru lærdómsríkar og sýna þörf fyrir meiri fræðilega skoðun á stöðu landsins í alþjóða­ samfélaginu og dýpri stjórn­ málaumræðu. Stjórnmálamenn bregðast forystuhlutverki sínu, þegar þeir ræða samskipti við aðrar þjóðir bara í framhjáhlaupi. Spurningarnar í nýju rannsókn­ inni snerust ekki beint um stefnu ríkisstjórnarinnar eða einstakra flokka. En svörin gefa eigi að síður tilefni til pólitískrar umræðu. Þau sýna líka að stór hópur fólks telur sig hafa ónógar forsendur til að taka afstöðu. Og möguleikarnir í rökræðunni eru að sama skapi jafn miklir hvort heldur menn vilja meiri eða minni brúarsmíð yfir til annarra landa. Norðurlönd og Evrópa Fram kemur að landsmenn virðast nokkuð sáttir við ríkjandi skipan á erlendum samskiptum. Ein spurningin laut að því hvort menn teldu að efni stæðu til þess að auka eða draga úr samskiptum við ríkjaheildir eða einstakar þjóðir. Hér kom í ljós að hlutfallslega flestir vildu auka samstarf við Norðurlönd og svo Evrópusam­ bandið og þar á eftir við Þýskaland og Frakkland. Nærri þrefalt f leiri vildu fremur Hreppapólitík nútímans auka Evrópusamstarfið en draga úr því. Í öllum tilvikum vildu fáir minnka tengslin við einstök ríki eða ríkjaheildir. Að efla efnahagssamvinnu eins og varnir Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar­ innar er lögð rík áhersla á að fullveldi landsins sé tryggt með aðildinni að Atlantshafsbanda­ laginu og með varnarsamningnum við Bandaríkin. Á þessum grund­ velli er nú verið að auka varnar­ umsvifin skynsamlega og í hægum skrefum. Varðandi efnahagssamvinnuna innan Evrópusambandsins er hins vegar sagt með afdráttarlausum hætti, en þó án rökstuðnings, að það þjóni ekki hagsmunum Íslands að auka hana. Í síðustu kosningum lék allt í lyndi í efnahags­ og atvinnu­ málum. Það kann að skýra þessar ólíku áherslur. Nú stöndum við andspænis öðrum veruleika í þeim efnum. Gild rök standa því til þess að taka ný skref í fjölþjóðlegri efnahags­ samvinnu eins og í varnarmálum. Að brosa út í annað Með réttu er á það bent að Evrópu­ þjóðirnar standi vörð um fullveldi landsins þegar þær koma saman með Bandaríkjunum í aðal­ stöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussel. Af sjálfu leiðir að holur hljómur er í þeim fullyrðingum að ætlan þessara sömu þjóða sé að svipta Ísland fullveldi þegar þær koma saman á vettvangi Evrópusam­ bandsins í annarri byggingu í sömu borg. Menn hefðu væntanlega brosað út í annað ef forystumenn Rang­ æinga hefðu kallað eftir því að fá nýjar tvöfaldar brýr á leiðinni austur um, en talið að Reykja­ víkurvaldið myndi uppræta ást þeirra á átthögunum ef brýrnar yrðu breikkaðar á leiðinni út eftir. Nú stöndum við andspænis öðrum veruleika í þeim efnum. Gild rök standa því til þess að taka ný skref í fjölþjóðlegri efnahags- samvinnu eins og í varnar- málum. lyaver.is Suðurlandsbraut 22 NetverslunÞínir lyfseðlar Lausasölulyf Netapótek Lyavers –Apótekið heim til þín *Frí heimsending ef pantaðir eru tveir lyfseðlar eða verslað er fyrir meira en 9.900 krónur Netapótek Lyavers býður upp á einfalda lausn, þægilegt og öruggt ferli þar sem þú finnur þína lyfseðla, öll lausasölulyf ásamt miklu úrvali af vörum í netverslun. Lágt lya- og vöruverð, frí heimsending um land allt*. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 15F I M M T U D A G U R 1 . A P R Í L 2 0 2 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.