Fréttablaðið - 01.04.2021, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 01.04.2021, Blaðsíða 34
Hún segir eldgosið eitt það magnaðasta sem hún hafi upplifað. MYND/AÐSEND Ása hefur ferðast um heiminn og birt myndir á Instagrammi sínu. MYND/ÁSA Ása segir áhuga erlendra viðskiptavina hafa aukist í heimsfaraldrinum og þá enn frekar eftir gosið. MYND/ÁSA Ása hefur nýtt tímann í að mynda gosið í Geldingadölum. MYND/ÁSA Það var strax daginn eftir að gosið hófst að Ása fór í þyrluflug yfir gosstöðvarnar. MYND/AÐSEND Ása Steinarsdóttir lét d rau minn ræt ast á sínum tíma og ákvað að helga líf sitt því sem hún elskaði mest : að ferðast . Hún hefur starfað fyrir stórfyrir- tæki á borð við Mercedes, Adobe, Huaweii og Audi og er með 440.000 fylgjendur á Instagram, en sérsvið hennar er landslagsljósmyndun og drónamyndir. Ása hefur ferðast víðs vegar um heiminn. Hún hefur myndað stór- brotið landslag Mongólíu, Fujifjall í Japan og skoðað Taj Mahal, og er það bara brotabrot af því sem Ása hefur séð á ferðalögum sínum. Hún ákvað að gera það besta úr aðstæðum þegar COVID skall á og hefur dvalið hér á landi síðasta árið, sem voru nokkur viðbrigði fyrir manneskju sem hefur verið meira og minna á flakki síðasta hálfa ára- tuginn. Aukinn áhugi á Íslandi „Það hefur margt breyst. Maður er búinn að róast aðeins og festa dýpri rætur hérna á Íslandi. Svo hafa verkefnin mín líka mikið breyst. Fyrir COVID var kúnnahópurinn mjög alþjóðlegur og var meira að draga mig utan í tökur. Eftir að heimsfaraldurinn hófst, þá er sett útgöngubann í mörgum löndum. En við höfum verið frekar frjáls hérna heima. Ef eitthvað er hefur þetta aukið áhugann á að fá mig til að mynda hér, áhuginn á Íslandi hefur aukist,“ segir Ása. Því hefur verið nóg að gera hjá Ásu, þrátt fyrir ástandið í heim- inum. Fyrirtæki séu helst að biðja hana um að skapa efni, ljósmyndir og myndbönd, hérna heima. „Ef þetta er útvistarmerki þá get ég til dæmis myndað hérna, en erlendis er f lóknara að gera það út af útgöngu- og samkomubönnum.“ Ása er því sammála um að ef eitt- hvað er þá hafi sérstaða hennar og tækifæri hreinlega aukist. Það magnaðasta sem ég hef upplifað Ljósmyndarinn, heimshornaflakkarinn og áhrifavaldurinn Ása Steinarsdóttir fór í eitt af fyrstu þyrluflugunum yfir eldgosið við Fagradalsfjall. Þrátt fyrir að hafa upplifað einstaka hluti á ferðalögum sínum segir hún gosið eitt það magnaðasta sem hún hefur upplifað. Ása hefur unnið með fyrirtækjum á borð við Audi og Mercedes Benz. Gott að festa rætur Spurð hvort hún sé að upplifa ein- hverja innilokunarkennd yfir að geta ekki ferðast meira, viðurkennir hún að svo sé stundum. „Kannski smá yfir dimmasta tímann, yfir veturinn. Það er langt síðan ég hef verið heilan vetur á Íslandi og fundið fyrir myrkrinu. En á sama tíma að kunna að meta það, festa rætur og vera meira á einum stað. Það að tengja mig meira við Ísland. Þannig að á heildina litið þá sé ég þetta sem jákvæða þróun.“ Ása fór um leið og færi gafst í þyrluflug yfir gossvæðið. Þetta var eitt af fyrstu f lugum sem almenn- ingi bauðst. „Fyrsta daginn var ég þarna og fann hitann. Ég man að ég kom heim og sagði við kærastann minn að þetta væri ein magnaðasta upplifun mín á ævinni. Þessi skaust beint upp á topp, beint í fyrsta sæti. Sem mér finnst magnað. Það er mikið „hype“ á samfélagsmiðlum varðandi gosið en ég held að fólk skilji það betur þegar það mætir á svæðið, kemur og sér þetta.“ Þegar Ása f laug yfir eldgosið höfðu enn ekki birst margar ljós- myndir í dagsbirtu. „Maður vissi bara að það gaus þarna kvöldinu áður. Það að vera í loftinu fyrir ofan þetta, ég alveg fríkaði út. Ég var alveg í skýjunum.“ steingerdur@frettabladid.is ÞAÐ HEFUR MARGT BREYST. MAÐUR ER BÚINN AÐ RÓAST AÐEINS OG FESTA DÝPRI RÆTUR HÉRNA Á ÍSLANDI. 1 . A P R Í L 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R28 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.