Fréttablaðið - 01.04.2021, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 01.04.2021, Blaðsíða 24
1 . A P R Í L 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT GOLF „Þetta voru mjög ólík mót, hvað varðar spilamennskuna mína. Fyrra mótið sem ég vann var nánast fullkomið á öllum sviðum framan af en það seinna hafðist með frá­ bærum lokaspretti,“ segir Ragn­ hildur Kristinsdóttir, kylfingur úr GR, aðspurð hvernig hafi verið að vinna tvö mót á tveimur vikum í bandaríska háskólagolfinu. Með því er Ragnhildur samtals unnið þrjú mót í bandarísku háskólagolfi en hún leikur fyrir hönd Eastern Kentucky háskólans. „Það var þvílíkur léttir að vinna fyrra mótið. Ég byrjaði lokahring­ inn skelfilega og hugsaði aftur til Íslandsmótsins í höggleik, að sú staða væri ekki að endurtaka sig. Síðan fann ég taktinn og komst aftur af stað og vissi á leiðinni á lokaflötina að staðan væri góð. Það var samt eins og hundrað kíló hefðu farið að bakinu þegar sigurinn var í höfn enda langt síðan ég vann mót hérna úti, á fyrsta árinu mínu.“ Þegar litið er yfir úrslitin á Col­ onel Classic, seinna mótinu sem Ragnhildur vann í þessari viku, sést að hún lék best allra á loka­ hringnum og var eini kylfingurinn sem lék völlinn á undir sjötíu högg­ um. Heilt yfir tókst Ragnhildi að ná níu höggum á Katie Hallinan sem leiddi fyrir lokahringinn. Hún segir að aðstæður á vellinum hafi átt sinn þátt í því að henni tókst að skjótast fram úr Katie á lokadegi mótsins í Kentucky. „Þetta mót fór fram á heimavell­ inum okkar og veðrið var í raun eins íslenskt og hægt er að fá hér sem hjálpaði mér vissulega. Það var góður hiti en tíu til ellefu metra vindur. Ég sá veðurspána kvöldið fyrir og hugsaði strax að þetta gæti hentað mér. Þjálfarinn minn hafði orð á því fyrir hringinn að þetta væri forskot því það myndi enginn annar leika undir pari sem stóðst. Ég var ein undir pari,“ segir Ragn­ hildur létt í lund. „Þetta var bara eins og að spila á vindasömum velli á Íslandi, nema hlýrra. Ég vissi að ef ég myndi halda mínu striki gæti ég komið mér í góða stöðu.“ Hún er að ljúka fjórða ári sínu í Eastern Kentucky en er ekki á heimleið strax. Heimsfaraldurinn gerir það að verkum að hún fær keppnisrétt eitt ár til viðbótar og ætlar hún að hefja mastersnám erlendis samhliða því að æfa og keppa fyrir hönd skólans í golfi. „Ég er á lokaári B.A.­námsins en vegna heimsfaraldursins á ég eitt ár eftir af keppnisrétti. Það var ákveð­ ið að síðasta tímabil myndi ekki telja inn á keppnisréttinn okkar, þótt að ég spilaði í fimm mótum og ég fæ því aukaár af keppnisrétti og byrja mastersnám hér í haust,“ segir Ragnhildur sem hefur tekið stöðugum framförum vestanhafs. „Það ótrúlegt hvað ég sé miklar framfarir á leiknum mínum, sér­ staklega síðustu tvö ár. Meðalskor­ ið mitt búið að lækka á hverju ári. Ég er of boðslega þakklát þjálfaran­ um mínum hérna, hún lék á sínum tíma í háskólagolfinu og reyndi við atvinnumennsku og veit því hvað þarf til þess. Hún hefur reynst mér ómetanleg.“ Ragnhildur þarf því ekki að ákveða næstu skref strax en stefnir að því að gerast atvinnukylfingur á næsta ári. „Hugurinn leitar í atvinnu­ mennsku og ég er aðeins farin að undirbúa það. Það er á markmiða­ listanum eftir háskólagolfið að fara í úrtökumót. Það þarf að huga að mörgu en ég er byrjuð að huga að því hvað þarf til.“ Hún gerir ráð fyrir að gera aðra atlögu að Íslandsmeistaratitlinum í sumar eftir að hafa tapað í bráða­ bana gegn Guðrúnu Brá Björgvins­ dóttur á Íslandsmótinu í fyrra. „Planið er allavegana að gera aðra atlögu að Íslandsmeistara­ titlinum og ég er búin að bóka her­ bergi á Akureyri þá helgina. Svo er fram undan hérna undankeppni fyrir meistaramótið í bandaríska háskólagolfinu (e. NCAA Cham­ pionship) og ég er líka skráð í úrtökumót fyrir opna bandaríska meistaramótið,“ segir kylfingurinn um framhaldið hjá sér. kristinnpall@frettabladid.is Strekkingsvindurinn hjálpaði Kylfingurinn Ragnhildur Kristinsdóttir vann annað háskólagolfmótið á stuttum tíma í aðstæðum sem hentuðu íslenska kylfingnum afar vel. Hún á eitt ár eftir af háskólagolfi en stefnir svo á atvinnumennsku. Ragnhildur á lokaholunni á Íslandsmótinu í fyrra. MYND/GSÍMYNDIR.NET/SETH Þjálfarinn minn hafði orð á því fyrir hringinn að þetta væri forskot því það myndi enginn annar leika undir pari, sem stóðst. Ég var ein undir pari. Ragnhildur Kristinsdóttir, kylfingur FÓTBOLTI KSÍ tilkynnti í gær að kvennalandsliðið myndi mæta Ítölum tvisvar í æfingaleik í lands­ leikjaglugganum sem er fram undan. Áður var búið að staðfesta einn æfingaleik gegn Ítölum en nú er komið á hreint að þeir verða tveir. Um leið var staðfest að leikirnir fari fram á Enzo Bearzot­vellinum í Coverciano, en þar er æfingasvæði ítölsku landsliðanna staðsett. Þetta verður fyrsta verkefni landsliðsins undir stjórn Þorsteins Halldórssonar og eru þrír nýliðar í hópnum. Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði landsliðsins, gat ekki gefið kost á sér en hún er að ná sér af meiðslum. Þetta verða sjötta og sjöunda viðureign Íslands og Ítalíu í kvenna­ flokki. Til þessa hefur Ísland unnið einn leik, tveimur leikjum lokið með jafntef li og Ítalir unnið tvo leiki. – kpt Mæta Ítölum tvisvar ytra Agla María er á sínum stað í hóp íslenska liðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA HANDBOLTI Arnar Pétursson til­ kynnti í gær æfingahóp vegna leikja Íslands gegn Slóveníu í umspili um laust sæti á HM 2021 sem fram fer á Spáni 2.­19. desember næstkom­ andi. Athygli vekur að Anna Úrsúla Guðmundsdóttir tekur fram lands­ liðsskóna á ný eftir að hafa snúið aftur inn á handboltavöllinn á dög­ unum. Heilbrigðisráðuneytið er búið að samþykkja undanþágubeiðni HSÍ til þess að liðið geti æft saman á næstu dögum í aðdraganda leikj­ anna gegn Slóveníu um miðjan mánuðinn. Steinunn Björnsdóttir, leik­ maður Fram, er fjarverandi eftir að staðfest var í vikunni að hún hefði slitið krossband í leik Íslands gegn Norður­Makedóníu á dögunum í undankeppni HM. – hó Anna Úrsúla aftur í landsliðið FÓTBOLTI Íslenska U21 árs liðið tapaði lokaleik liðsins í milliriðli Evrópumótsins í gærkvöld 0­2 gegn Frökkum. Ísland lauk því keppni í milliriðlinum án stiga en Danir og Frakkar fara áfram upp úr riðlinum. Davíð Snorri Jónsson, þjálfari liðsins, reyndi nýja leikaðferð í gær með þriggja manna varnarlínu eftir að hafa misst fjóra leikmenn frá síðasta leik í verkefni A­landsliðsins gegn Liechtenstein í gærkvöld. Íslenska liðið reyndi því að leika þéttan varnarleik en líkt og í leiknum gegn Dönum á dögunum tókst Frakklandi að finna glufur á vörninni snemma leiks í gær. Frakk­ arnir gerðu þannig út um leikinn með tveimur mörkum frá Matteo Guendouzi og Odsonne Edouard í fyrri hálfleik. – kpt Frakkar númeri of sterkir í gær FÓTBOLTI Strákarnir okkar í karla­ landsliðinu í knattspyrnu nældu í fyrstu stigin í undankeppni HM 2022 í gærkvöld þegar Ísland vann 4­1 sigur á Liechtenstein. Með því tókst Íslandi að ná í þrjú stig af níu í þessu landsleikjahléi en næstu fimm leikir liðsins eru á heimavelli. Þar ræðst hvort Ísland blandar sér í baráttuna um sæti í umspili fyrir lokakeppni HM. Getumunur liðanna var skýr frá fyrstu mínútu og réðu Íslendingar umferðinni frá upphafssparki. Fyrsta mark leiksins kom tiltölu­ lega snemma en úr óvæntri átt þegar Birkir Már Sævarsson stang­ aði fyrirgjöf Harðar Björgvins Magnússonar í netið. Þriðja mark Birkis fyrir landsliðið staðreynd en fyrsta mark hans fyrir Ísland kom einmitt gegn sömu andstæðingum árið 2016. Yfirburðir Íslands héldu áfram og bætti Birkir Bjarnason við marki fyrir lok fyrri hálfleiks. Guðlaugur Victor Pálsson innsiglaði sigur Íslands um miðbik seinni hálfleiks með fyrsta marki sínu fyrir lands­ liðið en þjálfarateymið nýtti tæki­ færið og yfirburði íslenska liðsins til að dreifa álaginu í seinni hálfleik. Liechtenstein tókst að minnka muninn með einni af fáum sóknum sínum í leiknum þegar hornspyrna sigldi yfir Rúnar Alex í mark Íslands en það kom ekki að sök. – kpt Aftur á beinu brautina með auðveldum sigri í Vaduz Birkir Már braut ísinn með þriðja marki sínu fyrir Ísland. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Birkir Bjarnason jafnaði Ríkharð Daðason og Arnór Guðjohnsen í 6-8. sæti yfir markahæstu leikmenn karlalandsliðsins með fjórtán mörk.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.