Fréttablaðið - 08.04.2021, Síða 6

Fréttablaðið - 08.04.2021, Síða 6
Tímapantanir á opticalstudio.is og í síma 511 5800 SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK Sjónmælingar eru okkar fag Fjárveitingar á Filippseyjum Íbúi í Manilla, höfuðborg Filippseyja, ljósmyndaður eftir að hafa þegið fjárstyrk frá ríkinu. Atvinnulausir íbúar Manilla eiga rétt á styrk upp á 1.000 filippseyska pesóa sem jafngilda um 2.600 íslenskum krónum. Strangar sóttvarnaaðgerðir standa yfir á Filippseyjum, en þar hafa 813 þús- und greinst með COVID-19. Mannréttindasamtök segja að lögreglan þar í landi beiti líkamlegu of beldi gegn sóttvarnabrotum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY TAÍLAND Phra Ajarn Manas, 46 ára gömlum munki frá Taílandi, var bjargað í gær eftir að hafa verið lokaður inni í helli í fjóra daga. BBC greinir frá. Manas fór inn í hellinn síðast- liðinn laugardag til að stunda hug- leiðslu en daginn eftir gekk stormur með miklum rigningum yfir svæðið sem varð til þess að vatnsmagn í hellinum jókst og útgönguleiðin lokaðist. Sautján björgunarsveitarmenn köfuðu inn í hellinn þar sem þeir fundu Manas og komu honum út úr hellinum. Hann var við ágæta heilsu þrátt fyrir að hafa þurft að kafa tólf metra leið út úr hellinum og fékk hann aðhlynningu í sjúkrabíl. Málið minnir óneitanlega á það þegar tólf drengir og þjálfari þeirra lokuðust inni í helli í Taílandi í níu daga árið 2018. – bdj Var fastur inni í helli í fjóra daga Munkinnn sakaði ekki eftir dvölina í hellinum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY DÚBAÍ Þoka sem lagðist yfir Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæm- unum olli 28 bíla árekstri í gær- morgun. Ein manneskja slasaðist en búið var að vara við erfiðum veður- skilyrðum á Emirates veginum sem tengir Abú Dabí og Dúbaí. Áreksturinn hófst með tveimur bílum en slæm veðurskilyrði gerðu það að verkum að næstu bílar sáu ekki áreksturinn í tæka tíð til að geta stansað. Yfirmaður umferðar- öryggismála í Dúbaí, Saif Muhair Al Mazroui, greindi frá því að 28 bílar hefðu orðið fyrir skemmdum í árekstrinum og að ein kona væri slösuð en þó ekki alvarlega. – kpt Þoka olli fjölda- árekstri í Dúbaí Slæmt veður olli árekstri 28 bíla í Dúbaí í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY SAMFÉLAG Að setja saman Billy- hillu eða Ektorp-sófa getur verið skemmtilegt púsluspil fyrir suma en andleg þrekraun fyrir aðra. Samk væmt ný r ri g reining u breska miðilsins Houshold Quotes eiga Íslendingar langerfiðast með að setja saman IKEA-húsgögn og láta pirring sinn í ljós á samfélags- miðlum. Greiningin var gerð með því að skoða orðalag streitu á samfélags- miðlapóstum merktum IKEA í hverju landi. 64 prósent íslenskra pósta innihéldu orðalag sem bentu til streitu. Í öðru sæti lentu Ísraelsmenn með 50 prósent en f lestar þjóðir voru með á bilinu 20 til 30 prósent stress. Í Svíþjóð, heimalandi IKEA, mældist tæplega 38 prósenta stress en lægst mældist það í Suður-Kóreu, aðeins tæplega 8 prósent. Greiningin náði ekki til þeirra landa þar sem engin IKEA-búð er til staðar. Einnig voru Bandaríkin greind eftir fylkjum. Hafnaði Miss- issippi efst á stresskvarðanum með tæplega 49 prósent en Kansasbúar voru rólegastir með 24. Karlar skrifa almennt mun meira um IKEA á samfélagsmiðlum en konur og því eru flestir gremjupóst- arnir frá þeim. Er konur pósta um IKEA er stresshlutfallið hins vegar ögn hærra en karla, eða 2 prósentu- stig. Sófar eru þau húsgögn sem fólk sýndi mestu stressviðbrögðin við að setja saman. Rétt rúmlega helming- ur lét gremju sína í ljós á samfélags- miðlum við að setja saman sófa. Ekki langt á eftir eru stórir stofu- skápar, náttborð og vöggur. Auð- veldara virðist að setja saman litla skápa, hægindastóla og skrif borð. Þrátt fyrir að Íslendingar sýni gremju sína heitast allra á sam- félagsmiðlum má segja að þeir séu IKEA-sjúkir. Ísland var eitt af 10 fyrstu löndunum sem húsgagna- risinn opnaði verslun í, árið 1981 en þá sem litla deild innan Hagkaupa. Fljótlega f lutti IKEA í Hús versl- unarinnar þar sem búðin var allt til ársins 1994 þegar opnað var í Holta- görðum í 9 þúsund fermetra rými. Árið 2006 var núverandi húsnæði reist, tæplega 21 þúsund fermetrar að stærð, með tveimur veitingastöð- um, bakaríi og matarbúð. Verslunin er í eigu félagsins Hofs sem rekur einnig IKEA-verslanir í Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Var hagnaður af íslensku versluninni 210 milljónir króna á síðasta ári. kristinnhaukur@frettabladid.is IKEA-húsgögn virðast flókin fyrir Íslendinga Samkvæmt greiningu sýna Íslendingar mestu streituviðbrögðin á samfélags- miðlum við það að setja saman IKEA-húsgögn. Flestir gremjupóstar koma frá körlum. Þrátt fyrir þetta hefur IKEA vaxið hratt á Íslandi undanfarna áratugi. Að setja saman IKEA-húsgögn er misróandi fyrir fólk. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Mikið stress kom fram við samsetningu sófa en minna við skrifborð. BRASILÍA Um 4.200 manns létust af völdum COVID-19 í Brasilíu á þriðjudaginn. Daglegur fjöldi lát- inna af völdum veirunnar  færist enn í aukana og hafa nú að minnsta kosti 337 þúsund látist af völdum veirunnar þar í landi. Einungis í Bandaríkjunum er heildarfjöldi látinna hærri. Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, segir að aðgerðir í landinu verði ekki hertar. „Það verður ekkert útgöngubann um land allt,“ sagði Bolsonaro. „Herinn okkar mun ekki fara á göt- urnar til að halda fólki heima hjá sér. Frelsið er ómetanlegt.“ – atv Rúmlega fjögur þúsund létust á einum degi Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu. 8 . A P R Í L 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.