Fréttablaðið - 08.04.2021, Blaðsíða 28
AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@torg.is, ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050:
Auður Húnfjörð audur@frettabladid.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@frettabladid.is , Reynir Elís Þorvaldsson reynir@frettabladid.is,
Örn Geirsson orn@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5078: Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson
jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056:
Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, TÍMAMÓTA- OG ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@frettabladid.is
Hvernig segir maður Jarðarförin mín á þýsku? En frönsku? Laddi mun í það minnsta tala tungum tveim þegar ARTE
tekur íslensku þættina um jarðarför Benedikts til sýninga í Þýskalandi og Frakklandi. MYND/AXEL SIGURÐARSON
Hörður Rúnarsson hjá Glassriver
hefur ástæðu til að brosa eftir að
hafa selt ARTE sýningarréttinn á
Jarðarförinni minni. MYND/AÐSEND
Höfundurinn Jón Gunnar Geirdal er
í súrrealísku þakklætisáfalli.
FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Þýsk-franska menningar-sjónvarpsstöðin ARTE hefur tryggt sér sýn-ingarréttinn á íslensku sjónvarpsþáttaröðinni Jarðarförinni minni
sem gerði mikla lukku hér á landi
þegar Síminn Premium frumsýndi
hana um páskana í fyrra.
„ARTE er meðal stærstu sjón-
varpsfyrirtækjanna í Frakklandi
og Þýskalandi og er þekkt fyrir að
leggja áherslu á gæðaefni og eitt-
hvað sem hristir upp í fólki,“ segir
Hörður Rúnarsson hjá Glassriver
sem framleiddi Jarðarförina mína
fyrir Sjónvarp Símans.
Hörður lætur fljóta með að sjón-
deildarhringur ARTE sé mjög víður
þegar kemur að efnisleit og að fyrir-
tækið sé annálað fyrir að handvelja
það sem á einhvern hátt sker sig úr
á markaðnum.
„Þau hafa alveg verið iðin við að
taka inn efni frá Skandinavíu en
hafa ekki verði með mikið íslenskt
efni þannig að þetta er skemmti-
legt.“
Súrrealískt sjokk
„Ég sá alltaf fyrir mér að þessi góða
hugmynd gæti ferðast en að sjá það
svo raungerast er súrrealískt í meira
lagi,“ segir Jón Gunnar Geirdal sem
átti grunnhugmyndina að þátt-
unum og skrifaði síðan handritið
ásamt öðrum.
„Glassriver hefur fengið frábær
viðbrögð við seríunni erlendis og
þessi sala til ARTE er svo sannarlega
staðfesting á því og maður er eigin-
lega bara í einhverju auðmýktar og
þakklætis-sjokki gagnvart þessu
öllu saman.“
Þórhallur Sigurðsson, Laddi sjálf-
ur, var miðpunkturinn í Jarðarför-
inni minni þar sem hann lék hinn
dauðvona Benedikt sem er stað-
ráðinn í því að undirbúa og halda
sína eigin glæstu jarðarför með því
að vera viðstaddur til að kveðja sína
nánustu.
„Á sama tíma er ótrúlega fallegt
að milljónir Frakka og Þjóðverja
fái tækifæri til að sjá Ladda fara á
kostum,“ segir Jón Gunnar og bætir
við að persónur þáttanna hafi ekki
sagt sitt síðasta. „Ferðalagið á þess-
um skemmtilegu persónum er rétt
að byrja og vonar maður að þetta
opni enn fleiri tækifæri fyrir þessa
dásamlegu seríu okkar.“
Döbbaða jarðarförin mín
Á meginlandi Evrópu er löng hefð
fyrir því að talsetja sjónvarpsefni
og þar eru Þýskaland og Frakkland
engar undantekningar og Hörður
segir því alls ekki útilokað að ein-
hverjar kanónur í öldungadeildum
leikara landanna verði fengnar til
þess að ljá Ladda raddir sínar.
„Ég á bara eftir að fá frekari upp-
lýsingar um það en þegar leikarar
eru komnir á þennan aldur og eiga
ef til vill langa sögu þá er alls ekki
ólíklegt að reyndir menn veljist
í hlutverk eins og Benedikts. Það
væri gaman að heyra einhverjar
goðsagnir frá þessum svæðum,
svipaða og Laddi er hjá okkur, í
þessu hlutverki.“
Brúðkaupið mitt
Jarðarförin mín er með vinsælasta
leikna efninu sem sýnt hefur verið í
Sjónvarpi Símans frá upphafi og var
um skeið á toppi þess lista. „Þangað
til þriðja sería af Venjulegt fólk sló
metið. En þeir þættir eru reyndar
líka frá okkur,“ segir Hörður og
bætir við að fyrirtækið sé þegar
byrjað að þróa framhald Jarðar-
fararinnar og þau séu Símanum
afskaplega þakklát fyrir að hafa
stuðlað að því að þessar þáttaraðir
gætu orðið að veruleika.
„Ég, Kristófer Dignus og Hekla
Elísabet Aðalsteinsdóttir erum að
skemmta okkur konunglega við
að þróa framhaldið sem ber heitið
Brúðkaupið mitt,“ skýtur Jón Gunn-
ar inn í.
„Jarðarförin hans Ladda búin,
næst á dagskrá brúðkaup. Og það
verður gaman fyrir fólk að fylgjast
með Ladda fara á kostum í þeim
undirbúningi og takast á við allar
mögulegar hindranir á leiðinni.
Ástin og ástarsambönd í mjög
víðu samhengi verða í brennidepli
í framhaldinu og nýjar persónur
banka upp á með miklum og líf-
legum látum,“ segir Jón Gunnar og
boðar Brúðkaupið mitt í Sjónvarpi
Símans Premium árið 2022.
toti@frettabladid.is
Laddi talar þýsku og
frönsku í jarðarför
Sjónvarpsstöðin ARTE hefur tryggt sér réttinn á Jarðarförinni
minni. Laddi talar því bæði frönsku og þýsku þegar hann undirbýr
jarðarför sína í hlutverki hins bráðfeiga Benedikts síðar á árinu.
ÉG SÁ ALLTAF FYRIR
MÉR AÐ ÞESSI GÓÐA
HUGMYND GÆTI FERÐAST EN
AÐ SJÁ ÞAÐ SVO RAUNGERAST
ER SÚRREALÍSKT Í MEIRA LAGI.
Jón Gunnar
TAKE AWAY
Strandgata 34
220 Hafnafjörður
kryddveitingahus.is
takeaway_frettabladid2.indd 1 22/02/2021 17:48:38
8 . A P R Í L 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R20 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð