Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.04.2021, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 08.04.2021, Qupperneq 10
Á Íslandi er fjöldi dyngja sem myndast hafa í hægfara flæðigosum þar sem lítt sprengivirk og þunnfljótandi 1.000-1.200 gráðu heit kvika streymir upp um miðlægt gosop. Dyngjur eru fagurlega formaðar og líkjast skildi á hvolfi þar sem halli jarðlaga er oftast í kringum 6-8 gráður. Stærst íslenskra dyngja er Trölladyngja í Ódáðahrauni en Skjaldbreiður (1.060 m) upp af Þingvallavatni er lítið minni. Báðir þessir eldskildir eru hálfgerð peð í samanburði við stærstu dyngjur jarðar á Hawaiieyjum sem teygja sig í allt að 4 kíló- metra hæð yfir sjávarmál, eða Ólympusfjall á Mars sem er stærsta dyngja og eldfjall sólkerfis okkar, 25 kílómetra há og 600 kílómetra breið. Skjaldbreiður er talinn um 9.000 ára gamall og myndaðist sennilega í einu gosi sem gæti hafa staðið í 50-100 ár. Hann hefur veitt óteljandi listmálurum okkar og skáldum innblástur, enda staðsetningin norðvestur af Þingvallavatni einstök. Þegar skáldið og náttúrufræðingurinn Jónas Hallgrímsson var þarna á ferð 1841 orti hann kvæði sem hann nefndi Fjallið Skjaldbreið, sem líkt og málverk Ásgríms Jónssonar og Kjarvals hafa gert fjallið ódauðlegt. Fanna skautar faldi háum, fjallið, allra hæða val; hrauna veitir bárum bláum breiðan fram um heiðardal. Löngu hefur Logi reiður lokið steypu þessa við. Ógna-skjöldur bungubreiður ber með sóma rjettnefnið. Ganga á Skjaldbreið telst ekki tæknilega erfið en endalausar hraunbreiður geta tekið á, ekki síst and- lega. Þess vegna er tilvalið að sigra þennan bungu- breiða skjöld í vorsnjó á ferðaskíðum. Algengasta gönguleiðin er um 10 kílómetrar báðar leiðir og liggur beint í suður frá gíghólnum Hrauk (605 m), en komast má að honum af Skjaldbreiðarvegi (F338), línuvegi sem tengir Uxahryggjarleið og Haukadals- heiði. Vetur og vor er línuvegurinn lokaður og þá má komast á snjó við upphaf línuvegarins vestan megin. Efst á Skjaldbreið er gaman að berja 300 metra breiðan gíginn augum en stór- kostlegast er útsýnið yfir að Þórisjökli, Hlöðufelli, Oki, Botnssúlum og Þing- vallavatni. Þarna geta allir tekið undir með Jónasi Hallgrímssyni sem í áður- nefndu kvæði kallaði Skjaldbreið með réttu „allra hæða val“. Bungubreiður ógna-skjöldur Skjaldbreiður er frægasta dyngja á Íslandi og sú næststærsta. Það var Sveinn Pálsson, læknir og náttúrufræðingur, sem gekk fyrstur manna svo vitað sé á fjallið sumarið 1792. MYND/ÓMB Skjaldbreiður, vatnslitamynd frá 1922 eftir Ásgrím Jónsson í eigu Listasafns Íslands, birt með leyfi safnsins. Hópur ferðaskíðafólks kastar mæðinni við toppgíg Skjaldbreiðs. Hlöðufell í fjarska. MYND/ÓMB Tómas Guðbjartsson hjartaskurð- læknir og náttúruunnandi og Ólafur Már Björnsson augnlæknir og ljósmyndari 8 . A P R Í L 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.