Fréttablaðið - 08.04.2021, Side 13

Fréttablaðið - 08.04.2021, Side 13
ALLT K Y N N I NG A R B L A Ð FIMMTUDAGUR 8. apríl 2021 Freyja Eilíf Draumland, myndlistar- og spákona, býður fylgjendum sínum á Instagram upp á ókeypis spádóma í næstum því beinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Listamenn eru í raun spámenn Freyja Eilíf Draumland hefur starfað sem myndlistarkona undanfarin ár en hún stofnaði Skynlistasafnið árið 2019. Freyja Eilíf hefur sótt námskeið í heilun og skyggni og á Skyn- listasafninu blandar hún samtímalistsköpun saman við yfirnáttúrulegar athafnir. 2 Fólk nýtur útivistar í vetrarfötum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands var veturinn 2020-2021 tiltölulega hlýr og þurr, og var óvenju snjólétt, sérstaklega suðvestanlands. Meðalhitinn í Reykjavík var tæplega einni gráðu hærri en meðalhiti sömu mánaða síðustu þriggja áratuga. Alhvítir dagar þessa fjóra mánuði í Reykjavík voru ekki nema níu sem er 38 dögum færra en meðaltalið frá 1991-2020. Það er því ekki að undra að margir hafi velt því fyrir sér hvort veturinn hafi hreinlega gleymt að mæta á suðvesturhorn landsins að þessu sinni. Fólk fylltist jafnvel bjart- sýni og setti vetrarfötin í geymslu og dró fram léttari yfirhafnir því vorið var mætt óvenju snemma. Páskahretið mætt En páskahretið er mætt, síðustu daga hefur snjóað í borginni og því skynsamlegt að draga aftur fram vetrarfötin og njóta þessara síðustu daga vetrar en þeim er spáð köldum þessa vikuna um allt land. Þrátt fyrir að sumardagurinn fyrsti komi eftir tvær vikur er lík- legt að það sé ögn lengra í sumarið. Það er að segja, daga þar sem dugar að ganga um í léttum sumarfötum. Það getur verið freistandi að pakka vetrarúlpunni niður og skipta henni út fyrir léttan jakka þegar komið er fram í apríl. En það er um að gera, úr því að snjórinn og frostið hafa heilsað höfuðborgar- búum, að gera það besta úr því og njóta síðustu daga vetrarins og birtunnar frá snjónum í hlýjum vetrarfatnaði. Sumarið kemur von- andi áður en langt um líður. sandragudrun@frettabladid.is Snjóléttur vetur

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.