Fréttablaðið - 08.04.2021, Síða 14

Fréttablaðið - 08.04.2021, Síða 14
og heldur þessu innan einhverra marka,“ útskýrir Freyja Eilíf. Freyja segist hafa verið að spá fyrir fólki bak við luktar dyr í dálítinn tíma en þetta er í fyrsta sinn sem hún dregur gluggatjöldin frá á þennan hátt. „Það er ákveðin yfirlýsing hjá mér að framkvæma þetta svona. Það hefur verið gert lítið úr skyggni sem kerlingarhjali yfir kaffibolla og hlegið að hvers kyns næmi sem nær út fyrir líkamlegar þarfir. Andinn eða hugurinn hefur verið skilinn út undan í sögu okkar sem einkennist af því að líkamlegur þrældómur og andleg viðvera öðrum til þjónustu sé hin æðsta dyggð. Við höfum reynslu af samfélagi sem einskorð­ ast við líkamlegt strit og við búum í slíku samfélagi. Það þarf ekki annað en að líta í kringum sig til að sjá hversu miklu er ábótavant. Bara á mínu lífskeiði höfum við tekið stór þroskaskref sem tilfinninga­ verur og það er ekki seinna vænna að bæta vitundinni inn í það mengi. Ef við styrkjum okkar innri nátt­ úru, setjum mark vitundarinnar hærra og byggjum brú milli andans og líkamans, þá trúi ég að sam­ félagið okkar muni breytast til hins betra,“ segir Freyja Eilíf. „Ég vil leggja mitt á vogarskál­ arnar í því ferli og ég geri það með mínum verkfærum sem eru þessi. Þetta er mitt framlag til samfélags á furðulegum umbreytingatímum. Mig langar að veita innsýn í það hvernig má sækja sér aukinn kraft og skýrari meðvitund og á sama tíma hljóta uppreist æru sem yfir­ náttúruleg vera. Spádómslestrarnir verða svo heimild sinnar tegundar um meðvitund okkar sem verur, í jarðlíkama sem rennur út á tíma. Til gagns, en líka til gamans. Mig grunar að einn daginn muni það þykja mjög furðulegt, að það hafi verið sérstaklega tekið fram að sumt fólk væri andlegt. Eins og það væri sérstaklega tekið fram að maður sé líkamlegur, eins og það sé ekki augljóst að við séum holdi klædd.“ Yfirnáttúruleg list Freyja lærði myndlist í Lista­ háskóla Íslands og hefur starfað sem myndlistarkona undan­ farin ár. Auk þessu hefur hún sótt námskeið í heilun og skyggni í Reykjavík, verið meðlimur í seiðkonuhring í Kaliforníu og var í árslangri starfsþjálfun hjá amerískum sjaman árið 2019. Á Skynlistasafninu sem Freyja stofnaði árið 2019 vefur hún sam­ tímalistsköpun saman við yfir­ náttúrulegar athafnir á listrænum forsendum. „Skynlistasafnið inniheldur sýningarsal þar sem settar hafa verið upp samsýningar á völdum verkum listamanna, sem og athafna­ og vinnustofurými fyrir sjálfa mig, en þar tek ég líka á móti fólki sem vill sækja sér yfirskilvit­ lega þjónustu. Ég er annars vegar myndlistarkona sem vinnur verk út frá yfirskilvitlegum leiðum og hins vegar milligöngumaður andlegrar þjónustu sem er fram­ kvæmd á listrænan hátt en svo hef ég líka verið að miðla verkum annarra listamanna með því að reka sýningarrými á þessum stað í Þingholtunum núna í sex ár, en það hét áður Ekkisens.“ Aðspurð að því hvort spádómar tengist myndlistinni segir Freyja Eilíf að uppruna myndlistar megi rekja til handverks og mynd­ lýsingar sagnfræðilegra spádóma og trúarathafna. „Myndlistin vex svo úr þeim far­ vegi og verður spádómur í eðli sínu sjálf, samferða hugmyndaþróun okkar mannanna í veröldinni eða á fremsta oddi hennar. Þannig verða listamenn spámenn að mínu mati, á ófyrirsjáanlegan hátt, hvort sem þeir ætla sér það eða ekki, hvort sem þeir eru frumkvöðlar eða innblásnir fylgjendur annarra listamanna,“ útskýrir hún. „Stundum er sagt er að samtíma­ list sé leiðandi afl en hún er líka fylgjandi afl, myndrænn hug­ myndaheimur sem við speglum okkur í og hefur áhrif á okkur með samtali okkar við lífið. Þannig endurspeglar samtímalist hvert samfélag fyrir sig, meðvitund þess og sögu. Þessu má líka lýsa sem blæbrigðum og tískustraumum og þeir listamenn sem listasagan er skrifuð eftir, hafa allir á ein­ hverjum tímapunkti unnið á móti meginstraumum. Svo breytast straumarnir og hugmyndaheimur þeirra sem starfa utan við almenna sköpun fær útbreiðslu og listræna senan fylgir og verður á endanum hluti sögunnar. Núna hefur í þó nokkurn tíma verið ákveðið tabú innan aka­ demíunnar og æðri liststofnana að blanda þessu saman, yfirskil­ vitlegu næmi og listsköpun. Það endurspeglar samfélagslega hætti okkar sem eru hannaðir að mestu leyti utan um jarðneskar þarfir, þessa gjá sem ríkir milli þess jarð­ neska og andlega og þeirri kúgun sem henni fylgir á minnihluta­ hópum.“ Búum öll yfir næmi Freyja Eilíf segist vilja sameina þetta tvennt í sinni listsköpun af persónulegum ástæðum en einnig af því hún segir að það sé í grunn­ inn þjóðernishyggja sem og kúgun á minnihlutahópum sem veldur því að næmi og yfirskilvitleiki eru forboðin í samfélaginu. „Ég vil vinna gegn því en ekki með því. Það er ekkert langt síðan fólk var brennt á báli eða smánað fyrir kunnáttu sem valdefldi það og þjóðflokkum útrýmt sem og bannað að iðka andlega vinnu sína og helgisiði, en það síðarnefnda er enn þá í gangi víða. Þó að hér á landi hafi mestmegnis karlmenn verið aflífaðir fyrir fjölkynngi, þá var það nýlendumiðuð og kristin herferð gagnvart okkar uppruna­ legu menningu, útrýmingarhyggja. Í þessari menningarlegu yfirtöku má segja að einstaklingar hafi verið sviptir sínu andlega valdi, yfir­ ráðum yfir eigin vitund og þar af leiðandi fjarlægst sitt eigið næmi. Listnám og listsköpun er eitt af því sem veitir einstaklingum færi á að skapa tengingu við sitt andlega umráð og mér finnst steinliggja að vinna gagngert með þessa tvo þætti saman í minni vinnu,“ segir hún. Aðspurð að því hvort hún hafi fæðst með spádómsgáfu segir Freyja Eilíf að hún hafi fæðst með orku sem var opin á óhefðbundinn hátt. „Þegar ég var yngri fékk ég þó bara myndir af framtíðinni í gegnum kosmíska brandara, til dæmis: „Við næsta götuhorn liggur bananahýði á gangstéttinni.“ Það tók mig tíma að komast á á þann stað að ég gæti miðlað einhverjum upplýsingum til annarra og sá lærdómur fólst í tilfinningalegum og félagslegum þroska, skilningi á mörkum mínum og annarra sem og tjáningu á töluðu máli. Ég er auðvitað enn þá að læra þetta, eins og allt annað í þessu lífi,“ segir Freyja Eilíf og bætir við að lokum: „Annars held ég að við menn­ irnir búum allir yfir einhvers konar næmi og það sé okkur eðlis­ lægt, það hafi bara orðið hornreka í þessari samfélagsgerð sem við höfum hannað. Síðan erum við auðvitað misjöfn og hver og einn þarf að læra að finna og þekkja sitt eigið næmi. En það leggja það auð­ vitað ekki allir fyrir sig.“ Þessa dagana býður Freyja Eilíf upp á gefins spádómslestra í raf­ rænni útsendingu frá Skynlista­ safninu. Þetta verður næstum bein útsending, með einnar mínútu töf svo hægt verði að birta spádómana með enskum texta. „Ég bið fólk að leggja inn spurningu í gegnum skilaboð og gef því svo á móti númerið sem það er í röðinni en mér reiknast til að ég geti tekið 15 lestra á viku. Þannig passa ég líka upp á nafnleynd í sjálfum lestrinum, þótt hann sé birtur opinberlega ásamt spurn­ ingunni, því ég númera lestrana í birtingu. Myndskeiðin af spádóms­ lestrunum eru 24 klukkustundir í myndskeiðasögunni á síðunni minni og svo vista ég þau líka, svo að hægt sé að skoða alla lestrana frá upphafi í skipulögðum og númer­ uðum dálkum. Ég hef beðið fólk um að deila plakati frá mér á móti sem auglýsir spádómslestrana, svo ég sé ekki einungis að lesa fyrir fólk sem ég þekki. Það virðist virka vel, því það takmarkar líka eftirspurnina Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@ frettabladid.is Freyja Eilíf vill sameina myndlistina og yfirskilvitlegt næmi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Freyja hefur átt tarotspil í mörg ár. Hún uppgötvaði snemma að hún skynjaði heiminn á óhefðbundinn hátt. 2 kynningarblað A L LT 8. apríl 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.