Fréttablaðið - 08.04.2021, Page 26
Sólveig Matthildur, Laufey Soffía og Margrét Rósa í Kælunni miklu völdu föstudaginn langa til þess að senda frá sér smáskífu og myndband með laginu
Sólstöður, sem er fyrsta lagið sem
frá þeim kemur síðan þriðja platan
þeirra, Nótt eftir nótt, kom út 2018.
Þær lýsa laginu sem óði til dimm-
ustu nætur ársins. „Þegar nornir
kveða upp vetraranda í frosinni
víðáttu Íslands á stysta degi ársins.
Lagið táknar styrk þríeykisins, Kæl-
unnar miklu í sinni sönnustu mynd,
knúnu áfram af kröftugri og hrárri
náttúrunni.“
Persónuna, eða hugmynd þeirra
um Kæluna miklu, segja þær bæði
lausbyggða á Kælu Tove Jansson
í sögunum um múmínálfana og
íslensku landslagi í mannsmynd.
Tækifæri í faraldrinum
Þótt nokkuð sé liðið frá því að Nótt
eftir nótt kom út, sem skilaði Kæl-
unni tilnefningu til Íslensku tón-
listarverðlaunanna sem bestu plötu
þess árs hafa stelpurnar síður en svo
setið auðum höndum.
„Við höfum ferðast með síðustu
plötu víða um heiminn frá því við
gáfum hana út og spiluðum meðal
annars með hljómsveitunum The
Cure, Pixies og Deftones og opn-
uðum fyrir Placebo á stórtónleikum
í London,“ segir Sólveig.
„Við fórum á tónleikaferðalög í
Bandaríkjunum og um Evrópu með
frönsku hljómsveitinni Alcest rétt
áður en COVID skall á. Þá vorum
við bókaðar á ýmsar hátíðir eins
og Roskilde Festival og Psycho Las
Vegas sem var því miður frestað
þannig að við notuðum því tímann
til að hefja upptökur á fjórðu plöt-
unni með Barða Jóhannssyni úr
Bang Gang.“
Fegurðin í drunganum
Kælan tók Sólstöður upp í Reykja-
vík ásamt Barða, en stelpurnar
segjast aðspurðar ekki telja að lagið
marki sérstaka stefnubreytingu hjá
þeim þótt nokkur ár séu liðin milli
platna.
„Við höfum einhvern veginn
aldrei fylgt einni ákveðinni stefnu
og frekar fylgt því sem við viljum á
þeim tíma sem við erum að semja
tónlist. Þannig eru allar þær plötur
sem við höfum gefið út alveg mis-
munandi og gætu allar f lokkast til
sitthverrar tónlistarstefnunnar.“
Laufey bendir þó á að væntanleg
plata verði kannski stærri. „Því við
höfum lært svo ótrúlega mikið á
síðustu árum. Við erum að notast
við f leiri hljóðfæri og á sama tíma
höfum við svo frábært aðgengi að
öllu því sem Barði hefur upp á að
bjóða.“
Þegar samstarfið við Barða berst
í tal segja þær það búið að vera
alveg fullkomið. „Við höfum unnið
saman núna stanslaust í nærri heilt
ár og varla hitt aðra en hvert annað
út af COVID, en það er bara búið að
ganga eins og í sögu.
Dularfullar systur
Við erum öll ótrúlega stolt af þessu
verki sem við höfum skapað saman
og það er mjög gaman að vinna
með fólki sem hefur sama smekk á
tónlist og fagurfræði og þar passa
Kælan mikla og Barði mjög vel
saman. Enda sjáum við öll það fal-
lega í því drungalega.“
Kælan sveiflar sverðum í myrkrinu
Kælan mikla kveður sér hljóðs með nýju lagi sem er fyrirboði þess sem koma skal á nýrri breiðskífu sem kemur
í kjölfar Nótt eftir nótt frá 2018. Margrét, Sólveig og Laufey segja lagið nornalegan óð til dimmustu nætur ársins.
Sólveig Matt-
hildur, Laufey
Soffía og Mar-
grét Rósa
minna helst á
hina ógurlegu
hringvoma úr
Hringadrótt-
inssögu þegar
þær sveima í
kuldanum með
merkingar-
þrungin sverð á
lofti í mynd-
bandinu við
Sólstöður.
MYND/POLA MARIA
Sólveig, Laufey og Margrét í Kælunni miklu rjúfa nokkurra missera þögn
með smáskífunni Sólstöður. MYND/YUME NO YUKARI
Fyrsta mynd-
skreytingin af
þeim sex sem
Førtifem gerðu
fyrir Kæluna
prýðir nýju
smáskífuna.
MYND/FORTIFEM
Kælan leggst yfir heiminn
Margrét, Sólveig og Laufey stofn-
uðu Kæluna miklu 2013 eftir
sigur á ljóðaslammi Borgarbóka-
safnsins. Síðan þá hefur hljóm-
sveitin fikrað sig frá ljóðrænu
gjörningapönki yfir í fínpússað
drungapopp.
Kælan mikla hefur frá upphafi
fetað ótroðnar slóðir og unnið
hart á eigin forsendum að því að
koma sér á framfæri í útlöndum
og telst nú með þekktustu
drungabylgju hljómsveita heims
og hafa komið fram á heims-
þekktum stöðum eins og Royal
Festival Hall í London, Rose Bowl
Arena í Los Angeles og Hyde Park
í London.
Þær hafa meðal annars fangað
athygli þungavigtarfólks á borð
við tónlistarmanninn Robert
Smith, úr The Cure, og leik-
stjórann Lukas Moodysson sem
notaði tónlist þeirra í þáttaröð
sinni Gösta á HBO. Þá hefur þeim
verið boðið að spila á tónlistar-
hátíðunum Roskilde Festival,
Psycho Las Vegas og Pasadena
Daydream ásamt The Cure og
The Pixies.
Seiðmögnuð dulúð svífur yfir
myndbandinu við Sólstöður, svo
ekki sé fastar að orði kveðið og
Kælurnar segja vinnuna við það
hafa verið magnaða.
Vefurinn post-punk.com fer
fögrum orðum um myndbandið
þar sem það er sagt bæði fallegt og
áhrifaríkt og að það feli í sér fögur
fyrirheit um það sem koma skal. Þá
segir að í myndbandinu bregði fyrir
heillandi myndum af dularfullu
systrunum Laufeyju, Sólveigu og
Margréti sveif landi sverðum, kal-
eikum og fleiri dularfullum táknum
í tignarlegu landslagi heimalands
þeirra.
Myrkar tilfinningar
„Þetta tónlistarmyndband var alveg
magnað ferli. Við unnum mikið í
gerð handritsins og lögðum mikla
áherslu á myndlíkingar við náttúru-
öflin,“ segja þær og bæta við að þær
hafi einnig sótt tákn úr tarot-spilum
til þess að ná fram fjölbreyttum
senum sem öðluðust þannig um leið
dýpri merkingu.
„Það var líka mjög gaman að taka
myndbandið upp. Við keyrðum
með Polu Mariu, sem leikstýrði og
tók myndbandið upp, og kærust-
unni hennar, Ester Borg, til Ólafs-
víkur þar sem við höfðum aðgang
að húsi yfir helgi.
Það var fullt tungl og mikið óveð-
ur og dagsbirtan lítil sem engin en
það er einmitt fullkomið fyrir til-
finningarnar sem við viljum koma
á framfæri.“
Kælan dularfulla
Þegar kom að myndskreytingu smá-
skífunnar segjast þær hafa fengið
til liðs við sig hið goðsagnakennda
franska teikniteymi Førtifem sem
dregur fram Kæluna miklu, per-
sónu sem hljómsveitin hefur skapað
í sínum eigin dularfulla og kalda
heimi.
„Við eignuðumst ótrúlega góða
vini á tónleikaferðalagi okkar með
Alcest í byrjun árs 2020. Ferðalagið
stóð í fimm vikur og við fengum að
kynnast öllum þeim sem tengjast
hljómsveitinni. Þar á meðal teikni-
fyrirtækinu Førtifem. Þau hafa
unnið með Alcest í mörg ár og einn-
ig hljómsveitum eins og Ramm-
stein, Gojira og Slipknot.“
Þær segjast hafa verið mjög hrifn-
ar af verkum Førtifem og hafi langað
mjög til þess að vinna með þeim,
sem hafi verið auðsótt þar sem þau
hlusti á tónlist Kælunnar og hafi því
verið til í samstarf.
„Við sendum þeim leiðbeiningar
um hvað við vildum að þau myndu
teikna fyrir okkur,“ segir Margrét
og bætir við að þegar upp var staðið
hafi teikningarnar orðið sex talsins.
„Þetta er bara fyrsta brotið af því
sem við eigum eftir að sýna.“
Smáskífan með Sólstöðum er
aðgengileg á helstu streymisveitum
og hana má meðal annars sækja á
Bandcamp og Apple Music.
toti@frettabladid.is
8 . A P R Í L 2 0 2 1 F I M M T U D A G U R18 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ