Fréttablaðið - 10.04.2021, Side 4

Fréttablaðið - 10.04.2021, Side 4
Í vetur höfum við líka fengið inn á borð hjá okkur ofbeldismál, bæði þar sem ungmenni eru gerendur og þar sem ofbeldi er á heimilum. Berglind Gunnarsdóttir Strandberg, framkvæmdastjóri Foreldrahúss TÖLUR VIKUNNAR 04.04.2021 TIL 10.04.2021 150 þúsund farþegar skemmtiferða- skipa eru áætlaðir til Reykjavíkur næsta sumar. 528 íbúa fjölgun varð í Reykja- víkurborg frá 1. desember 2020 til 1. apríl síðastliðins. 27.801 einstaklingur hefur verið fullbólusettur á Íslandi. 300 íbúðir í fjölbýli eru í byggingu á Akureyri samkvæmt talningu SI. 123 milljónum króna nemur árleg viðhalds- þörf á götum Reykja- nesbæjar. Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar fagnar því að nýjar reglur heilbrigðis­ ráðuneytisins um sóttvarnir við landamærin séu skýrari. „Að mínu mati er það jákvæð breyting að sömu reglur séu í gildi fyrir alla farþega óháð því hvaðan þeir eru að koma. Þetta virðist mun skýrara sem er mikilvægt þegar íþyngjandi reglur eru settar. Um leið eru þau að setja strangari reglur um brot á sóttkvíarreglum sem er jákvætt,“ sagði hún aðspurð um reglurnar. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins vakti umtal þegar hann greindi frá nýlegri utan­ landsferð sinni til Spánar. Á meðal gagnrýn­ enda Brynjars var Kári Stefánsson, for­ stjóri Íslenskrar erfðagreiningar, sem sagði Brynjar reka fingurinn framan í sóttvarnayfirvöld á Íslandi með óþarfa ferðalögum. Brynjar svaraði fyrir sig og sagði að utanlandsferðin hefði verið vegna veikinda í fjölskyldunni. Ewa Maria Przedpelska- Wasowicz sérfræðingur hjá Náttúrufræði- stofnun segir fjölgun frjó­ korna á höfuð­ borgarsvæðinu og Akureyri á undan­ förnum þrjátíu árum ekki vera línulega og að sveiflur séu miklar á milli ára. Nýjar tegundir frjókorna hafi bæst við frá Evrópu, sumar hverjar ofnæmisvaldandi. „Lofts­ lagið er að breytast, plöntunum að fjölga og þær blómgast fyrr,“ segir Ewa. Þrjú í fréttum Landamæri, útlönd og frjókorn COVID-19 „Það var algjör sprenging hjá okkur í haust,“ segir Berglind Gunnarsdóttir Strandberg, fram­ kvæmdastjóri Foreldrahúss, um aukningu í aðsókn til samtakanna í kjölfar kórónaveirufaraldursins. „Aukningin í kjölfar COVID var slík að ég þurfti að ráða inn mann­ eskju til að sinna öllum þeim sem til okkar leita,“ segir Berglind. Í Foreldrahúsi er boðið upp á ráðgjöf í formi viðtala og námskeiða fyrir börn og unglinga í vanda og for­ eldra þeirra. Berglind segir þau mál sem koma inn á borð Foreldrahúss jafn ólík og þau séu mörg, Um sé að ræða mál er tengist ofbeldi, neyslu, samskiptum og áhættuhegðun. „Núna erum við svolítið að bíða eftir þeim krökkum sem voru að byrja í framhaldsskóla í haust en gátu ekki mikið farið í skólann,“ segir hún, en nemendur í framhaldsskólum hafa síðastliðið ár að miklu leyti verið í fjarnámi vegna sóttvarnareglna og sam­ komutakmarkana. „Það er mikil vanlíðan hjá þess­ um krökkum,“ segir Berglind. „Í vetur höfum við líka fengið inn á borð hjá okkur of beldismál, bæði þar sem ungmenni eru gerendur og þar sem of beldi er á heimilum,“ bætir hún við. Berglind segir þráðinn stuttan hjá stórum hópi foreldra og að faraldr­ inum hafi fylgt mikið álag á fjöl­ skyldur. „Þar sem ástandið var ekki gott fyrir, þá hefur það ekki batnað í faraldrinum, það er óhætt að segja að það hafi frekar versnað.“ Hvað varðar neyslu unglinga segist Berglind hafa orðið vör við að það örli á sofandahætti hjá for­ eldrum. „Fólk er ekki alveg vakandi fyrir því hvað börnin þeirra eru að gera og að það gæti verið hættulegt,“ segir hún og tekur dæmi um neyslu á efninu Spice. „Það er kemískt efni sem erfitt er að greina og unglingar virðast vera dálítið að nota það. Um er að ræða baneitrað og hættulegt efni,“ segir Berglind. „Svo eru kannabisefni alltaf vinsæl og þau eru sterkari en áður,“ bætir hún við. Spurð að því hvað sé til ráða segir Berglind að mikilvægt sé að leita til ráðgjafa sem fyrst. „Það er betra að koma í viðtal sem fyrst í stað þess að lenda í miklum vanda,“ segir hún og hvetur foreldra til að grípa sem fyrst inn í, gruni þá að börnin þeirra séu að fikta við vímuefni eða upplifi vanlíðan. „Það er betra en að banna hitt og þetta, slíkar hótanir virka ekki,“ segir Berglind. Þá segir hún að þrátt fyrir faraldurinn hafi nánast tekist að halda allri starfsemi Foreldra­ húss gangandi. Fresta hafi þurft námskeiðum fyrir foreldra vegna plássleysis en samtökin safna nú fyrir nýju húsnæði. „Við erum í leiguhúsnæði sem okkur er ekki tryggt og því fylgir óvissa, draumurinn er að kaupa okkar eigið húsnæði,“ segir Berg­ lind. birnadrofn@frettabladid.is Fleiri leitað til Foreldrahúss eftir að faraldurinn hófst hér Aðsókn í Foreldrahús hefur aukist í faraldrinum. Framkvæmdastjórinn segir örla á sofandahætti meðal foreldra sem átti sig ekki á hættunni sem getur skapast sýni börn þeirra áhættuhegðun eða upplifi van- líðan. Þá hafi álag á fjölskyldur aukist í faraldrinum og mikilvægt sé að leita til ráðgjafa sem fyrst. Berglind hvetur foreldra til að leita sem fyrst til ráðgjafa sýni börn þeirra áhættuhegðun. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 P L U G I N T O M O R E T H E 2 0 2 1 GOÐSÖGNIN RAFMÖGNUÐ ALVÖRU JEEP I MEÐ 100% DR IFLÆSINGUM Á VERÐ I SEM Á SÉR ENGAN SAMANBURÐ OG NÚ 374HÖ/637NM T R Y G G I Ð Y K K U R B Í L Í F O R S Ö L U . V Æ N T A N L E G U R Í B Y R J U N S U M A R S . NÝR WRANGLER RUBICON 4xe PLUG- IN-HYBRID VERÐ FRÁ KR. 9.490.000* LAUNCH EDITION KR. 10.490.000* *V ER Ð M IÐ A Ð ST V IÐ G EN G I U SD 1 28 1 0 . A P R Í L 2 0 2 1 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.