Fréttablaðið - 13.04.2021, Page 6

Fréttablaðið - 13.04.2021, Page 6
ÍSBAND ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI OG SMURÞJÓNUSTA ÍSLENSK-BANDARÍSKA EHF • VERKSTÆÐI OG VARAHLUTAVERSLUN • SMIÐSHÖFÐA 5 • 110 REYKJAVÍK SÍMI 590 2323 • THJONUSTA@ISBAND.IS • WWW.ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 07:45 - 17:00 VIÐURKENNT ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI SMURÞJÓNUSTA FYRIR ALLA BÍLA FIAT HÚSBÍLAR - ÞJÓNUSTUVERKSTÆÐI ALLIR VINNA - ENDURGREIÐSLA VSK. STUTTUR BIÐTÍMI SÍMI 590 2323 UMBOÐSAÐILI SMURÞJÓNUSTA STJÓRNMÁL Þingmenn stjórnar- andstöðunnar voru harðorðir á Alþingi í gær vegna f jögurra stjórnarmála sem eru sambærileg eldri þingmannafrumvörpum. Er þar meðal annars um að ræða frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um afglæpa- væðingu neysluskammta. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, lagði fram sambærilegt frumvarp í fyrra sem fellt var. Annað er frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur um barna- níðsefni og hatursorðræðu sem Þorbjörg Gunnarsdóttir, þing- maður Viðreisnar, hafði lagt fram. Hver þingmaðurinn á fætur öðrum fordæmdi vinnubrögðin. Þau væru vanvirða við störf alþing- ismanna og hefðu valdið töfum á fullbúnum réttarbótum um allt að einu ári. „Það sem ríkisstjórnin býður okkur nú upp á er endurflutningur. Vegna þess að fólk er svo of boðs- lega fast í þeim förum að ekki megi samþykkja tillögur ef þær koma úr vitlausri átt,“ sagði Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata. Jón Steindór Valdimarsson, þing- maður Viðreisnar, sagði stjórnar- frumvörpin efnislega að minnsta kosti 95 prósent eins og eldri frum- vörp. Eitt þeirra væri í nefnd. „Okkur þingmönnum er uppá- lagt að leggja ekki fram frumvörp ef sams konar frumvarp er þegar til meðferðar hjá þinginu. Gilda ekki sömu reglur um ráðherra?“ spurði Jón. Við framsögu á frumvarpi um neysluskammta sagði Svandís að frumkvæði Pírata í því máli yrði haldið til haga. „Þetta frumvarp byggir að hluta til á þeirri vinnu og þeim umsögnum sem bárust við frumvarpinu,“ sagði ráðherra. – khg Sökuðu ráðherrana um að tefja mál og endurflytja í eigin nafni Gilda ekki sömu reglur um ráðherra? Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar VÐSKIPTI Flugfélgið Play hefur tryggt sér nýtt hlutafé frá breiðum hópi innlendra fjárfesta, meðal annars lífeyrissjóða, að fjárhæð meira en fimm milljarðar króna. Í hópi þeirra f jár festa sem munu leggja hinu verðandi f lug- félagi til nýtt fjármagn eru Stoðir, eitt umsvifamesta fjárfestinga- félag landsins, eigendur eignar- haldsfélagsins Langasjós, sem á heildverslunina Mata og fjárfest- ingafélagið Brimgarða, félagið Fiskisund, sem Einar Örn Ólafsson, fjárfestir og fyrrverandi forstjóri Skeljungs, fer fyrir, lífeyrissjóðirnir Birta og Lífsverk ásamt verðbréfa- sjóðum í stýringu Akta. Á undanförnum vikum hefur staðið yfir lokað hlutafjárútboð, sem Arctica Finance hafði umsjón með, en því lauk síðastliðinn föstu- dag þar sem fjárfestar skráðu sig fyrir samanlagt meira en 40 millj- ónum Bandaríkjadala, eins og greint var frá á vef Fréttablaðsins í gær. Hinir nýju fjárfestar að Play munu eignast mikinn meirihluta í félaginu. Þá er stefnt að skráningu félags- ins á First North-markaðinn í Kaup- höllinni, sem er áformað að verði í júní, en samhliða því hyggst Play sækja sér um 20 milljónir dala í aukið fjármagn til viðbótar. Birgir Jónsson, sem var síðast forstjóri Íslandspósts en hefur einnig starfað sem forstjóri Iceland Express og aðstoðarforstjóri WOW air, hefur tekið við sem forstjóri f lugfélagsins. Play er með vilyrði um þrjár Air- bus A321 leiguflugvélar til þess að hefja áætlunarflug til og frá Íslandi. – hae Play sækir yfir fimm milljarða Birgir Jónsson, nýr forstjóri Play. LÍFRÍKI Sérfræðingar hafa áhyggjur af miklum fjölda spendýra og sjó- fugla sem drukkna árlega í veiðar- færum við strendur Íslands. Teg- undir á válista stjórnvalda finnast iðulega í netunum og eru grásleppu- veiðar í einhverjum tilvikum helsta dánarorsök dýra í útrýmingarhættu. „Við höfum áhyggjur af meðafla í grásleppuveiðum, sérstaklega á selum, þar sem stofnarnir eru litlir hjá okkur vegna ofveiði á árum áður,“ segir Guðjón Már Sigurðsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrann- sóknastofnun. Guðjón bendir á að á árunum 2014 til 2018 hafi uppreiknaður fjöldi sela sem veiddust í grásleppunet verið 2.695 dýr. Þar af voru 1.389 landselir sem taldir eru í bráðri útrýmingar- hættu Landselastofninn er metinn vera um 9.400 dýr. Helsta dánar orsök landsela er drukknun í veiðarfærum. „Lítið sem ekkert er hægt að gera til að koma í veg fyrir að selirnir fest- ist í netunum,“ segir Guðjón. Ýmislegt hefur verið prófað. Hljóð- merki, sem virka til að mynda vel til að fæla smáhvali, höfrunga og hnísur frá netunum, hafa takmörkuð áhrif á selina „Selirnir fara bara frá í nokkra daga áður en þeir koma aftur að rannsaka málið. Þeir eru svo klárir,“ útskýrir Guðjón. Frá árinu 2019 hefur bein veiði á selum verið bönnuð nema sótt sé um undanþágu fyrir nytjaveiðar. „Selirnir sem veiðast sem með- afli í netin eru almennt ekki nýttir og detta yfirleitt úr netunum áður en þeir eru dregnir um borð,“ segir Sandra M. Granquist, deildarstjóri líffræðirannsóknarsviðs hjá Sela- setrinu. Hafrannsóknastofnun heldur utan um tölulegar upplýsingar um spendýr og sjófugla sem veiðast í grásleppunet. Tölurnar byggja á skrásetningu eftirlitsmanna Fiski- stofu sem fara með um borð í um það bil tvö prósent túra á veiðitíma- bilinu. Tölurnar eru því ekki mjög nákvæmar og þarf að uppreikna fjölda spendýra út frá þeim meðafla sem veiðist þegar eftirlitsmenn eru um borð. Þrátt fyrir að skráningarskylda sé þegar selir veiðast bendir Guð- jón á að skipstjórar skrái ekki alltaf meðaflann hjá sér og þess vegna sé heildarfjöldinn einungis reiknaður út frá tölum Fiskistofu „Skipstjórar hafa ýmsar ástæður til að skrá þetta ekki hjá sér og þess vegna geta tölurnar breyst töluvert milli ára,“ segir Guðjón. Tiltölulega nýbyrjað er að fylgjast með meðafla á kerfisbundinn hátt og erfitt að meta hvort aflinn sé að aukast eða minnka milli ára. Fjöldi spendýra sem meðafli við Íslandsstrendur vekur ekki einung- is áhyggjur sérfræðinga hér á landi. Til stóð að loka á útf lutning íslenskra fiskafurða til Bandaríkj- anna þann 1. janúar 2022 þar sem Íslendingum tókst ekki að stand- ast nýjar kröfur Bandaríkjanna í þessum efnum. Nýlega fékk Ísland ársfrest vegna heimsfaraldursins. Gafst þá auk- inn tími til að sýna að hægt væri að minnka fjöldann. Náist ekki að draga úr drápinu verður endur- skoðun á útf lutningsbanni ekki möguleg fyrr en fjórum árum eftir að bann tekur gildi í byrjun árs 2023 kristlin@frettabladid.is Selir drukkna í stórum stíl í netum grásleppuveiðimanna Íslendingar fengu frest vegna kórónaveirufaraldursins til að koma í veg fyrir dráp á selum sem meðafla fiskveiðimanna. Loka átti á innflutning fiskafurða til Bandaríkjanna um næstu áramót þar sem Íslandi hefur ekki tekist að koma til móts við kröfur í þessum efnum. Illa gengur að fæla selina frá veiðarfærum. Mikill fjöldi sela er sagður villast í net veiðimanna hér við land á hverju ári og drukkna þar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Lítið sem ekkert er hægt að gera til að koma í veg fyrir að selirnir festist í netunum. Guðjón Már Sigurðsson, sjávarlíffræðing- ur hjá Hafrann- sóknastofnun 1 3 . A P R Í L 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.