Fréttablaðið - 13.04.2021, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.04.2021, Blaðsíða 8
Kraftur, traust og árangur Hafliði Halldórsson Sími: 846 4960 Hringdu núna 520 9595 Það er alveg klár- lega hægt að finna að Lundúnabúar eru spennt- ir fyrir opnun- unum. Bryndís Silja Pálmadóttir BRETLAND „Ég fann alveg öðruvísi andrúmsloft. Ég skutlaði dóttur minni í leikskólann og það var létt- ara yfir öllum,“ segir Hólmfríður Björnsdóttir lögfræðingur sem búsett er í Manchester. Bretar tóku fyrsta skrefið í að aflétta ströngum sóttvarnareglum í gær við mikinn fögnuð landsmanna enda höfðu þær varað í rúma þrjá mánuði. Allt annað en fyrirtæki sem seldu nauð- synjavörur hefur verið lokað þar til í gær. Bryndís Silja Pálmadóttir, sem er búsett í London, hefur sömu sögu að segja. „Það voru auðvitað allir spenntir fyrir því að pöbbar og veitingastaðir yrðu opnaðir aftur. Allt er að verða eðlilegra hérna með hverjum deginum. Ég er ekki búin að fara niður í bæ en hef séð myndir af löngum röðum á Oxfordstræti og þessum stóru götum þar sem fólk er að bíða eftir að komast í búðirnar, sem eru búnar að vera lokaðar síðan rétt fyrir jól. Svo eru held ég margir glaðir að komast í klippingu og ræktina,“ segir hún. Fréttamiðlar ytra sögðu frá þess- um röðum í verslanir og að sumir hefðu jafnvel mætt á barinn þegar hann var opnaður eina mínútu yfir miðnætti enda Guinness af dælu töluvert betri en úr dósinni. Boris Johnson forsætisráðherra bað fólk að haga sér skynsamlega. „Það er alveg klárlega hægt að finna að Lundúnabúar eru spenntir fyrir opnununum og þessum breyt- ingum. Það sést bara á því að það er nánast ómögulegt að fá borð á pöbbum og veitingastöðum næstu vikurnar. Tveir af uppáhalds stöð- unum okkar í London eru uppbók- aðir á kvöldin margar vikur fram í tímann, en ætli við reynum ekki að mæta og vona það besta bara,“ segir Bryndís. Þegar hún gekk í skólann í gær- morgun virtist allt frekar venjulegt, nema auðvitað að búðir voru nú opnar og virtist nóg að gera á þeim pöbbum sem hún gekk fram hjá. „Reglurnar fram í maí eru þannig að veitingastaðir og barir geta bara boðið fólki upp á mat úti, þannig að það er auðvitað bitist mest um staði sem eru með góð útisvæði. Mér skilst líka að borgin sé að gera meira í því að aðstoða veitinga- staði og bari við að koma upp úti- svæðum. Á meðan veðrið er gott er þetta alls ekki vitlaus hugmynd og margir staðir eru komnir með hit- ara og yfirbyggð svæði ef það skyldi rigna,“ segir Bryndís. Hólmfríður og unnusti hennar, knattspyrnukappinn Jóhann Berg Guðmundsson, eignuðust barn í lok janúar svo hún var meira og minna inni hvort sem er. Ástandið hefur því ekki leikið hana mjög grátt. „Auðvitað var svolítið leiðinlegt að geta ekki farið aðeins út en að öðru leyti var þetta allt í lagi. Það verður alveg gaman að geta hreyft sig aðeins meir.“ Hún segir að breytingin sem hún hafi fundið hafi verið sú að það var meiri umferð og raðir fyrir framan allar búðir. „Ég er ekki frá því að það sé mikill léttir í lofti og fólk almennt glatt og ánægt með að það sé búið að opna.“ benediktboas@frettabladid.is Léttara andrúmsloft þegar Bretar opnuðu dyrnar á ný Bretar opnuðu verslanir, hárgreiðslustofur, líkamsræktarstöðvar og krár í gær eftir rúmlega þriggja mánaða útgöngubann. Góður andi sveif yfir Bretlandseyjar og segja tvær íslenskar konur, önnur í Man­ ch ester og hin í London, að það hafi verið merkjanlegur munur. Það var gleði í loftinu um allt England. Fólk á The Peterboat-pöbbinum naut þess að geta loksins farið út að borða hádegisverð. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Rafmyntanámur falla ekki í kramið í Innri-Mongólíu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY KÍNA Samkvæmt nýrri rannsókn, birtri í tímaritinu Nature, ógnar gröftur rafmynta í Kína þeim lofts- lagsmarkmiðum landsins að ná hámarks kolefnisútblæstri fyrir 2030 og verða að fullu kolefnisjafn- að árið 2060. Áttatíu prósent af raf- mynt eru grafin upp í kínverskum námum sem eru að 40 prósentum knúin áfram með brennslu kola. Í rannsókninni kemur fram að ef núverandi þróun heldur áfram muni kínverskar rafmyntanámur kosta loftslagið rúmlega 130 millj- ónir tonna af kolefnislosun árið 2024. Er það sambærilegt við heild- arlosun Sádi-Arabíu eða Ítalíu. Verð Bitcoin hefur fimmfaldast á árinu sem hefur leitt til meiri eftirspurnar og meiri námavinnslu. Héraðsstjórnir í héruðum sem hafa mikla kolabrennslu, eins og Innri- Mongólía, eru nú að reyna að koma rafmyntanámunum burt til þess að ná settum útblástursmarkmiðum. En þó að viðskipti með rafmyntir hafi verið gerð ólögleg í landinu til að stemma stigu við peningaþvætti er námagröfturinn enn þá leyfður. – khg Rafmyntir ógna markmiði um kolefnisjöfnuð Árið 2024 gætu kín- verskar rafmyntanámur valdið jafn miklum út- blæstri og Sádi-Arabía. SAMFÉLAG Happdrætti Háskóla Íslands segir ástæðu þess að félagið hafi neitað að af henda Samtökum áhugafólks um spilafíkn (SÁS) afrit af gögnum sem borist hafa dóms- málaráðuneytinu á tíu ára tímabili þá að gögnin innihaldi upplýsingar um mikilvæga fjárhags- og við- skiptahagsmuni. Líkt og Fréttablaðið greindi frá hyggst SÁS kæra ákvörðun dóms- málaráðuneytisins um að af henda ekki gögn um úrbætur og spilakort sem samtökin óskuðu eftir í erindi til ráðuneytisins þann 18. febrúar síðastliðinn. Samtök áhugafólks um spilafíkn hafa kallað eftir því að spilakössum á Íslandi verði lokað og hefur fjöldi fólks deilt sögum sínum um spila- fíkn og þá neyð sem hún skapar undanfarnar vikur á heimasíðu samtakanna. Ísla nd sspil og Happd r æt t i Háskóla Íslands (HHÍ) sem fara með rekstur spilakassa hér á landi hafa svarað því kalli með umræðu um spilakort sem virka þannig að spilarar spili með fyrirfram greidd- um spilakortum. Þannig megi stjórna betur þeim fjárhæðum sem spilað er fyrir. Í svari dómsmálaráðuneytis- ins við beiðni SÁS segir að sam- kvæmt upplýsingalögum skuli veita almenningi aðgang að fyrir- liggjandi gögnum en óheimilt sé að veita aðgang að gögnum um einka- eða fjárhagsmálefni einstaklinga „sem sanngjarnt er og eðlilegt að leynt fari, nema sá samþykki sem eigi í hlut“. Sömu takmarkanir gildi um aðgang að gögnum er varða mikilvæga fjárhags- og viðskipta- hagsmuni fyrirtækja. „Þetta er ástæða þess að HHÍ hefur lagst gegn því að ráðuneytið afhendi umrædd gögn,“ segir Bryn- dís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happ- drættis Háskólans, aðspurð um ástæðu þess að neitað hafi verið að af henda gögnin. – bdj Segja upplýsingarnar varða fjárhags- og viðskiptahagsmuni SÁS hyggst kæra ákvörð- un dómsmálaráðuneytisins um að afhenda ekki gögn um úrbætur og spilakort. 1 3 . A P R Í L 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.