Fréttablaðið - 13.04.2021, Síða 10
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is
Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Björk
Eiðsdóttir
bjork@frettabladid.is
Sambúðar-
fólk getur
aldrei tryggt
sér sambæri-
legan rétt og
fólk sem er í
hjúskap
samkvæmt
lögum.
Þarna er um
að ræða hóp
veiks fólks
sem kallar
yfir sig og
fjölskyldur
sínar miklar
hörmungar.
Fyrsti singúll Bítlanna, Love me do, kemur út en sveitin slær þó ekki í gegn fyrr en árið eftir. Ellý Vilhjálms skemmtir gestum í Glaumbæ, Marilyn Monroe finnst látin á heimili sínu, John F. Kennedy er forseti Banda-
ríkjanna og Ásgeir Ásgeirsson hefur setið á for-
setastóli hérlendis í áratug. Og menn höfðu aldrei
stigið fæti á tunglið.
Heimurinn árið 1962 var annar en við þekkjum
hann í dag, á tæpum sex áratugum má segja að
allt hafi breyst og þá ekki síst fjölskylduformið
sem á þeim tíma var sirka: Mamma, pabbi, barn
og bíll. Hjónaskilnaðir, sem þá voru ekki aðeins
sjaldgæfir heldur fylgdi þeim ákveðin skömm,
þykja í dag varla tiltökumál. En þrátt fyrir þessar
stórkostlegu breytingar á því hvernig við lítum
á fjölskylduna, hjónabandið og barneignir, þá
búum við enn við hjúskaparlög sem sett voru árið
1962, þegar Bítlarnir voru ekki orðnir frægir og
menn vissu ekkert hvernig umhorfs er á tunglinu.
Í helgarblaði Fréttablaðsins um síðustu helgi
mátti lesa frásögn Heiðu Bjargar Scheving sem
missti sambýlismann sinn til þrettán ára skyndi-
lega. Þau voru ógift og áttu ekki börn saman svo
systkini hans erfðu hann til fulls. Þau fóru fram
á að Heiða væri borin út af sameiginlegu heimili
þeirra sem jafnframt var vinnustaður þeirra
beggja og skaffaði þeim lífsviðurværi. Þau höfðu
ætlað að ganga í hjónaband en hann lést áður
en af því varð og hún því algjörlega réttindalaus
þegar kom að því að skipta eignum hans.
Hún ákvað að láta reyna á málið fyrir dóm-
stólum sem komust að þeirri niðurstöðu að hún
ætti rétt á helmingi eigna hans en beðið er niður-
stöðu áfrýjunar til Landsréttar. Niðurstaðan var
sannarlega eins góð og hún þorði að vona en frá
fráfalli manns hennar hefur hún staðið í stappi til
að ná fram rétti sínum. Þeim tíma hefði hún lík-
lega viljað verja í annað, fá frið til að syrgja maka
sinn og byggja líf sitt upp að nýju.
Samkvæmt Hrefnu Friðriksdóttur, prófessor
við lagadeild Háskóla Íslands, er full ástæða
til að endurmeta hjúskaparlögin og getum við
horft til hinna Norðurlandanna í þeim efnum,
þar sem hafi verið meiri umræða og breytingar.
Umræðan er að minnsta kosti klárlega þörf. Þó
svo að vel megi vera að nauðsyn krefji að munur
sé á sambúð og hjónabandi þá er mikilvægast að
fólk sé meðvitað um hvað það felur í sér að velja
annan kostinn.
Sambúðarfólk getur aldrei tryggt sér sambæri-
legan rétt og fólk sem er í hjúskap samkvæmt
lögum. Það er staðreynd sem við verðum að vera
meðvituð um enda sögur eins og Heiðu Bjargar
alltof algengar.
Við viljum eðlilega lítið hugsa út í það að við
gætum skyndilega fallið frá, það er f lestum okkar
framan af fjarlæg staðreynd.
En hún er það samt – staðreynd.
Sextíu og tvö
Rauði kross Íslands, Lands björg og Há skóli Íslands gegna mikilvægu hlutverki í samfélagi okkar enda starfa þessar stofnanir í þágu
mennta og mannúðar. Það er hins vegar alvarlegur
ljóður á ráði þeirra að þær afla sér tekna með aðferð
sem nýtir sér spilafíkn og beinlínis elur á henni. Því
verður að linna en best fer á því að þessar stofnanir
fylgi fordæmi SÁÁ og hætti þessari starfsemi sjálfvilj-
ugar. Finna verður aðrar leiðir við að fjármagna þær.
Það ætti að ýta við umræddum samtökum að aug-
ljóslega er ríkulegur vilji meðal almennings í landinu
til að þarna verði breyting á. Ríflega 85% þeirra sem
tóku afstöðu í könnun, sem gerð var fyrir Samtök
áhugafólks um spilafíkn á síðasta ári, vilja að spila-
kössum verði lokað til frambúðar. Um 70% þeirra
sem tóku afstöðu í könnuninni reyndust frekar eða
mjög neikvæð gagnvart því að starfsemi í almanna-
þágu sé fjármögnuð með spilakössum. Á þeim tíma
var rekstraraðili kassanna í eigu Rauða krossins,
Landsbjargar og SÁÁ. Eins og áður sagði þá kaus SÁÁ
að draga sig út úr starfseminni og er ég mjög stoltur
af þeirri ákvörðun vina minna hjá samtökunum.
Þegar nánar er skoðað blasir við að lítill en við-
kvæmur hópur spilafíkla stendur undir stórum
hluta þessarar fjáröflunarleiðar. Þarna er um að
ræða hóp veiks fólks sem kallar yfir sig og fjöl-
skyldur sínar miklar hörmungar. Fyrir skömmu var
greint frá því að Samtök áhugafólks um spilafíkn
hefðu ákveðið að höfða mál gegn Háskóla Íslands.
Í lögfræðiáliti sem samtökin hafa látið vinna segir
að rekstur spilakassa sé kominn langt út fyrir þá
heimild til fjárhættuspils sem Happdrætti Háskóla
Íslands er veitt í lögum. Þar segir að Happdrættið
hafi ekki heimild til þess að láta annan aðila sjá um
reksturinn og að allur ágóði eigi að renna til skólans.
Nú er ljóst að Háskóli Íslands ætlar að verjast fyrir
dómstólum. Innan Háskóla Íslands starfar sérstök
Siðfræðistofnun. Eru sérfræðingar hennar sáttir við
hvernig þessari fjáröflun er háttað? Er rétt að beita
lagahyggju við lausn siðferðilegra álitamála? Er ekki
mál að linni?
Heggur sá er hlífa skyldi
Sigurður Páll
Jónsson
þingmaður fyrir
Miðflokkinn
í Norðvestur-
kjördæmi
Sími: 561 1433
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
• Austurströnd 14
• Hringbraut 35
PREN
TU
N
.IS
NÝBAKAÐ
BRAUÐ
ALLA DAGA
.......................................
www.bjornsbakari.is
Skilgreiningaratriði
Össur Skarphéðinsson kvaddi
sér hljóðs á Facebook um helg-
ina til þess að lýsa frati á bólu-
efnið frá AstraZeneca og velti
því upp hvort ekki væri betra
að veðja alfarið á Pfizer. „Það
virðist eðal metall,“ sagði Össur
sem telur sjálfan sig í áhættu-
f lokki en hefur „engan áhuga á
að vera píndur til að opna æðar“
fyrir draslinu frá AstraZeneca.
Hægri sinnaði háðfuglinn
Baldur Hermannsson reyndi
að róa Össur í athugasemd með
þeim orðum að hann vissi ekki
hvernig Össur skilgreinir sig „en
ef þú ert ekki kona undir þrí-
tugu ættirðu að sleppa …“
Bábiljum hafnað
Baldur virðist annars nokkuð
hallur undir hörku í sóttvörnum,
ólíkt þeim órólegustu hans
megin í pólitíkinni, og lýsir á
eigin Facebook-vegg yfir að
kristaltært sé að vel upplýst
íslensk þjóð treysti vísindunum
og „liðsoddum þeirra sem eru
Þórólfur, Alma og Kári“. Þá
lýsir hann yfir sigri vísindanna
á „bábiljum, hindurvitnum og
kerlingabókum“ sem hafi verið
víkjandi í tæp 300 ár í kjölfar
upplýsingastefnunnar. „Ég tek
undir með Kára Stefánssyni:
þeim stjórnmálamönnum sem
stefna heilbrigði þjóðarinnar í
háska ber að refsa harðlega, fyrst
og fremst í prófkjörum en ef það
hrekkur ekki til, þá í kosning-
um.“ toti@frettabladid.is
1 3 . A P R Í L 2 0 2 1 Þ R I Ð J U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN