Fréttablaðið - 13.04.2021, Side 14

Fréttablaðið - 13.04.2021, Side 14
Jóhanna María Einarsdóttir johannamaria@ frettabladid.is Allar hafa þær klassískan grunn í hljóð- færaleik en eru liðtækar á ýmis önnur hljóð- færi. Hér má sjá Arngerði leika á keltneska hörpu. FRÉTTA- BLAÐIÐ/ERNIR Þetta er krassandi efni eins og margt efni frá miðöldum og eldra. Í særingarþulunni er talað um blóðvökva og að rista menn á hold. Lilja Dögg veittu geymd. Þar finnum við nótur eða naumur sem er forveri nútíma nótnaskriftar. Einnig höfum við nýtt okkur bókmenntir eins og Eddukvæði þar sem eru ekki til lag­ boðar. Þá nýtum við okkur lagboða sem passa við hryninn í kvæð­ unum. Þannig unnum við með sagnadansinn um Ingu lífstuttu fyrir nýju plötuna okkar. Við erum nýbyrjaðar að semja, en þar kemur þekking Arngerðar mjög sterk inn þar sem hún er að útskrifast úr tón­ smíðadeild LHÍ,“ segir Lilja. Vinnuferlið hjá Umbru er áhuga­ vert og getur eitt lag tekið margar vikur og mánuði að semja og útsetja fyllilega. Að sögn Lilju býr Umbra yfir ákveðnum hljóðheimi sem bindur saman nýtt efni og gamalt og gerir þeim kleift að leita í tónlistararf frá hvaða tíma sem er. „Við höfum alveg leikið okkur með vinsæla tónlist eins og No Surprises með Radiohead og fleira og aðlagað okkar hljóðheimi. Það er aldrei að vita nema eitthvað af þessu efni verði gert opinbert fljótlega,“ segir Arngerður. Krassandi og heillandi Að sögn Arngerðar ætlaði Umbra að frumflytja tvö glæný tónverk eftir hana á tónleikum í Norður­ ljósasal Hörpu 18. apríl. „Þá stóð líka til að flytja Sigurdrífumál sem við sömdum nýverið saman. Vegna COVID þurftum við að fresta tónleikunum fram í maí eða júní. Annað verkið mitt vann ég úr fornri og áhrifamikilli særingar­ þulu,“ segir Arngerður. „Þetta er krassandi efni eins og margt efni frá miðöldum og eldra. Í særingarþulunni er talað um blóðvökva og að rista menn á hold. Þá höfum við líka flutt lag sem við unnum úr heimildum um Önnu Boleyn, eiginkonu Hinriks VIII. Hann var meðal annars þekktur fyrir að myrða eiginkonur sínar, þar á meðal Önnu. Í tónverkinu lýsir Anna fangelsun sinni og við verðum vitni að hennar síðustu andartökum,“ segir Lilja. Skuggahliðar tónlistarinnar Umbra merkir skuggi á latínu, en að sögn voru hinar myrku miðaldir og skuggi fortíðar fjórmenningun­ um afar hugleikin í upphafsnótum hljómsveitarinnar. „Þó svo við séum allar mjög kátar og glaðar þá leitum við allar í dökku hliðarnar og fyrsta platan snerist um dimmar hliðar mannlegrar tilvistar. Í gegnum aldirnar hafa Íslendingar verið mun uppteknari af myrkrinu en ljósinu og í íslenskum hand­ ritum er mikið fjallað um dauða, djöful og myrkrið. Það er líka tölu­ vert meira krassandi efniviður en ljósið,“ segir Arngerður. Nafnið varð órjúfanlegur hluti af hljómsveitinni þó svo meðlimir hafi oft stigið út úr skugganum og unnið með glaðlegra efni. Þar má til dæmis nefna verk sem þær unnu upp úr heimildum um greifynjuna De Dia frá 12. öld sem var trúbador og samdi gífurlega dramatísk, djörf og allt að því erótísk ástarkvæði. Heildræn lífsstílsráðgjöf Nýjasta viðfangsefni Umbru er dulspekingurinn, abbadísin, heimspekingurinn og tónskáldið Hildegard von Bingen, sem var uppi á 12. öld. „Hún hefur fylgt okkur frá upphafi og var mikill drifkraftur í spuna mjög snemma. Fyrir stuttu komumst við að því að hún kallaði sýnirnar sínar „Umbra viventis luchis“ sem merkir endurkast hins lifandi ljóss, en þar öðlast umbra nýja merkingu sem spegilmynd eða endurkast. Það að hún noti nafnið á hljómsveitinni gerði útslagið hjá okkur og við urðum einfaldlega að vinna meira með hennar efni. Nafnið okkar er í hjarta hennar verka. Þessi kona er stórmerkileg og má segja að ef hún væri uppi í dag væri hún heildrænn lífsstílsráðgjafi. Hún fékk sýnir, vann með lækningajurtir og gerði stjörnukort. Boðskapur hennar hljómar meira að segja nútíma lífsstílsboðskapur. „Sýndu þor til að kunngera hver þú ert.“ Þetta er viðeigandi í síbyljunni sem skellur á okkur daglega, að vinna í sjálfum sér til að ná tengslum við eitthvað æðra. Hún var uppreisnarseggur sem sleit sig úr nunnuklaustri og stofnaði eigin reglu. Þá gaf hún þjóðhöfðingjum ráð og predik­ aði þó svo hún mætti það ekki vegna kyns síns. Þá samdi hún óheyrilegan fjölda af lagboðum, en samkvæmt henni var söngurinn nauðsynlegur til þess að komast í leiðslu eða trans. Við erum að fara í samstarf við Sigríði Sunnu Reynisdóttur sviðs­ hönnuð og ætlum að skapa heild­ rænan og hugvíkkandi tónlistar­ og leikhúsgjörning þar sem þessi töfranunna fær að skína í öllu sínu veldi. Þá ætlum við að leika okkur með ýmislegt eins og ilm, bragð, ljós og fleira, en á þessum tíma var meira flæði á milli listgreina en gengur og gerist í dag,“ segir Lilja. Slagsíða á þjóðlagaarfi Íslendinga Umbra fékk nýverið úthlutað úr starfssjóði listamanna í sex mánuði og mun á síðari hluta ársins vinna að nýrri plötu. Áður hefur Umbra gefið út þrjár plötur á vegum Dimmu. „Að sjálfsögðu erum við duglegar að leita í fornan íslenskan arf og verður nýja platan okkar, sú fjórða, aðallega unnin upp úr íslensku efni,“ segir Arngerður. Lilja bætir við að þar muni þær skoða kvenlegar hliðar á þjóðlaga­ arfinum. „Við ætlum að draga upp úr skúffunum efni eftir Guðnýju Jónsdóttur sem átti hörmulega ævi. Einnig munum við nýta efni eftir Látra­Björgu sem var mikill lífstöffari og sjókona. Einnig kemur Skáld­Rósa við sögu. Svo munum við draga sagnadansana fram í dagsljósið en þeir eru hluti af 14. aldar kveðskap þar sem söguhetj­ urnar eru oft konur. Þá munum við vinna með kvæði um Ingu lífstuttu og Ásukvæði. Plötuna vinnum við með Ragnheiði Jónsdóttur tón­ meistara sem tekur upp lögin en núna erum við á fullu að kokka upp efnið, krydda, bæta, breyta, endur­ vinna og henda,“ segir Lilja. „Þetta gamla efni er ótrúlega merkilegt og býður upp á enda­ lausa möguleika. Platan á að koma út í byrjun næsta árs og það má með sanni segja að við förum óhefðbundnar og fjölbreyttar leiðir á þessari nýju plötu. Við tökum bæði óþekkt efni og þekkt þjóðlög og endurvinnum á allt annan hátt en aðrir hafa gert. Þar má til dæmis nefna Grafskrift, sem margir kórsöngvarar þekkja vel, en þar leyfum við okkur að feta nýjar slóðir,“ segir Arngerður. Tónlistin hentar okkur Lilju þykir heillandi hvað þetta gamla efni er opið til sköpunar. „Tónmálið er oft á tíðum einfalt en samt skiljanlegt og aðgengilegt. Okkur finnst mikilvægt að halda á lofti þessum gamla arfi, lýsa upp menningarverðmæti og læra um það hvaðan við komum. Það er ekki bara að efnið hentar okkur, heldur hentum við sem tónlistarmenn líka þessari týpu af tónlist. Sem söngkona þá finn ég að röddin mín skilar sér vel í þessari tónlist. Guðbjörg Hlín, fiðluleikarinn okkar, er einn­ ig menntuð í upprunatónlist, Alexandra er tónlistarfræðingur og hefur mikið skoðað þetta tímabil. Sömuleiðis var Arngerður að spila í Voches Thules og fór þá fyrst að spá í þessari tegund tónlistar,“ segir Lilja. Arngerður bætir þá við: „Ég var organisti og minn bakgrunnur er píanó og orgel. En með Umbru þá fer ég að spila á keltneska hörpu, sem er eitthvað sem ég hef aldrei lært á. Það er mjög skemmtileg áskorun.“ Tæknilegur nördaskapur Umbra notar oft áhugaverðar og jafnvel að því er virðist ósamstæðar hljóðfærasamsetningar til þess að skapa einstakan hljóðheim þar sem gamli og nýi tíminn mætast á sameiginlegum grundvelli. „Við harmóníserum stundum með hljóðfæri frá mjög ólíkum tímum. Þar má nefna nútíma kontrabassa, barokk­fiðlu, kelt­ neska hörpu, indverskt harm­ óníum, langspil, skinntrommu og ýmsar flautur. Það getur oft verið flókið að stilla saman öll þessi ólíku hljóðfæri frá gjörólíkum tímum og frá mismunandi menn­ ingarheimum. Þetta virkar voða­ lega áreynslulaust á tónleikum en það getur tekið mjög langan tíma að stilla þetta allt saman og þá kemur sér vel allur þessi tæknilegi nördaskapur sem við búum allar yfir til að láta þetta allt ganga upp.“ segir Lilja. „Við lendum líka ítrekað í því á æfingum að fá snilldarhugmynd í kollinn og þá hikum við ekki við að stöðva hljómsveitina í miðju lagi til að prófa hana. Þá kemur það sér vel hvað hópurinn er þéttur og traustur og hvað við erum allar skipulagðar.“ Nánast á barmi heimsfrægðar Að sögn Arngerðar eru þær í Umbru í svipaðri aðstöðu og aðrir listamenn í COVID. „Við höfum lent í því þrívegis að tónleikaferð okkar til Hollands er frestað. Nú er stefnan tekin á október og munum við halda fimm tónleika þar. Einnig munum við halda vinnustofur og höldum námskeið um þetta forna efni sem við erum að nota. Þá segjum við frá íslenska arfinum og hvernig við byggjum efnið okkar á fornkvæðum og sagnadönsum frá Íslandi og víðar. Sömuleiðis áttum við að spila í Noregi og Svíþjóð og fleiri stöðum. En svo skall COVID á og allt datt upp fyrir og frestaðist. Við vorum komnar að dyragættinni og áttum satt að segja að vera á barmi heims­ frægðar eftir árið 2021, en það verður víst að bíða betri tíma,“ segir Arngerður og hlær. Aðalfundur ÍSTEX hf. verður haldinn miðvikudaginn 21. apríl 2021, kl. 17:00. Dagskrá 1. Almenn aðalfundarstörf samkvæmt 15. grein samþykkta félagsins. 2. Heimild aðalfundar fyrir félagsstjórn til kaupa á eigin hlutabréfum. 3. Þróunarmál og hönnun. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Ársreikningur er til sýnis á skrifstofu í Mosfellsbæ og er sendur hverjum þeim hlutahafa sem þess óskar. Í samræmi við fyrirmæli stjórnvalda til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveiru verður fyllstu varúðar gætt. Hægt verður að skrá sig á istex.hf@istex.is eða í 566 6300 til að fylgjast með fundinum rafrænt. Umboðsmenn þurfa að leggja fram dagsett og skriflegt umboð. Aðgöngumiðar og fundargögn verða afhent frá skrifstofu félagsins að Völuteig 6 í Mosfellsbæ á fundardag. Mosfellsbæ, apríl 2021. Stjórn ÍSTEX hf. 2 kynningarblað A L LT 13. apríl 2021 ÞRIÐJUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.