Fréttablaðið - 13.04.2021, Qupperneq 32
Bíllinn er 32 senti-
metrum lengri en
ID.3 og hjólhafið það
sama en sökum bygg-
ingarlagsins er hann
mun rúmbetri í farþega-
og farangursrými.
Hestöfl: 204
Tog: 310 Nm
Hröðun: 0-100 km: 8,5 sek.
Hámarkshraði: 160 km
Rafhlaða: 77 kWst
Drægi: 500 km
Eyðsla: 17,2 kWst/100 km
L/B/H: 4.584/1.852/1.631 mm
Hjólhaf: 2.771 mm
Farangursrými: 543 lítrar
Dráttargeta: 1.200 kg
Eigin þyngd: 2.124 kg
VW ID.4
KOSTIR
n Verð
n Rými aftur í
GALLAR
n Útsýni
n Mætti vera aflmeiri
Njáll
Gunnlaugsson
njall
@frettabladid.is
Reynsluakstur
Fyrsta útgáfa VW ID.4-raf-
jepplingsins er kominn í sölu
eftir nokkra bið. Þar sem áður
var óplægður akur er nú von á
talsverðri samkeppni í þessum
flokki á árinu. Það kemur sér
því vel fyrir ID.4 að vera fyrstur
í röðinni.
Þegar kemur að því hvaða nýjan
bíl fólk muni kaupa á næstu árum
stendur valið hjá mörgum um
tvennt, hvort kaupa eigi jeppling
með tengiltvinnbúnaði eða taka
skrefið alla leið og kaupa strax
rafjeppling. Hingað til hefur ekki
verið um auðugan garð að gresja
en í ár mun heldur betur rætast
úr því. Einn af þessum bílum
er Volkswagen ID.4 sem líklega
verður söluhæsti raf bíll merkisins
í framtíðinni. Volkswagen Group
hefur greinilega veðjað á það líka
því að á næsta ári verður hann
kominn í framleiðslu í fimm verk-
smiðjum víða um heim. Hann er
nú kominn til landsins í 1st Edi-
tion-útgáfu og við höfðum bílinn
til reynslu um páskana.
Sami pakkinn
Í fyrstu útgáfu bílsins kemur hann
á sama grunni og ID.3 þótt bíllinn
sé í heildina 32 sentimetrum
lengri. Sama hjólhaf er á honum og
ID.3 en sökum annars byggingar-
lags er ID.4 rúmbetri til fóta aftur
í og farangursrýmið mun stærra.
Segja má að VW ID.4 sé svipaður
að ytra máli og VW Tiguan en
hann er stærri þegar kemur að
innanrými. Sama 77 kWst raf-
hlaða er undir bílnum og sami 204
hestafla rafmótor við afturdrifið.
Þar sem ID.4 er 330 kílóum þyngri
er drægi hans aðeins minna, eða
að hámarki 500 km.
Innrétting bílsins er að mestu
leyti eins og í ID.3 nema að það er
styttra að teygja sig í takkaborðið
vinstra megin. Það tók smátíma
að venjast stafrænu mælaborði í
reynsluakstri ID.3 en nú er maður
farinn að kunna vel við hversu
fljótlegt er í raun og veru að fram-
kvæma aðgerðir, eitthvað sem
aðrir framleiðendur gætu tekið sér
til fyrirmyndar. Efnisval er einni
skör ofar í ID.4 og það eina sem
hann hefur ekki fram yfir ID.3 er
útsýnið, en þykkari bitar skyggja
aðeins á.
Aðeins aflminni
Bíllinn er nokkuð yfir tvö tonn
með stærri rafhlöðunni og það
finnst aðeins í akstrinum. Þótt
hann sé rúm 200 hestöfl er hann
8,5 sekúndur í hundraðið sem
er rúmri sekúndu seinna en litli
bróðir ID.3. Það hefði einu sinni
þótt talsvert til að stæra sig af en
í heimi raf bíla þykir það ekki há
tala. Betra er fyrir þá sem vilja
meira upptak að bíða eftir fjór-
Rúmgóður er lýsingarorðið
Volkswagen ID.4 klýfur vindinn vel og er laus við vindhljóð á langkeyrslu. MYNDIR/TRYGGVI ÞORMÓÐSSON
Með framsæti mjög aftarlega
er samt gott pláss fyrir fætur og
höfuðrými er einnig viðunandi.
Farangursrými
er 543 lítrar og
er aðgengilegt
enda opnast
stór hlerinn
mjög vel.
Mælaborðið er nánast eins og í ID.3 og er farið að venjast mjög vel.
hjóladrifsútgáfunni sem verður
með tvo rafmótora og 302 hestöfl.
Það sem hann gerir hins vegar
vel er hversu gott er að stjórna
bílnum. Hann svarar strax í
upptakinu án þess að missa sig í
einhver læti og það er auðvelt að
hafa stjórn á inngjöfinni, bæði
við upptak og þegar rafmótorinn
bremsar bílinn niður. Hann liggur
vel í beygjum og það er eins og
það votti fyrir yfirstýringu ef lagt
er snöggt á hann sem vel útfærð
skrikvörnin temprar alveg um
leið. Loks er hann hljóðlátur eins
og raf bíla er háttur en einnig laus
við vindhljóð á langkeyrslu.
Gott verð
Grunnverð ID.4 í Pure City-útgáfu
með 52 kWst rafhlöðu er 5.290.000
kr. en bíllinn sem við höfðum til
prófunar var ID.4 Pro Perform-
ance, sem með 77 kWst kostar
frá 6.490.000 kr. Verður verðið að
teljast gott miðað við grunnverð
Mercedes-Benz EQA hér annars
staðar í blaðinu sem er 6.790.000
kr. Pro Performance-útgáfan er
þó sá bíll sem miða ætti saman-
burðinn við. Fleiri samkeppnisað-
ilar eru væntanlegir, sumir á þessu
ári eins og Ford Mustang Mach-E
og það styttist líka í fjórhjóladrifs-
útgáfu ef einhverjum finnst aflið í
þessum ekki nóg.
Framúrskarandi
ferðafjölskylda!
Komdu í heimsókn og skoðaðu skemmtilega,
sparneytna og örugga ferðabíla Kamiq
Verð frá 3.990.000 kr.
Karoq
Verð frá 5.590.000 kr.
Kodiaq
Verð frá 7.290.000 kr.
Dráttargeta
2,5 tonn!
HEKLA · Sími 590 5000 · Laugavegur 170 · hekla.is/skodasalur
10 kynningarblað 13. apríl 2021 ÞRIÐJUDAGUR