Fréttablaðið - 13.04.2021, Side 39

Fréttablaðið - 13.04.2021, Side 39
HVÍTANES Merínó hálsklútur Kr. 4.990.- MÁR Tveggja laga regnjakki Kr. 18.990.- VIÐEY Hanskar Kr. 3.300.- Embla Thermore® Ecodown® dúnjakki kr. 17.990.- ATLI Softshell buxur Kr. 17.900.- HELLY HANSEN Bowstring kk skór Kr. 22.990.- HELLY HANSEN M Odin Minimalist Kr. 32.990.- BRIMNES Meðalþykkir göngusokkar Kr. 2.150.- SALEWA Firepad 16 BPi Kr. 9.990.- SALEWA MS Dropline GTX Kr. 29.990.- SNÆDÍS Prjónað ennisband Kr. 2.990.- Vinir fá sérkjör Skráning á icewear.is Þín útivist - þín ánægja CrimeFest-glæpasagnahátíðin í Bretlandi hefur opinberað hvaða bækur eru tilnefndar til verðlauna hátíðarinnar í ár. Marrið í stiganum eftir Evu Björgu Ægisdóttur er tilnefnt sem frum- raun ársins en bókin kom út hjá Orenda Books í fyrra. Eva Björg hlaut fyrst allra Svartfuglinn – glæpasagnaverðlaunin sem Yrsa Sigurðardóttir og Ragnar Jónas- son stofnuðu til í samvinnu við útgefanda sinn, Veröld, árið 2019. Alls eru fimm nýliðar tilnefndir til CrimeFest-verð- launanna og eru þar á meðal The Thursday Murder Club eftir hinn þekkta sjón- varpsmann Richard Osman en hún var þaulsætin á metsölu- listum í Bretlandi í fyrra og The Man on the Street eftir Trevor Wood sem hlaut einn- ig nýliðaverðlaun Gull- rýtingsins þar í landi. Það er því ljóst að Eva Björg keppir við miklar kanónur um þessi eftir- sóknarverðu verðlaun. „Þetta er frábært. C r i me Fe s t e r e i n stærsta glæpasagnahátíðin í Bret- landi þannig að ég er mjög ánægð,“ sagði Eva Björg þegar blaðamaður hafði samband við hana. Spurð hvort hún geri sér vonir um að vinna svarar hún: „Richard Osman er tilnefndur og honum hefur geng- ið gríðarlega vel með sína fyrstu bók. Hann er mjög þekktur og hefur því ákveðið forskot. Ég vona samt vitanlega að dómnefndin verði mér hliðholl.“ Bretar hafa tekið Marrinu í stiganum opnum örmum. Gagn- rýnandi The Times sagði að „þessi framúrskarandi fyrsta skáldsaga Evu Bjargar væri ekki aðeins safarík ráðgáta heldur líka hrollvekjandi lýsing á því hvernig skrímsli verða til.“ Þá sagði einn helsti glæpa- sagnasérfræðingur Englendinga, Barry Forshaw, í Financial Times: „Eva Björg Ægisdóttir sýnir hér og sannar að hún er jafn mikill snill- ingur í þessari kuldalegu list og starfsbræður (og -systur) hennar. Elma er ógleymanleg og flókin per- sóna,“ og glæpasagnahöfundurinn Ann Cleeves sagði: „ Að d áendu r nor- rænna glæpasagna munu kunna að meta þessa heillandi frum- raun. Hún er þaul- hugsuð, blæbrigðarík með geðþekkri aðal- persónu og ber með sér fyrirheit um fleiri magnaðar sögur.“ Eva Björg hefur nú sent frá sér þrjár glæpasögur á jafn m ö r g u m á r u m . Stelpur sem ljúga kom út 2019 og Næturskuggar 2020. Hún vinnur nú að sinni fjórðu bók sem kemur út hjá Veröld í haust. Allar bækur hennar, einnig sú sem hún er að skrifa núna, hafa verið seldar til Bretlands. Stelpur sem ljúga kemur út í Bretlandi í sumar. „Þetta hefur gerst ótrúlega hratt og gefur mér mikið,“ segir Eva Björg. Velgengnin í Bretlandi hefur greitt fyrir samn- ingum í öðrum löndum. Stórt bóka- forlag í Frakklandi hefur til dæmis keypt útgáfurétt að bókum hennar og Marrið í stiganum kemur út þar í sumar. Á meðal annarra höfunda sem tilnefndir eru í hinum ýmsu flokk- um CrimeFest-verðlaunanna eru Peter James, Ian Rankin, Robert Galbraith og Anthony Horowitz. Það var verðlaunaþýðandinn Vic- toria Cribb sem snaraði Marrinu í stiganum yfir á ensku. Marrið í stiganum tilnefnt sem frumraun ársins í Bretlandi Kona fer í gönguferð – 799 kílómetrar – 34 dagleiðir er ný ljóða-bók eftir Hönnu Óla-dóttur. Umfjöllunar-ef ni ljóða nna er gönguferð sem kona fer eftir hinum heilaga Jakobsvegi á Spáni. Nokkuð sem Hanna gerði í tveimur hlutum, árið 2016 og 2017. Tákn fyrir lífsgönguna Spurð hvaða áhrif það hafi haft á hana að ganga Jakobsveginn segir Hanna: „Það að ganga þessa leið hafði mjög djúp áhrif á mig. Þarna hafði ég tíma til að hugsa og vera með sjálfri mér án þess að vera truf luð. Þetta var dálítið eins og að vera í annarri vídd. Ég lýsi því á einum stað í bókinni að þegar konan er á gangi er um leið eins og hún horfi á líf sitt á Íslandi úr hliðar- veruleika. Það sem er svo áhrifamikið við að ganga þessa leið er að allir ganga í sömu átt. Gangan er tákn fyrir lífs- gönguna. Fyrsti hluti göngunnar, fjallgangan, er fæðingin og ung- dómsárin, það er erfiðasti hlutinn. Miðjan er sléttan þar sem reynir á úthaldið og í síðasta hlutanum sér maður í mark en vill samt ekki að gangan endi. Það var búið að segja mér að á síðustu 100 kílómetrunum yrði mikið fjölmenni því það er nóg að ganga þá vegalengd til að fá syndaaflausn. Þarna var gríðarlegt fjölmenni og mikið af Asíubúum. Ég fékk sterka tilfinningu fyrir því að vera hluti af mannkyninu og fann svo greinilega hversu margir hafa gengið þarna í gegnum tíðina.“ Ákveðin heilun Þetta er önnur ljóðabók Hönnu en árið 2019 kom ljóðabókin Stökk- brigði. Hún segir að sú bók hefði ekki orðið til nema vegna þess að hún gekk Jakobsveginn. „Það opnuðust ákveðnar gáttir og sú ljóðabók varð til. Hún fjallar um barnsmissi, ég missti tvö börn, eins og hálfs og tveggja ára, úr óútskýrð- um erfðasjúkdómum sem herjuðu á þau. Slíkt áfall er stórt fyrir eina tilf inningaveru. Mér fannst ég verða að gera eitthvað meira við þær tilfinningar en að láta þær bara velkjast um í höfðinu. Ljóðin settu missinn í stærra samhengi og gáfu tilfinningunum þann sess sem þær áttu skilið. Þannig að sú ljóðabók var ákveðin heilun. Ég reyndi þó að skrifa hana þannig að hún væri ekki einungis lýsing á persónulegri reynslu,“ segir Hanna sem bætir við að þau hjónin hafi í framhaldinu ættleitt tvö börn. „Eftir að ég orti Stökkbrigði fór Jakobsvegurinn að leita mjög á mig. Kona fer í gönguferð fjallar samt ekki um mig þótt hún sé vissu- lega byggð á reynslu minni. Í fyrsta ljóðinu er konan til dæmis svipt ökuréttindum sínum en það hefur aldrei hent mig!“ Þetta var dálítið eins og að vera í annarri vídd Kona fer í gönguferð er ljóðabók eftir Hönnu Óladóttur þar sem fjallað er um gönguferð sem kona fer eftir hinum heilaga Jakobsvegi á Spáni. Hanna gekk þessa leið í tveimur hlutum. ÉG FÉKK STERKA TILFINNINGU FYRIR ÞVÍ AÐ VERA HLUTI AF MANNKYNINU OG FANN SVO GREINILEGA HVERSU MARGIR HAFA GENGIÐ ÞARNA Í GEGNUM TÍÐINA. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Þarna hafði ég tíma til að hugsa og vera með sjálfri mér, segir Hanna Óla- dóttir ljóðskáld um gönguna. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI CRIMEFEST ER EIN STÆRSTA GLÆPA- SAGNAHÁTÍÐIN Í BRETLANDI ÞANNIG AÐ ÉG ER MJÖG ÁNÆGÐ. Þetta er frá- bært, segir Eva Björg um tilnefninguna. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13Þ R I Ð J U D A G U R 1 3 . A P R Í L 2 0 2 1

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.