Börn og menning - 2016, Page 5
5„Mér finnst svo gaman að vera svona hrædd!“
Náði hún því naumlega
neðan í þess fót.
Náði hún því naumlega
neðan í barn;
hún dró það út um dyrnar
og dustaði við hjarn.
Hún dró það út um dyrnar
og dustaði við fönn;
ætla eg að úr því hryti
ælítil tönn.
Ætla ég að úr því hryti
augað blátt.
Hún kallaði með kæti
og kvað við svo hátt.
Hún kallaði með kæti:
Kindin mín góð;
þetta hefir þú fyrir
þín miklu hljóð.
Þetta hefir þú fyrir
þitt breka stát,
maklegast væri
ég minnkaði þinn grát.
Maklegast væri
ég minnkaði þinn þrótt,
og ókindin lamdi það
allt fram á nótt.
Og Ókindin lamdi það
í þeim stað,
þangað til um síðir,
þar kom maður að.
Þangað til um síðir
þar kom maður einn.
Upp tók hann barnið,
og ekki var hann seinn.
Upp tók hann barnið
og inn í bæinn veik,
en Ókindin hafði sig
aftur á kreik.
(Íslenskar gátur, skemmtanir, vikivakar og þulur
IV 1898:171)1
Náttúruleg heimkynni hræðsluvættanna eru nátengd
jörðinni; í hólum og steinum, í klettum og fjöllum, í
hellum og ofan í jörðinni eins og á við um Ókindina,
en einnig ofan í djúpi vatna og sjávar. Þar ríkir eilíft
myrkur sem á sér ef til vill samsvörun í myrkustu hugar-
fylgsnum manneskjunnar. Þessi heimkynni vættanna
eru utan hins siðmenntaða heims og þar ríkir óreiða,
óhugnaður, siðleysi og dauði.
Flestar hræðsluvættir eru afskræmdar á einhvern hátt.
Þótt þær hafi að nokkru leyti mannsmynd þá eru þær
oft dýrslegar í útliti að nokkru eða miklu leyti eins og
til dæmis Grýla sem hefur hófa í stað fóta. Kynjadýrið
nykur sem býr í vötnum og sjó lítur út eins og hestur
en er afskræmdur á þann hátt að hófar hans snúa aftur.
Stundum er óhugnaðurinn formlaus og bara talað um
andardrátt á glugga. Ímyndunarafli barnsins var þá látið
eftir að forma óhugnaðinn sem tekur ólátabelgi. Sama
gildir um Ókindina, við vitum lítið annað en að hún
er ljót. Við vitum ekki með vissu hvort hún er karlkyns
eða kvenkyns því samheitin vættur og ókind geta verið
hvort sem er og sama á við vættir sem eru dýr.
Barnafælur af svipuðu tagi eru til víða um lönd. Í
þessu breska kvæði má sjá dæmi um eina slíka sem er
einskonar sambland af Ókindinni og Grýlu:
Baby, baby, naughty baby,
Hush, you squalling thing, I say.
Peace this moment, peace, or maybe
Bonaparte will pass this way.
Baby, baby, he´s a giant,
Tall and black as Rouen steeple,
And he breakfast, dines, rely on´t,
Every day on naughty people.
1 Stafsetning hefur verið færð til nútímahorfs.