Börn og menning - 2016, Blaðsíða 6

Börn og menning - 2016, Blaðsíða 6
Börn og menning6 Baby, baby, if he hears you, As he gallops past the house, Limb from limb at once he´ll tear you, Just as pussy tears a mouse. And he´ll beat you, and he´ll beat you, And he´ll beat you all to pap, And he´ll eat you, eat you, eat you, Every morsel snap, snap, snap. (The Oxford Dictionary of Nursery Rhymes 1997:66−67) Óvætturin sem hér er lýst er tröll og dýrslegt eðlið kemur fram í því að hún ber börnin í spað, slítur þau í sundur lim fyrir lim og étur. Ekki kemur þó fram hvar hún býr heldur fer hún um á stökki eins og hestur (er kannski með hófa eins og Grýla?) og hirðir óþæg börn hvar sem hún finnur þau. Hér er óvætturin nefnd Bonaparte með tilvísun í stríðið við hinn franska Napóleon Bonapar- te. En líklega hefur hún skipt um nafn á mismunandi tímaskeiðum í sögu Bretlands og dregið nafn sitt af óvininum hverju sinni (Opie og Opie 1997:67). Fyrr á öldum var mikið lagt upp úr skilyrðislausri hlýðni og það átti ekki eingöngu við um börn. Hót- anir um grimmilegar refsingar voru notaðar til að auka líkurnar á æskilegri hegðun og viðurlög við brotum, jafnvel smávægilegum, gátu verið mjög hörð. Í kristi- legu efni sem ætlað var börnum, til dæmis í kverinu sem þau áttu að læra fyrir ferminguna, á átjándu og nítjándu öld, var hlýðni eitt af lykilhugtökunum. Börn áttu að sýna foreldrum sínum skilyrðislausa hlýðni, sömuleið- is vinnufólk húsbændum sínum og konur áttu að vera mönnum sínum undirgefnar. Í Lærdóms-Bók í Evangel- ískum kristilegum trúarbrøgdum, handa Unglíngum, sem nefnt var til styttingar Balleskver eftir höfundi sínum Nicolai E. Balle Sjálandsbiskupi og gefið var út í Leirár- görðum árið 1796, segir meðal annars: Börnin eiga að heiðra foreldra sína, og hlýða þeim í öllu góðu, elska þakka og þjóna þeim, og vera þeim til gleði með góðu og siðsamlegu framferði (bls. 120). Rétt er þó að taka fram að foreldrar og húsbændur áttu að sýna undirsátum sínum sanngirni og virðingu. En þeim bar líka skylda til að refsa fyrir óhlýðni. Boðberar upplýsingastefnunnar á sautjándu og átj- ándu öld fordæmdu sögur af tröllum og yfirnáttúrleg- um óvættum sem hræddu börn og unglinga, enda var þá barist við að útrýma hjátrú og hindurvitnum meðal fólks. Þessi siðbót upplýsingarinnar átti sér líka skjól í stjórnskipunum hins opinbera og í tilskipun frá Dana- konungi, svo nefndri „Forordning um hús-vitjanir á Íslandi“, frá árinu 1746, segir: Presturinn skal það alvarlegasta áminna heimil- isfólkið að vakta sig fyrir ónytsamlegum sögum og ólíklegum ævintýrum og uppdiktum, sem í landinu hafa verið brúkanlegar, og öngvanveginn líða, að þær séu lesnar eða kveðnar í þeirra húsum, so að börnin og þeir uppvaxandi villist ekki þar af (bls. 537). Það er hnykkt á þessu í annarri tilskipun frá sama ári sem nefnist „Tilskipan um hús-agann á Íslandi“. Þar er húsráðendum hótað gapastokk eða harðara straffi ef ekki er farið eftir þessu banni (bls. 567). En sjálfir beittu forkólfar upplýsingarinnar hræðsl- unni sem vopni í ríkum mæli þótt með öðrum for- merkjum væri. Um það bera sögurnar í Sumargjöf handa börnum sem út kom 1795 glöggt vitni. Í bókinni eru 57 laustengdar smásögur, allar þýddar. Þar er gengið mjög langt í að hræða börn og unglinga frá óhlýðni og slæm- um siðum og ekki hikað við að hóta ægilegum örlögum og jafnvel dauða ef út af er brugðið. En það eru ekki óvættir sem hótað er með heldur er reynt að nýta þekk- ingu barna á raunveruleikanum sem ógn, svo sem veik- Hótanir um grimmilegar refsingar voru notaðar til að auka líkurnar á æskilegri hegðun og viðurlög við brot- um, jafnvel smávægilegum, gátu verið mjög hörð.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.