Börn og menning - 2016, Side 7
„Mér finnst svo gaman að vera svona hrædd!“ 7
indi, fátækt og dauða. Í einni sögunni er til dæmis sagt
frá matvöndum dreng sem geldur matvendninnar með
lífi sínu enda gilti sú hugmyndafræði í barnauppeldi að
ekki mætti spilla börnum með eftirlæti.
Það eimdi lengi eftir af þessum hræðsluáróðri í
barnauppeldi og viðvörunarævintýrin og barnasögur
sem samdar voru á nítjándu öld eru til vitnis um það.
Litlu breytti þótt áhrifa rómantísku stefnunnar gætti þá
í ríkara mæli og hugmyndir um bernskuna sem sérstakt
æviskeið ryddu sér til rúms. Hlýðni og refsing héldu
áfram að haldast í hendur í barnauppeldi. Sögur í anda
upplýsingarinnar héldu áfram að verða til og þrátt fyr-
ir aukinn áhuga á ævintýrum og aukið umburðarlyndi
gagnvart þeim var boðskapur þeirra í raun hinn sami.2
„Ókind þoldi illa spaug“
Löngu mun aflagt að hóta börnum með Grýlu ef þau
eru óþæg og reyndar veit enginn hversu algengt slíkt
var fyrr á tíð. En það þurfti ekki að hóta börnum til að
hræða þau, það gat verið nóg að heyra sagt frá óvætt-
unum til finna fyrir hræðslu eða heyra farið með kvæði
á borð við „Ókindarkvæði“. En sögur af meinvættum
geta líka verið til skemmtunar.
Grýla hefur lifað ágætu lífi í barnabókum frá því að
hún birtist þar fyrst í kvæðakveri Jóhannesar úr Kötlum
Jólin koma, árið 1932. Þar eru þau Grýla og Leppalúði
sögð dauð því ekki séu lengur til óþekk börn. En þó
er betra að vara sig og börnin eru beðin að haga sér
vel áfram svo þau skötuhjúin lifni nú ekki við aftur:
2 Lesa má nánar um uppeldisstefnu og ævintýri í Dagný Krist-
jánsdóttir (2001), „Blóðug fortíð …“, í Börn og menning 16,
2:26−33. Sjá einnig Dagný Kristjánsdóttir (2015) Bókabörn,
einkum bls. 22−66.
„Nú íslensku börnin / þess eins ég bið / að þau láti ekki
hjúin / lifna við“ (bls. 8) segir í lokaerindi kvæðisins
um Grýlu. Kvæðakverið hefur notið mikilla vinsælda og
hefur verið endurútgefið margsinnis svo ætla má að nær
hvert mannsbarn á Íslandi þekki það. Það var snjallt
hjá Jóhannesi að halda opnum möguleikanum á nýju
lífi Grýlu og það greiddi henni leið inn í barnabækurn-
ar. Líklega er þó Grýla einna eftirminnilegust eins og
hún birtist Vísnabókinni sívinsælu sem fyrst kom út árið
1946 en hefur, eins og Jólin koma, verið gefin út mörg-
um sinnum. Þar eru þulur og vísur um þessa illræmdu
óvætti og síðast en ekki síst lífseig mynd af Grýlu eftir
myndskreyti bókarinnar, Halldór Pétursson.
Grýla hefur svo birst nokkuð reglulega í barnabókum
Í einni sögunni er til dæmis
sagt frá matvöndum dreng
sem geldur matvendninnar
með lífi sínu
Mynd Halldórs Péturssonar af Grýlu sem finna má í
Vísnabókinni.