Börn og menning - 2016, Blaðsíða 8

Börn og menning - 2016, Blaðsíða 8
Börn og menning8 fram á þennan dag, misillskeytt og stundum hefur gætt tilhneigingar til að milda hana. En þar sem óvætturin fær að leika frjálst samkvæmt dýrslegu eðli sínu er reynt að slá ýmsa varnagla og skapa fjarlægð til að hræða börn- in ekki um of, enda eru flestar þessara bóka myndabæk- ur fyrir yngri börn. Þá er sagan til dæmis látin gerast í draumi eins og í Ævintýri á aðfangadag (1993) eftir Árna Árnason eða fyrir langa löngu þegar afi var lít- ill eins og í Grýlusögu (1999) Gunnars Karlssonar og Ævintýrinu um Augastein (2003) eftir Felix Bergsson. Það er líka til að höfundur beiti fyndni og óvætturin sé gerð hlægileg eins og í bók Gunnars Helgasonar, Grýla (1997). Þar er Grýla reyndar ekki öll þar sem hún er séð og vissara að gæta sín (Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir 2004:14−16). Fátt bendir til annars en að Grýla sé enn tiltölulega sterk í barnamenningunni og hún er mikil- vægur hluti af lifandi hefð tengdri jólum, bæði ein og sér og sem móðir jólasveinanna. Ólíkt mörgum öðrum óvættum sem fá makleg málagjöld í sögulok þá stendur Grýla allt af sér þótt hún hafi ef til vill misst af girnilegri bráð og hún er sprellifandi í lok hverrar sögu, tilbúin í annan slag í næstu bók. Minna hefur farið fyrir Ókindinni en Grýlu í barna- efni. Þó brá svo skemmtilega við í ljóðabók Þórarins Eldjárns, Gælur, fælur og þvælur (2007) að þar spratt Ókindin fram sprellifandi bæði í kvæði Þórarins og ekki síður í myndinni sem fylgir eftir Sigrúnu Eldjárn. Eins og Þórarinn hefur áður gert í kvæðum um óvættir, til dæmis um þann illræmda draug Þorgeirsbola í „Þor- geirsboli snýr aftur“ (Óðfuga 1991) og þau Grýlu og Leppalúða í samnefndu kvæði (Heimskringla 1992), gerir hann þessar meinvættir hlægilegar og því engin ástæða til að hræðast. Hann snýr upp á illsku þeirra og hlutverk; Grýla og Leppalúði fara í háskólann og nema uppeldis- og kennslufræði en konan sem Þorgeirsboli ætlar að hræða sér bara í honum nautakhakk og segir: „Namm og takk“ (án blaðsíðutals). Kvæði Þórarins Eldjárns um Ókindina heitir „Barn í dalnum“: Barn í dalnum datt í gat, djúpt og kalt og skrítið. Ókindin sem undir sat uppáklædd því bauð í mat. Barnið mælti: − Jæja? Jú, jamm, hvað er í matinn? Ókind svarar: − Það ert þú, þess vegna ég slefa nú. Barnið sagði hvergi hrætt: Ókindin eins og hún birtist í Gælur, fælur og þvælur.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.