Börn og menning - 2016, Síða 10

Börn og menning - 2016, Síða 10
Börn og menning10 úr hræðslunni. Eldri börn segja hvert öðru krassandi sögur sem þau hafa heyrt eða lesið. Þau horfa líka saman á ógnvekjandi kvikmyndir og endursegja óhugn- anleg atriði úr þeim. Þau bregðast við voðaatburðum úr fjölmiðlum með því breyta þeim í sögur sem þau segja hvert öðru. Að fara saman í andaglas er líka þekkt hjá eldri börnum og þjónar sama tilgangi. Allt þetta fer oftast fram utan þess heims sem hinir fullorðnu stjórna í lífi barna sinna, til dæmis þegar foreldrarnir eru ekki heima, í útilegum og skálaferðum. Nýlegar íslenskar fantasíur fyrir unglinga eru stútfull- ar af ógnum og þar valsa um stórhættulegar manneskjur jafnt sem vættir eða skrímsli sem misþyrma, drepa og jafnvel éta fólk eins og raunin er til dæmis í Vetrarfríi (2015) eftir Hildi Knútsdóttur sem nýverið fékk Fjöru- verðlaunin. Og vættir sem sækja fyrirmyndir í íslenskt þjóðtrúarefni, eins og til dæmis Ókindin, ganga ljós- um logum í Drauga-Dísu (2015) eftir Gunnar Theo- dór Eggertsson. Slíkar bækur hafa lengi verið vinsælar víða erlendis en fer nú ört fjölgandi hér á landi. Þar er sannarlega ekki verið að hlífa lesendum við óhugnaði og bækurnar eru mjög spennandi. Það er mikill munur á því að upplifa hræðslu að eigin frumkvæði í öruggum aðstæðum, hvort sem er í ein- rúmi eða á meðal jafningja, eða búa við það að foreldrar eða aðrir fullorðnir beiti óhugnanlegum hræðsluvætt- um sem sagðar eru til í raunveruleikanum, til að hræða börn til hlýðni og æskilegrar hegðunar. Barnið átti þá enga vörn gegn slíkri utanaðkomandi ógn, hana var ekki að finna þar sem hennar átti að vera að vænta, í faðmi mömmu og pabba. Það er áhugavert, eins og sænski þjóðfræðingurinn Bengt af Klintberg hefur bent á, að nú þegar það er ekki lengur talið til viðurkenndra uppeldisaðferða að hræða börn, skuli þau hafa þróað með sér sína eigin spennusagnahefð í þeim tilgangi að upplifa hræðslu. Hann segir að þetta megi túlka þannig að þörfin fyrir að upplifa spennu og læra á sín eigin hræðsluviðbrögð sé sameiginleg öllum börnum og óháð menningarlegum aðstæðum (Bengt af Klintberg 2000:37). Hræðslan sem Grýla og Leppalúði í túlkun Sigrúnar Eldjárn.

x

Börn og menning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.