Börn og menning - 2016, Blaðsíða 11
11„Mér finnst svo gaman að vera svona hrædd!“
Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir. 2004. „Er hún gamla Grýla dauð?
Ímynd Grýlu í barnabókum“. Hrafnaþing 1, bls. 5−19.
Árni Árnason. 1993. Ævintýri á aðfangadag. Myndir Halldór
Baldursson. Mál og menning, Reykjavík.
Árni Björnsson. 2010. Íslenskt vættatal. [1. útg. 1990.] Mál og
menning, Reykjavík.
Balle, Nicholai E. 1796. Lærdóms-Bók í Evangelískum kristilegum
trúarbrøgdum, handa Unglíngum. Einar Guðmundsson og
Hannes Finnson þýddu. Leirárgörðum.
Bengt af Klintberg. 2000. „Barns Rädslor förr og nu“. Børn og
rædsel. Tidskrift for Børne- og Ungdomskultur 42, bls. 23−38.
Dagný Kristjánsdóttir. 2001. „Blóðug fortíð… Um uppeldis-
stefnu og ævintýri“. Börn og menning 16, 2:26−33.
Dagný Kristjánsdóttir. 2015. Bókabörn. Íslenskar barnabók-
menntir verða til. Bókmennta- og listfræðistofnun / Háskóla-
útgáfan, Reykjavík.
Felix Bergsson. 2003. Ævintýrið um Augastein. Myndir Halla
Sólveig Þorgeirsdóttir. Mál og menning, Reykjavík.
„Forordning um hús-vitjanir á Íslandi“. Hirschholms-sloti
þann 27. Maji Anno 1746. 1973. Alþingisbækur Íslands 13.
1741–1750, bls. 529–540. Ritstjóri Gunnar Sveinsson.
Sögufélag, Reykjavík.
Gunnar Helgason. 1997. Grýla. Myndir Þórarinn Gunnarsson
Blöndal. Bókaútgáfan Hólar, Akureyri.
Gunnar Karlsson. 1999. Grýlusaga. Skrípó, Reykjavík.
Gunnar Theodór Eggertsson . 2015. Drauga-Dísa. Vaka-
Helgafell, Reykjavík.
Hildur Knútsdóttir. 2015. Vetrarfrí. JPV, Reykjavík.
Íslenskar gátur, skemmtanir, vikivakar og þulur IV. 1898. Þulur og
þjóðkvæði. Ólafur Davíðsson safnaði. Hið íslenzka bók-
menntafélag, Kaupmannahöfn.
Jóhannes úr Kötlum. 1983. Jólin koma. Myndir Tryggvi Magnús-
son. Mál og menning, Reykjavík.
King, N., Ollendick, T. H. og Helnick, A. L. 1997. „Children’s
nighttime fears“. Clinical Psychology Review 17, 4:431−443.
Opie, Irene og Opie, Peter (ritstj.). (1997). The Oxford Dict-
ionary of Nursery Rhymes. Oxford University Press, Oxford.
Sumargjöf handa börnum. 1795. Guðmundur Jónsson þýddi og
staðfærði. Leirárgarðar.
Tamm, Maare. 2003. Barn och rädsla. Studentlitteratur, Lund.
The Oxford Dictionary of Nursery Rhymes. 1997. [1. útg. 1951.]
Ritstjórar Iona og Peter Opie. Oxford University Press,
Oxford.
„Tilskipan um hús-agann á Íslandi“. Hirschholms-sloti þann 3.
Junii Anno 1746. 1973. Alþingisbækur Íslands 13. 1741–1750,
bls. 563–577. Ritstjóri Gunnar Sveinsson. Sögufélag, Reykja-
vík.
Vísnabókin. 1983. Símon Jóh. Ágústsson valdi vísurnar. Myndir
Halldór Pétursson. [1. útg. 1946.] Iðunn, Reykjavík.
Þórarinn Eldjárn. 1991. Óðfluga. Myndir Sigrún Eldjárn. Forlag-
ið, Reykjavík.
Þórarinn Eldjárn. 1992. Heimskringla. Myndir Sigrún Eldjárn.
Forlagið, Reykjavík.
Þórarinn Eldjárn. 2007. Gælur, fælur og þvælur. Myndir Sigrún
Eldjárn. Vaka-Helgafell, Reykjavík.
Heimildir
börnin framkalla hvert hjá öðru er raunveruleg og getur
orðið mjög sterk, en hún framkallast í hópnum þar sem
allir eru öruggir og allir lifa af. Hver einstaklingur öðlast
þannig reynslu af því hvernig er að vera hræddur og
hvernig hann bregst við í þeim aðstæðum. Það er mjög
mikilvæg reynsla og veitir barninu visst öryggi: „Ég veit
að ég verð hrædd, en ég veit líka að ég ræð við það.“
Litla stúlkan sem vitnað var til hér í upphafi og vildi
fá að hlusta á Pétur og úlfinn af því að henni þótti svo
gaman að vera hrædd, var einmitt að læra á sín eigin
hræðsluviðbrögð í öruggum aðstæðum með jafnöldrum
sínum og leikskólakennara og gat þess vegna tiltölulega
róleg upplifað spennuna og hræðsluna þegar úlfurinn
gleypti öndina og þegar Pétur var að fanga úlfinn. Hún
gat því með sanni sagt að henni fyndist gaman að vera
hrædd.
Fantasíurnar fyrir unglinga með sínum óvættum og
illmennum, bækurnar fyrir yngri börnin um Grýlu og
kvæði Þórarins Eldjárns um Ókindina og aðrar óvættir
gegna mikilvægu yfirfærsluhlutverki og þroska börn og
efla þegar vel tekst til; þær framkalla spennu og hræða,
svona mátulega, en skemmta líka. Og þá er til einhvers
skrifað og lesið.
Höfundur er lektor í íslensku við
Menntavísindasvið Háskóla Íslands.