Börn og menning - 2016, Qupperneq 13
13Ófreskjan innra með þér
„Hann réðst á minni máttar“
Einar Áskell liggur uppi í rúmi megnið af bókinni
og getur ekki sofnað. Andvökur eru virkilega and-
styggilegar en Einar Áskell vakir og vakir því honum
„finnst svo ónotalegt í herberginu“, eins og þar sé eitt-
hvert skrímsli. Lesendur sjá hvernig pilturinn liggur
pinnstífur í rúminu, með hendur niður eftir síðum,
grafalvarlegur í framan með uppglennt augun. Opn-
an er öll kuldalega blá og í gegnum hálfopinn glugg-
ann sést myrkrið og stjörnurnar. Ástæða óttans skýrist
þegar Einar Áskell rifjar upp atburði nýliðins dags:
Hann hafði verið að spila fótbolta og tókst að skjóta
alveg „æðislega harðkýldu ÞRUMU-SKOTI!“ sem fór
svo langt að boltastrákurinn, lítill smápolli, sagðist ekki
finna boltann. Einar Áskell trúði ekki boltastráknum
og við sjáum hvernig hann kúrir sig nú ofan í koddann
og skotrar augunum í átt að hugsanablöðrunni þar sem
hann sjálfur bendir ásakandi á logandi hræddan smá-
pollann og öskrar að hann eigi að finna boltann eins
og skot! Viðskiptum Einars Áskels og smápollans lauk
á þann hátt að sá stærri lamdi þann minni með kreppt-
um hnefa „beint í smettið“. Það rann blóðdropi úr nefi
pollans sem hljóp háskælandi í burtu.
Áfram liggur Einar Áskell í bólinu í myrkvuðu her-
berginu og það er klifað á því aftur og aftur að hann
hafi ráðist á minni máttar. Eftir því sem hann hugs-
ar meira um viðskipti sín við meintan boltaþjóf, þeim
mun stærra verður skrímslið uns það verður að stórri
og hryllilegri ófreskju og Einar Áskell þorir ekki fyrir
sitt litla líf að gægjast undir rúm. Myndirnar segja hins
vegar aðra sögu og lesendur sjá að undir rúmi liggur
ekki ófreskja heldur ósköp venjulegur köttur með gul-
ar glyrnur. Smám saman tekst Einari Áskeli að sefa
skrímslið þegar hann ákveður að hann ætli að vera góð-
ur við smápollann og gefa honum leikfangabílinn sinn.
Daginn eftir finnst litli strákurinn þó hvergi og þegar
Einar Áskell leggst upp í rúm á ný verður skrímslið enn
stærra. Það hreyfir sig og másar undir rúmi á meðan
Einar Áskell hugsar hvað eftir annað um höggið og
blóðið, sem vætlaði úr nefi smápollans, eykst stöðugt
eftir því sem hann veltir málunum meira fyrir sér. Loks
kemst hann að ógnvekjandi niðurstöðu: Kannski smá-
Einar Áskell hugsar hvað eftir
annað um höggið og blóðið,
sem vætlaði úr nefi smápollans
eykst stöðugt eftir því sem hann
veltir málunum meira fyrir sér.