Börn og menning - 2016, Page 14
Börn og menning14
pollinn sé hreinlega dá-
inn! Næstu nótt, þegar
Einar Áskell liggur dauð-
þreyttur uppi í rúmi eftir
að hafa leitað að smápoll-
anum árangurslaust allan
daginn gerir hann sér
grein fyrir að þetta var
alls ekki smápollanum að
kenna! Daginn eftir kemur Einar Áskell auga á fórnar-
lamb sitt og verður alveg óskaplega feginn. Smápollinn
er það hins vegar ekki og hleypur logandi hræddur í
burtu. Næst þegar Einar Áskell leggst upp í rúm bólar
ekkert á skrímslinu og hljóðin sem hann heyrir: „Iss,
það er bara pabbi að bauka eitthvað frammi í eldhúsi.“
Morguninn eftir rætist svo heldur betur úr málum
þegar Einar Áskell og smápollinn hittast í búðinni og
sættast og Einar Áskell viðurkennir að boltinn einfald-
lega týndist, það hafi ekki verið neinum að kenna.
„Skrímslið borðaði mömmu mína og pabba
minn!“
Bjartur í Skrímslinu litla systir mín hefur það óskaplega
gott. Hann er sólargeisli foreldra sinna og nýtur allrar
þeirrar athygli og ástúðar sem hann fær frá þeim en,
eins og við vitum mætavel, varir ekkert að eilífu. Lítil
vera hefur tekið sér bólfestu í maga mömmu og svo,
eftir að mamma hefur gubbað og gubbað mánuðum
saman og verið hræðilega illt í maganum, koma þau
pabbi heim með litla,
krumpaða grenjuskjóðu!
Mamma og pabbi full-
yrða að þetta sé litla
og sæta systir hans en
Bjartur veltir því fyrir sér
hvort þau séu eitthvað
veik – „Sjá þau ekki að
þetta er skrímsli?“
Bjartur er sá eini sem sér hlutina eins og þeir raun-
verulega eru. Litla skrímslið er teiknað með svörtum
lit, óreglulegt að forminu til - eins og flókabendill með
hendur og lappir - og með galopinn munn þar sem sést
í stórar og oddhvassar tennurnar en nákvæmlega svona
hefur Bjartur, sem er listfengur drengur, sjálfur teiknað
skrímslið í bókina sína. Lesendur fá að sjá sannleikann,
hvernig skrímslið hefur spriklað í maganum á mömmu
garminum, hvernig það orgar í vöggunni og étur brjóst
mömmu af áfergju allan veturinn. Bjartur hefur þungar
áhyggjur af þessu öllu saman, hvernig skrímslið bók-
staflega étur mömmu sem virðist vera alveg sama. Allir
horfa á skrímslið ástúðlegum augum, enginn sér það
sem Bjartur sér – enginn vill horfast í augu við sann-
leikann.
Skrímslið rífur og tætir, eyðileggur myndirnar hans
Bjarts og að lokum hefur það étið bæði pabba og
mömmu! Bjartur heitir því að ná mömmu og pabba úr
maga skrímslisins og það hefst ótrúlegt ævintýri þar sem
Bjartur og skrímslið svífa um á skýjum, hátt yfir manna-
byggðum. Allt fer þó öðruvísi en ætlað er og einhvern
Skrímslið rífur og tætir,
eyðileggur myndirnar hans
Bjarts og að lokum hefur það
étið bæði pabba og mömmu!