Börn og menning - 2016, Side 16

Börn og menning - 2016, Side 16
Um draugagang gildir hið sama og önnur menningar- fyrirbæri: hann dregur mjög dám af því samfélagi þar sem hann verður til og er þar af leiðandi í stöðugri þróun. Tuttuguogfyrstualdarmaður sér ekki sams kon- ar vofur og langalangafi hans á 19. öld, hvað þá mið- aldamenn. Enn fremur mótar hvert samfélag sína eigin drauga og þeir eru ekki endilega eins og draugar ná- grannalandanna. Þetta sést vel ef bornar eru saman íslenskar aftur- göngusögur frá miðöldum og svipaðar sögur frá Mið- Evrópu. Evrópskir miðaldadraugar eru svipir og ekki mjög holdlegir, en þeir íslensku eru þvert á móti ófreskj- ur af holdi og blóði, ekki ósvipaðir austur-evrópskum vampírum. Þannig þarf Grettir að glíma við Glám og brjóta á bak aftur og finnur sannanlega fyrir líkama draugsins eða tröllsins en það er raunar ekki óalgengt að vísað sé til hinna ódauðu á miðöldum með báð- um þessum orðum þegar tröll gat í senn verið draug- ur, galdramaður eða óvættur í fjöllum. Á þessum tíma eru draugar sannarlega ekkert gamanmál og hið sama gildir um zombía eða vampírur nútímans. Segja má að grundvallaruppistaðan geti verið sú sama í gamalli íslenskri draugasögu og hrollvekju nútímans og meðal annars svipar ýmsum helstu nútímaóvættum ekki lítið til fornra drauga og trölla. Á bak við draugagang af þessu tagi má reikna með eins konar samfélagslegri eða andlegri ókyrrð. Draugar spretta iðulega úr djúpri óhamingju eða ófullnægju af einhverju tagi. Í því liggur kynngi draugasagna: oftar en ekki ná þær að verða táknmynd fyrir afar raunverulegan vanda eða erfiðleika sem vandasamt er að rökræða en fantasían nær að myndgera. Nútímaungmennið engum háð En það eru líka til annars konar draugasögur og einni slíkri kynntist sá er þetta ritar í bernsku. Árið 1977 hóf göngu sína á Íslandi teiknimyndasagnaflokkurinn Hin fjögur fræknu, í kjölfar Ástríks og Tinna. Þessar bækur urðu fljótlega mjög vinsælar og komu 26 bindi út á ár- unum 1977–1990 en á þeim árum var veldi evrópsku teiknimyndasagnanna einna mest – og varla nokkru barnaafmæli lauk öðruvísi en að hluti gesta hyrfi niður- sokkinn í að lesa þann bókakost afmælisbarnsins sem ekki var að finna heima. Sá er þetta ritar varð snemma mikill aðdáandi hinna fjögurra fræknu og safnaði bók- Hver er hræddur við drauga? Ekki hin fjögur fræknu! Ármann Jakobsson

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.