Börn og menning - 2016, Blaðsíða 21

Börn og menning - 2016, Blaðsíða 21
Hrollsbækurnar (e. Goosebumps) eftir R. L. Stine eru afþreyingarbókmenntir fyrir börn og unglinga sem nýta sér menningararf hrollvekjufrásagnarinnar ásamt öðrum frásagnarminnum. Bækurnar endurvinna ýmis kunnugleg þemu og efni fyrir unga lesendur og setja á svið nýjar útgáfur af þekktum frásögnum, skrímslum og óvættum. R. L. Stine er gífurlega afkastamikill höfund- ur og einsog kemur fram í inngangi nýlegrar bókar í flokknum, Kvikmyndarinnar (2015), hefur hann skrifað meira en hundrað tuttugu og fimm bækur undir merkj- um Goosebumps. Nýlega tók Bókabeitan til við að gefa út valdar bækur úr flokknum undir heitinu Hrollur. Þrjár eru nú þegar komnar út og eru þær umfjöllun- arefni þessarar greinar. Kvik- myndin er fyrsta bókin í Hrolls- seríunni en það er Birgitta Elín Hassel sem þýðir hana. Önnur í röðinni er Hefnd garðdverganna (2015) í þýðingu Mörtu Hlínar Magnadóttur og sú þriðja er Sá hlær best - sem síðast hlær (2015) sem Ingibjörg Valsdóttir þýðir. Hver bók í bókaflokknum er sjálfstæð og er ný aðal- persóna kynnt til sögu í hverri bók. Þær eru jafnan börn eða unglingar sem lenda í ævintýralegum atburðum og þurfa að kljást við alls konar hryllileg skrímsli sem valda usla og setja hversdagslega tilveru þeirra úr skorðum. Þrátt fyrir hryllinginn er einnig slegið á létta strengi í bókunum og húmor notaður til að létta spennuþrung- ið andrúmsloftið. Hryllingurinn er fantasíukenndur á köflum og tengist jafnvel töfrum eða hinu óútskýran- lega. Kvikmyndin hefur ákveðna sérstöðu því Stine er ekki höfundur hennar heldur var gerð kvikmynd upp úr heimi Hrollsbókanna og í framhaldinu var svo gefin út bók sem byggði á kvikmyndinni. Sögupersónur hennar hafa sjálfar lesið Hrolls- bækurnar og þar að auki er höfundur bókaflokksins, R. L. Stine aukapersóna í bókinni. Í Kvikmyndinni sleppa óteljandi óvættir og ófreskjur af blaðsíð- um handrita Hrollsbókanna og Hryllingur og húmor Hrollsbækur R. L. Stine og endurvinnsla á kunnuglegum þemum fyrir unga lesendur Elín Björk Jóhannsdóttir Þrátt fyrir hryllinginn er einnig slegið á létta strengi í bókunum og húmor notaður til að létta spennuþrungið andrúmsloftið.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.