Börn og menning - 2016, Blaðsíða 22

Börn og menning - 2016, Blaðsíða 22
Börn og menning22 leika lausum hala í heimi sögupersónanna. Þar er því hinum ólíku skrímslum bókaflokksins safnað saman í eina æsilega sögu. Bókabeitan hefur því valið að gefa fyrst út bók sem kynnir lesendur fyrir fjöldanum öll- um af skrímslum áður en þau koma fyrir í sínum eigin sögum. Í Kvikmyndinni birtist til dæmis snjómaðurinn ógurlegi, hrekkjóttu garðdvergarnir úr annarri bókinni í flokknum á íslensku, risavaxið skordýr sem nefnist bænabeiða, slímklessa sem gleypir allt sem á vegi henn- ar verður og varúlfurinn úr Fúafeni. Ef til vill er þó mikilvægust af öllum - alltént fyrir framgang sögunn- ar - búktalaradúkkan Skellur sem einnig kemur fyrir í Sá hlær best - sem síðast hlær. Skellur tekur einmitt yfir inngang Stine í upphafi Kvikmyndarinnar og lesendur rennir í grun að hann muni koma aftur við sögu síðar í bókinni því hann lýsir eftirfarandi yfir: „Ég leit bara inn til að segja ykkur frá því hver raunveruleg stjarna myndarinnar er. Hér er smá vísbending, það byrjar ekki á R.L. Hahaha. Njótið bókarinnar, þið öll. Ég er viss um að það verður gaman fyrir ykkur að komast að því hver hlær síðast.“ (K:án blaðsíðutals) Þó að bækurnar séu ætlaðar yngri lesendum eru þær varða á leið þeirra yfir í heim fullorðinsbókmenntanna. Þær eru hrollvekjur sem nota húmor til að létta and- rúmsloftið og ofbeldinu er haldið innan marka. Aftur á móti halda þær hrollinum í lesendum gegnum alla frásögnina einsog fjallað verður um hér á eftir. Það er viss togstreita á milli Hrollsbókanna og hefðbundinna barnabóka sem endurspeglast í lýsingu Garps, vinar Zach í Kvikmyndinni sem lýsir Hrollsbókunum þannig: „Barnabækur eiga að hjálpa manni að sofna [...] Þessar halda fyrir manni vöku alla nóttina.“ (K:43) Börn og fullorðnir Í Hrollsbókunum eru sambönd barnanna við hina full- orðnu mikilvæg í tengslum við hina hryllilegu atburði sem svo eiga sér stað í bókunum. Það eru börnin og/ eða unglingarnir sem eru í brennidepli því þau upp- lifa einatt hið ótrúlega og lenda í klóm skrímslanna á meðan hinir fullorðnu eru grunlausir. Undantekningu á þessu er þó að finna í Kvikmyndinni því Stine þekkir skrímslin sín betur en nokkur annar og efast ekki um tilvist þeirra einsog aðrir fullorðnir. Í Kvikmyndinni er fjölskyldan fámenn. Eftir andlát föður síns neyðist söguhetjan Zach til að flytja frá New York borg til smábæjar með móður sinni og fjallar sagan öðrum þræði um samband þeirra mæðgina. Þau flytja inn í húsið við hliðina á húsi R. L. Stine þar sem hann býr með dóttur sinni Hönnu. Zach og Hanna virðast dragast hvort að öðru en Stine reynir að koma í veg fyrir samneyti þeirra. Hann reynir einnig að einangra Hönnu frá umheiminum, meðal annars með því að meina henni að sækja skóla. Samband Zachs og móður hans speglar samband Stine og Hönnu því sem ung- lingar verða þau að mestu leyti að lúta ákvörðunum og duttlungum foreldranna. Sú hugmynd að foreldrarnir geti jafnvel verið hryllilegustu óvættirnar liggur eins og rauður þráður gegnum Kvikmyndina, einsog þegar Zack hugsar: „Þótt henni fylgdi hræðilegt skrímsli og enn hræðilegri pabbi var ég ekki tilbúinn til að kveðja Hönnu að eilífu.“ (K:62) Í sambandi Stine og Hönnu sést glöggt að þörf foreldra fyrir að vernda börnin Þær eru hrollvekjur sem nota húmor til að létta and- rúmsloftið og ofbeldinu er haldið innan marka.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.