Börn og menning - 2016, Blaðsíða 24

Börn og menning - 2016, Blaðsíða 24
Börn og menning24 tengsl systranna ýkja árekstrana sem verða milli þeirra, og erfið ar tilfinningar aukast jafnvel enn frekar með tilkomu búktalarabrúðanna en þær veita þeim þó líka ákveðna útrás. Hryllingsþemu Skrímsli Hrollsbókanna eru af ýmsum toga eins og sést á fjölbreyttu skrímslaúrvali Kvikmyndarinnar. Sum eru skelfileg frá fyrstu sýn meðan önnur afhjúpa myrkar hliðar þegar líður á söguna. Bæði garðdvergarnir og búktalarabrúðurnar Skellur og Viðar kallast á við þá fantasíu barna að dauðir hlutir séu lifandi eða lifni við. Í heimi R. L. Stine er sá draumur hreinasta martröð. Þegar Skellur birtist í upphafi Sá hlær best - sem síðast hlær er ekki laust við að hann virki strax óhugnanlega á lesendur. Krista heldur fyrst að dökkhært höfuðið og líflausir útlimir tilheyri barni og skelfingu lostin spyr hún í framhaldinu hvort það sé lifandi. (SHB:13) Linda stríðir systur sinni fyrir að hafa haldið að brúðan væri barn, bæði sjálf og í orðastað Skells. Þrátt fyrir að Linda taki miklu ástfóstri við Skell eru snemma blikur á lofti í því sambandi því Linda starir „í skærblá augu brúðunn- ar. Henni brá svolítið við að brúðan virtist stara á móti, sólarljósið blikaði í augum hennar og brosið var breitt og íbyggið“. (SHB:18) Það leikur því ákveðinn vafi á því hvort Skellur og Viðar séu dauðir hlutir eða lifandi og að vissu leyti sveiflast þeir þarna á milli. Það er öðru fremur þetta sem vekur óhug lesenda. Við fyrstu sýn virðast garðdvergarnir í Hefnd garð- dverganna ekki hættulegir en annað kemur í ljós þegar þeir byrja að hrella nágrannafjölskyldurnar tvær. Dvergarnir líkjast „litlum gömlum mönnum. Þeir voru tæpur metri á hæð og mjög þybbnir. Með stingandi rauð augu og há uppmjó eyru. Munnurinn sveigðist í breitt kjánalegt glott. Groddalegt brúnt hárið stóð beint upp af höfðinu“. (HG:34) Mindý mótmælir því harðlega frá upphafi að faðirinn fjárfesti í dvergunum, finnst þeir ógeðslegir og virka illir. (HG:35) Dvergarnir sem koma með fjölskyldunni heim, þeir Skari og Kátur, eru vissulega hvimleiðir vegna uslans sem þeir valda en það er mergðin sem gerir garðdvergana virkilega hrylli- lega. Skari og Kátur plata börnin með sér í garðskrauts- verslunina þar sem 600 dvergar til viðbótar bíða þeirra (HG:109) og öll sund virðast börnunum lokuð. Bækurnar veita ákveðna lausn á þeim hryllingi sem þær varpa fram en þrátt fyrir lausnina verður viss um- snúningur í lokin. Þegar lesandinn heldur að öll kurl séu komin til grafar kemur í ljós að persónurnar eru í raun ekki hólpnar og hafa jafnvel farið úr öskunni í eldinn. Það er þessi formúla sem tengist einna helst Hrollsnafninu því lesandinn er skilinn eftir með hroll- inn í stað þess að upplifa létti yfir farsælum endalokum. Í Hefnd garðdverganna tekst börnunum að losa sig við garðdvergana en í staðinn fær faðirinn sér górillu til að standa vaktina við hlið dádýrsins. Krakkarnir eru ánægðir með þessa þróun, „[þ]að er allt skárra en þess- ir garðdvergar“ hugsar Jói (HG:127) en í sama mund og hann snýr sér við veifar górillan til hans. (HG:127) Það kemur ekki í ljós fyrr en á síðustu blaðsíðu Sá hlær best – sem síðast hlær að Skellur er í raun aðal skrímsli bókarinnar. Þá fyrst átta systurnar – og lesendur – sig á að það er ekki bara Viðar, búktalarabrúða Kristu, sem er með lífsmarki heldur Skellur líka: „„Hey, þræll, eruð þið búnar að losa mig við hinn gaurinn?“ spurði brúðan djúpri röddu. „Ég hélt að hann ætlaði aldrei að fara!“ (SHB:134) Í lok Kvikmyndarinnar stendur Stine fyrir utan sýningarskápinn sem geymir ritvélina sem hann skrifaði allar bækur sínar á og sem á þátt í því að ófreskjurnar hans eru gæddar töfrum og geta sloppið úr bókunum. Stine gælir við tilhusunina um að setjast aft- ur við ritvélina og skrifa nýja sögu en þá taka lyklarnir á henni að hreyfast. Það sem ritvélin stafar hlýtur lesandi Kvikmyndarinnar að túlka sem titil næstu Hrollsbókar: „Hefnd ósýnilega drengsins“. (K:147)

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.