Börn og menning - 2016, Blaðsíða 25
25Hryllingur og húmor
Tvífarar
Eins og áður hefur komið fram eru Krista og Linda í
Sá hlær best - sem síðast hlær tvíburar: „En vegna þess
hve líkar þær voru tókst þeim mjög oft að gera hvor
aðra alveg snælduvitlausa“. (SHB:9) Eineggja tvíburar
eru náttúrulegir tvífarar og tvíburasysturnar eru sífellt
að skilgreina og ítreka mörkin á milli sín, mörk sem
eru ekki endilega sýnileg öðrum. Þegar þær finna búk-
talarabrúðuna Skell ofan í ruslagámi tekur Linda strax
ástfóstri við hana og hið nýja áhugamál, búktalið. Það
er ekki fyrr en eftir að Krista eignast sína eigin búk-
talarabrúðu, Viðar, að fjör tekur að færast í leikinn.
Lengst af leikur þó vafi á því hvort það sé önnur systir-
in sem stendur á bak við hrekkina. Linda lætur Skell
nefnilega þrífa í úlnliðinn á Kristu þegar hún er and-
vaka um miðja nótt. Kristu bregður mikið og Linda
gerir grín að henni fyrir að hafa haldið að brúðan hafi
gripið í sig. (SHB:29) Framanaf heldur Linda því að
Krista sé að hefna sín með hrekkjunum og skemmdar-
verkunum sem fylgja í kjölfarið. Togstreitan í sambandi
systranna eykst í jöfnu hlutfalli við stríðnina. Hliðstæð-
urnar í búktali systranna eru áberandi því Linda notar
Skell upphaflega til að segja það sem hún má ekki segja
sjálf og á sama hátt segir Viðar það sem hefði mátt vera
ósagt í óþökk búktalara síns, Kristu.
Í Kvikmyndinni er að finna annað tvífarapar þar
sem tengsl R. L. Stine og Skells eru orðuð með bein-
um hætti. Brúðan er tvífari Stine og segist þekkja hann
betur en höfundurinn þekki sjálfan sig: „Af því þú ert
ég.“ (K:115) Stine staðfestir þessa fullyrðingu Skells
síðar í bókinni: „Skellur veit alltaf hvert ég fer [...] Af
því hann er ég.“ (K:122-23) Hinn illi tvífari er þekkt
minni í menningunni, ekki síst í kvikmyndum og af-
þreyingarefni. Illi tvífarinn getur staðið fyrir myrkari
hlið persónuleikans og hættan við hann er auðvitað sú
að hann gæti tekið alveg yfir og orðið ráðandi. Skellur
og R. L. Stine eru einn og hinn sami samkvæmt Kvik-
myndinni og Skellur heldur því fram að hann þekki alla
myrkustu óra Stine og að þeir deili öllu (K:115). Skellur
kallar Stine pabba því einsog aðrar óvættir bókaflokks-
ins er hann sköpunarverk R. L. Stine. Tengsl þeirra
virðast sérstaklega mikil og er Skellur öðrum framar
skapaður í mynd Stine. Það er því sérstaklega áhrifa-
ríkt þegar Stine lýsir tvífara sínum á eftirfarandi hátt:
„Þú varst að sleppa lausri illgjarnri, eyðandi, grimmri,
snilldargáfaðri búktalarabrúðu með Napóleonsheil-
kenni.“ (K:68) Skellur er líklega hryllilegasta óvætturin
í bókunum: Hann vill ekki drepa heldur drottna. Í því
samhengi er lýsing Stine á upphafi höfundarferils síns
áhugaverð: „Hinir krakkarnir fleygðu grjóti í gluggann
hjá mér og uppnefndu mig [...] Svo ég fór að búa mér
til minn eigin vinahóp - skrímsli, djöfla, púka - sem
hrelldu bæinn sem ég bjó í og alla krakkana sem gerðu
grín að mér.“ (K:63) Ritstörfin eru þannig leið varnar-
lauss barns til þess að öðlast vald. Það sem greinir Kvik-
myndina frá hinum bókunum er hvernig hún leikur
sér með sjálfsmeðvitund textans og þar með hvatann
fyrir því að skrifa bækur einsog Hrollsseríuna. Und-
ir lok bókarinnar er dregið fram annað tvífarapar því
Zach þarf að taka við keflinu frá Stine sem segir: „Mér
er orðið ljóst að ástæðan fyrir því að Hanna tengdist
þér svona fljótt er sú að það er eitthvað við þig sem lík-
ist mér. Ég veit þú getur þetta, Zach. Ljúktu sögunni.“
(K:126) Þannig á Stine bæði illan tvífara í Skelli og já-
kvæða hlið sem endurspeglast í Zach.
Kjarninn í Kvikmyndinni eru skrímsli og óvættir
í skáldskap og sérstaklega í höfundaverki R. L. Stine
þangað sem efniviðurinn er sóttur. Þegar börnin ná
skrímslunum aftur inn í bækurnar breytast þau í það
sem skapaði þau, blek á blaðsíðunni: „Eftir því sem
skrímslið nálgaðist bókina því ógreinilegra varð það,
næstum eins og það væri að bráðna í ... blek?“ (K:55)
Enda þótt Hrollsbækurnar séu afþreyingarbækur fyrir
ungt fólk eru þær á sama tíma kynning á bókmenntum,
menningu og þemum og þær takast á við ýmsa kunnug-
lega þætti í lífi barna með húmor og hrylling að vopni.
Heimildir:
Alexander, Scott og Larry Karaszewski. 2015. Hrollur:
Kvikmyndin. Byggt á handriti eftir Darren Lemke.
Kynning og inngangur R. L. Stine. Þýð. Birgitta Elín
Hassel, Bókabeitan, Reykjavík.
Stine, R. L. 2015. Hrollur: Hefnd garðdverganna. Þýð.
Marta Hlín Magnadóttir, Bókabeitan, Reykjavík.
Stine, R. L. 2015. Hrollur: Sá hlær best - sem síðast hlær.
Þýð. Ingibjörg Valsdóttir, Bókabeitan, Reykjavík.
Höfundur er bókmenntafræðingur.