Börn og menning - 2016, Qupperneq 26

Börn og menning - 2016, Qupperneq 26
Koparborgin Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Björt útgáfa, 2015 Ég veit fátt eins spennandi og leynigöng! Á yngri árum fannst mér sérstakur kostur á bókum að þar væru leyni- göng eða leyniklefar og harmaði hversu óspennandi íslensk hús væru að þessu leyti. Helst gátu súðarskáp- ar nýst sem einhvers konar staðgengill. Núorðið verða leynigöng því miður sjaldan á vegi mínum í bókum en þau eru ennþá fagnaðarefni. Því fékk ég sérstakan fiðring við að lesa Koparborgina eftir Ragnhildi Hólm- geirsdóttur þar sem finna má fjölmörg leynigöng sem leiða bæði persónur og lesendur á óvæntar slóðir. Það er stórskemmtilegt. Í byrjun sögunnar er tólf ára drengurinn Pietro í hættu og neyðist til að yfirgefa húsbátinn sem hef- ur verið heimili hans í „staurahverfinu“ svokallaða en hans nánustu eru ekki lengur til staðar. Eftir allnokkurn þvæling og dvöl í dularfullum vita heldur Pietro inn í „borgina“ og öðlast samastað um stund í barnahópi sem býr á eigin vegum í Víxlarahúsinu. Húsið er dularfullt og ruglingslegt í fyrstu en Pietro áttar sig smám saman á því, ekki síst með vandlegri könnun á leynihólfum og leynigöngum sem hann finnur með því að renna á lykt, lesa í tákn eða sjá út hlutföll í herbergjunum og húsinu sem ganga ekki upp. Úr Víxlarahúsinu heldur Pietro ásamt nokkrum fé- lögum sínum á nýjar slóðir í „háborginni“ og galdrar verða sívaxandi þáttur í sögunni. Hafi börnunum fund- ist heimurinn ruglingslegur fyrir tekur steininn úr þegar komið er inn fyrir múra háborgarinnar því þar er ým- iss konar misræmi milli sýndar og reyndar. Í sögulok hrynur loks blekkingarheimur háborgarinnar og börnin halda enn á ný út í óvissuna. Hvað býr í nafni? Eftir því sem sögunni vindur fram skýrist að sögu- heimurinn lýtur ekki fullkomlega raunsæjum lögmál- um en hann á sér þó kunnuglegar rætur. Nöfn ýmissa persóna skapa hugrenningatengsl við Ítalíu. Til við- bótar við fyrrnefndan Pietro má nefna foringja barn- anna í Víxlarahúsinu sem heitir Amadeo. Nöfn eru að einhverju leyti látin gefa til kynna mismunandi rætur persónanna, ekki síst á það við um hinn „eylenska“ Ian. Ein af helstu persónunum kallast síðan Soffía. Um tíma hélt ég að kannski væri merkingarbært að hún nefndist ekki Sophia. Sennilega er íslensk gerð nafns- ins þó tilviljunarkennd aðlögun því fleiri nöfn birtast í íslenskri útgáfu og einhver eru aðlöguð að hálfu, t.d. Laetitía sem gegnir veigamiklu hlutverki í seinni hlut- anum. Eðlilegra hefði kannski verið að hafa meðferðina á nöfnunum einsleitari. Annars skiptir þetta ekki sérs- töku máli nema fyrir þá lesendur sem ganga fulllangt í að leita merkingar í rithætti. Hugsanlega lét ég það líka leiða mig á villigötur að ýmislegt er ósagt um Soffíu en ég varð mjög forvitin um hana, bjóst kannski við að henni fylgdu meiri upp- ljóstranir og hefði gjarnan viljað að hún nyti sín bet- ur. Kannski má vonast eftir framhaldi þar sem unnið verður meira úr möguleikunum sem Soffía gefur kost á. Endirinn býður alveg upp á það. Út í óvissuna Sögupersónurnar í Koparborginni eru í sífelldri baráttu við að henda reiður á heiminum sem ágerist frekar en hitt eftir því sem á líður. Sagan fylgir nefnilega ekki því klassíska frásagnarmunstri að farið sé úr kunnuglegu umhverfi á framandi slóðir en á endanum komist til- veran í fastar skorður að nýju. Reyndar heldur Pietro að heiman í byrjun en veröldin er þá þegar í uppnámi og Að henda reiður á heiminum Erna Erlingsdóttir Bækur

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.