Börn og menning - 2016, Side 28

Börn og menning - 2016, Side 28
Drauga-Dísa Gunnar Theodór Eggertsson Vaka-Helgafell, 2015 Skoffín hafa löngum mátt þola illt umtal og ærumeið- andi glósur en í bókinni Drauga-Dísa eftir Gunnar Theodór Eggertsson er þessu snúið við og skoffínið nýtur sannmælis. Auðvitað er skoffínið besta skinn. Ein sagan af tilurð skoffíns er sú að það komi úr hanaeggi og hér er hún tekin gild. Það er skemmtilegur kynusli í því að á elliárum breytist haninn í hænu og verpi eggi. Skoffínið í sögu Gunnars Theodórs er ekki aðalpersóna þó að það fái ágætis vægi í sögunni. Hins vegar fær það táknlega merkingu, táknar að ekkert er sem sýn- ist í þessari sögu. Haninn verpir, unginn úr eggi þessa karlfugls er ekki fugl heldur allt önnur dýrategund, hann er skoffín, ógnvaldur í íslenskum þjóðsögum en hér sýnir hið hættulega skoffín á sér aðrar og vinalegri hliðar. Það birtist snemma í verkinu og boðar okkur að í þessari sögu muni margt fara öðruvísi en ætlað er. Tveir heimar Burðarásar frásagnarinnar eru tveir heimar eins og löng- um vill verða í fantasíubókmenntum, raunverulegur heimur sem við þekkjum þar sem frásögnin byrjar og endar og hliðarheimur sem verður meginatriði þegar veruleikanum er hafnað. Stúlkan Dísa er stödd í okkar tíma og rúmi, á síðustu tveimur árum grunnskólans. Hún er mótþróaunglingur en snýst fyrst og fremst gegn harðri stjórn vinsældaklíkunnar sem vill öllu ráða um það hvernig megi sitja og standa. Átökin eru hörð og athyglisvert hve varnarlausir og marklausir foreldrar og kennarar eru þegar á hólminn er komið. Þeir fá ekki og munu aldrei fá neinar upplýsingar sem máli skipta. Unglingurinn Dísa er baráttujaxl og stendur lengst af ein gegn öllum eins og röð af hetjum hefur gert á undan henni, bæði í bókum og veruleika. Dísa hefur fjörugt ímyndunarafl og hún nýtur þess að skrifa sögur. Í sögunum tekur veruleiki hennar á sig ýmsar myndir og kvalarar hennar fá harkalega fyrir ferðina. Jafnframt kynnist hún hliðarheimi í sögunni sem hér er til um- fjöllunar. Harry Potter er ekki fjarri í því hvernig gengið er frá hliðinu milli heimanna en að sjálfsögðu mætti hér nefna marga aðra. Það eru þrjúhundruð ár á milli söguheimanna en aðalpersónurnar eru lengst af staddar í sama dalnum. Framan af er fyrst og fremst farið um tímagáttir en yfirferðin í rúminu verður líka allmikil áður en yfir lýkur. Í hliðarheiminum er drengurinn Björn aðal- persóna. Hann er gæðadrengur en svolítið huglaus og kúgaður, öfugt við hina kræfu Dísu. Hann er yngstur í fjölskyldunni og hans megin í sögunni er líka fólk sem hefur gaman af að hræða og kvelja þann sem er yngstur og stendur einn. Sú gleði mannskepnunnar er tímalaus. Að lokum verður þó hræðsla hans dýrmætt vopn og hann fær það gamalkunna hlutverk að vera ekki hetjan sem ekkert óttast, heldur hetjan sem drýgir dáð þrátt fyrir óttann. Annars eru karlmenn í þessari sögu yfir- leitt óttaleg himpigimpi en helsta karlpersónan, Björn, er góður drengur og fær að vera huglaus og tilfinninga- næmur meðan stúlkan Dísa er harðjaxlinn þó að hún sé viðkvæm gagnvart Birni. Vinkonur og haturskonur Dísu hafa skapgerð og láta til sín taka í átökum ung- linganna sem sagt er frá í sögunni Drauga-Dísa. Tvenns konar átök Á stærri skala en illindi unglinganna eru átök galdra- mannanna. Þau eru í heimi fortíðar, góð galdranorn og illur galdrakarl sem vill senda öll skrímsli fortíðarinnar inn í nútíðina og þar verður væntanlega fleiri lesend- um en mér hugsað til þeirrar karllægu menningar okkar sem er að mynda sig til þess að senda ýmiss konar eit- urskrímsli inn í framtíð afkomenda okkar. Bækur Skoffín nýtur sannmælis Kristján Jóhann Jónsson

x

Börn og menning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.