Börn og menning - 2016, Síða 30
Dúkka
Gerður Kristný
Myndir: Linda Ólafsdóttir
Mál og menning, 2015
„Dúkka er spennandi saga fyrir lesendur frá 8 ára aldri
sem fær hárin til að rísa í hnakkanum“ segir á bókar-
kápu. Ég hafði líka heyrt vel látið af sögunni; dóttir
samkennara míns hafði fengið hana á bókasafninu,
tekið með í sumarbústað og ekki verið viðmælandi fyrr
en að lestri loknum. Eftir þessa reynslu bað hún um
Dúkku í jólagjöf. Svona eiga bækur að vera, eða hvað?
Sögumaður og aðalpersóna Dúkku, Kristín Katla, er
nýorðin 10 ára þegar sagan gerist. Aðrar helstu persónur
eru Sólveig vinkona Kristínar Kötlu, Pétur Uni tvíbura-
bróðir aðalpersónunnar, mamma þeirra systkina sem
er tannlæknir og nýlega orðin ekkja, og svo dúkkurnar
Draumey og Hermína.
Spennan í sögunni tengist einkum dúkkunum tveim-
ur, Hermínu sem Sólveig á og Draumeyju sem Kristín
Katla eignast fyrir afmælispeningana sína. Þessar dúkk-
ur eru hluti af einhvers konar æði sem gengur yfir, sölu-
varningur sem haldið er að börnum svo allir, í þessu
tilfelli stelpurnar, finna hjá sér þörf til að eignast hann.
En þessi varningur hefur ýmsa dularfulla og óvænta eig-
inleika sem tengjast meðal annars vefsíðu sem dúkku-
eigendur fá aðgang að, svo og óhugnanlegum tengslum
sem dúkkurnar ná við eigendur sína. Einkum er það
Sólveig sem getur ekki án Hermínu sinnar verið. Þegar
vinkonurnar eru varla með réttu ráði vegna þessara
áhrifa er Pétur Uni rödd skynseminnar og reynir að
koma vitinu fyrir þær. Þetta er kunnuglegt fyrir okkur
karla, því hvar væru konurnar ef þær hefðu ekki okkur
til að leiða sig á réttar brautir? Hvort það tekst í sögunni
læt ég ósagt hér.
En Kristín Katla á líka við annað vandamál að stríða.
Pabbinn dó í bílslysi eftir að hún hafði beðið hann að
koma heim úr vinnunni til að fara með fjölskyldunni í
sund. Þar með kennir hún sér um dauða föðurins og á
erfitt með að ræða vandann við sína nánustu sem enn
eru beygðir eftir áfallið.
Hvar er snilldin?
Í ritdómi um Dúkku í Fréttatímanun segir Friðrika Ben-
ónýs að texti sögunnar sé „… frábærlega tær og blæ-
brigðaríkur og ljósárum framar texta flestra bóka sem
skrifaðar eru fyrir börn“. Textinn er vissulega lipur og
læsilegur en ekki finnast neinir skáldlegir snilldartaktar
þar, bara ósköp venjulegt ritmál. Það er jafnvel nokk-
uð upphafið á köflum, líklega til að auka orðaforða
lesenda sem er í sjálfu sér göfugt markmið. Stundum
sést reyndar ágætt myndmál sem minnir á að ljóðskáld
er við lyklaborðið, til dæmis: „Depurðin flökti eins og
birta frá kertaloga um andlitið á henni.“ (95) Í heildina
hefði þó mátt búast við meiri tilþrifum í framsetningu
af svo verðlaunuðu skáldi.
Sagan er líka ágætlega spennandi, sem er gott. Spurn-
ingin er hins vegar hvort það sé ásættanlegt markmið
eitt og sér fyrir barna- og unglingabækur. Er aðalatriðið
að fá unga fólkið til að lesa eitthvað, eða eigum við að
krefjast þess að málsmetandi höfundar setji markið
hærra, skapi lifandi persónur sem takast á við lífið og
tilveruna þannig að það eigi erindi við lesendur?
Persónur sögunnar eru heldur litlausar. Hver er til
dæmis munurinn á Kristínu Kötlu og Sólveigu? Sú síð-
arnefnda er rauðhærð, en þar fyrir utan? Sólveig verð-
ur fyrir meiri áhrifum af Hermínu en Kristín Katla af
Draumeyju, en það stafar líklega af því að Sólveig hefur
átt sína dúkku lengur. Í heildina eru allir ósköp indælir
í sögunni, og að sama skapi lítt eftirminnilegir. Það er
helst að dúkkurnar festist í minni um stund með murri
sínu og uggvænlegum áhrifamætti. Reyndar má segja
að viss þróun verði í lokin hjá hinum mannlegu aðal-
Leikfangnar vinkonur
Gísli Skúlason
Bækur