Börn og menning - 2016, Síða 31
31Leikfangnar vinkonur
persónum, en hún hefur ekki mikil áhrif á þær á annan
hátt en þann að láta þeim líða ögn betur.
Myndir bókarinnar eru eftir Lindu Ólafsdóttur. Allar
eru þær svarthvítar nema kápan. Fjórar heilsíðumynd-
ir eru í bókinni, þar af ein sem er uppistaðan í kápu-
myndinni. Ein þessara mynda er í dökkri opnu og lýsir
ágætlega eins konar hápunkti sögunnar. Auk þessara
mynda eru skreytingar þar sem sölnandi blóm eru áber-
andi þema; til dæmis hefst hver kafli á blómamynd, á
báðum litopnum eru blóm á svörtum grunni og bak-
grunnur kápunnar er einnig gerður úr blómum. Tengsl
þessara smámynda við söguefnið eru heldur óljós. En
í heildina gefa verk Lindu bókinni ákveðið yfirbragð
og eru þannig vel heppnuð. Það verður líka að teljast
virðingarvert að enn skuli finnast útgefendur sem leggja
metnað og fjármuni í vandaða myndvinnslu barnabóka.
Erindi við lesendur
Hvað er höfundur að segja með þessari sögu? Á hann
annað og meira erindi við lesendur en að hafa ofanaf
fyrir þeim? Vissulega fjallar Dúkka um bitastætt efni,
til dæmis sorg og missi og mikilvægi þess að ræða mál-
in. Sagan minnir að því leyti á Undan illgresinu eftir
Guðrúnu Helgadóttur án þess að samanburðurinn við
það snilldarverk nái lengra. Í Dúkku er hins vegar lítið
unnið úr þessu efni og því verður það eins og uppfylling
fremur en bitastætt viðfangsefni.
Einnig getur verið ágæt pæling í dúkkuþættinum,
til dæmis um sölumennsku og áhrif hennar á börn og
fullorðna. Þar er þó allt heldur óljóst; til dæmis vann
faðir aðalpersónunnar á auglýsingastofu þar sem hann
„samdi texta til að fá fólk til að kaupa sokka og sól-
arferðir, bækur og banana“. (18) Ekkert er minnst á
hver samdi textana sem fengu börn til að kaupa klikk-
aðar dúkkur, sem væntanlega var þá á könnu annarrar
stofu í sama bransa. Þarna var sumsé ekki gert mikið
úr samhengi hlutanna eða spurt hvers vegna, aðeins
lýst undarlegum dúkkum (að viðbættum plastkörlum í
lok sögunnar) og vara börn við þess konar varningi frá
Leikfangabúðinni og öðrum „viðurkenndum Dúkku-
sölustöðum“. (32)
Meiri kröfur til barnabóka?
Hvað einkennir góðar barnabækur? Sterk persónusköp-
un? Húmor? Undirtexti sem þarf að lesa milli línanna?
Tvíþætt ávarp þar sem fullorðnir fá líka eitthvað við sitt
hæfi? Þroskandi viðfangsefni þar sem börn eru fullgildir
þátttakendur? Skemmtilegir og klárir krakkar sem gefa
þeim fullorðnu ekkert eftir og taka þeim iðulega fram?
Þetta og meira til hafa metnaðarfullir höfundar gjarnan
í huga þegar þeir skrifa bókmenntir fyrir börn og ung-
linga, bókmenntir sem eiga að vera annað og meira en
lestrarþjálfun eða afþreying sem lítið skilur eftir sig, en
þurfa vissulega að höfða til unga fólksins svo það lesi
bækurnar.
Það er mikill misskilningur að skemmtilegar og gríp-
andi bækur þurfi að slá af ofantöldum kröfum. Þvert á
móti eru þær lykillinn að velgengni og vinsældum. Við
eigum líka góðar fyrirmyndir í höfundum á borð við
Stefán Jónsson og Guðrúnu Helgadóttur sem gjarnan
má líta til þótt verk þeirra séu vissulega börn síns tíma.
Dúkka er alls ekki slæm bók. Þvert á móti hefur hún
ýmsa góða kosti. En þegar lofaðir og metnaðarfullir
höfundar skrifa fyrir börn er eðlilegt að krefjast þess að
verkin standi undir nafni sem bitastæðar bókmenntir.
Undir þess konar kröfum rís Dúkka því miður ekki. En
vonandi setur Gerður Kristný markið hærra næst og þá
ættu henni að vera allir vegir færir sem barnabókahöf-
undi.
Höfundur er framhaldsskólakennari.