Börn og menning - 2016, Side 32
Glæsibuxur, ofurhetjur og lifandi leir
Sigríður Ásta Árnadóttir
Leikhús
Fyrsta hláturskastið af mörgum þennan sunnudag
átti sér stað strax í fatahengi Borgarleikhússins. Þá var
gluggað í leikskrána og í ljós kom að aukapersónur
sögunnar hétu Rekviður, Freta og Herra Glæsibuxur.
Það var því með vissa eftirvæntingu í hjarta sem leik-
húsgestir gengu í salinn. Þegar inn kom, blasti við afar
einföld sviðsmynd: Svart rými með einum, flöskugræn-
um og flauelsbólstruðum sófa á miðju sviði. Það sem
við vissum ekki þá var að þessi yfirlætislausi sófi leyndi
heldur betur á sér: Virtist um tíma helst vera mannætu-
sófi en reyndist svo inngangur í aðra heima!
Fyrstur á svið var sjálfur Herra Glæsibuxur, sem stóð
undir nafni í stællegum svarthvítum, símynstruðum
jakkafötum og með hatt í stíl. Herra Glæsibuxur gegndi
í senn hlutverki töframanns og eins konar sirkusstjóra
í sýningunni, rammaði hana inn í upphafi og enda og
skaut upp kollinum þegar koma þurfti sögunni aftur
á rétt ról. Cameron Corbett dansaði hlutverk hans og
var hinn viðkunnanlegasti bjargvættur og ólíkinda-
tól. Stílfærður upphafsdans Camerons sló tóninn fyr-
ir sýninguna, var einfaldur en um leið afar kómískur
og skemmtilegt hvernig lýsing var notuð til að búa til
skuggadans í þessu atriði og til að hleypa skyndilegu,
skærgulu ljósi í þessa svarthvítu senu þegar taska var
opnuð.
Ekki orð en allir heillaðir
Nokkrar efasemdir fóru samt að gera vart við sig í fyrsta
atriðinu. Hvernig ætluðu dansarar að halda athygli
áhorfenda í tæpan klukkutíma með danshreyfingum
eingöngu og við undirleik sígildrar tónlistar – hlélaust?
Í salnum var fjöldi barna á leikskólaaldri og þau allra
yngstu varla tveggja ára. Fljótlega varð þó ljóst að sýn-
ingin ríghélt með feykivel hugsaðri og útfærðri blöndu
af sprelli, búkhljóðum, leikhljóðum, akróbatískum,
kraftmiklum og fyndnum dansatriðum, grípandi sögu,
áhugaverðum sögupersónum og lunkinni notkun á
tónlist og lýsingu. Ég man satt að segja ekki eftir að
hafa setið nokkra aðra barnasýningu sem höfðaði til svo
breiðs aldurshóps.
Söguhetjurnar Óður og Flexa, dönsuð af höfund-
um sýningarinnar, Hannesi Þór Egilssyni og Þyri
Huld Árnadóttur, reyndust gríðarlega heillandi krakk-
ar. Magnaður kraftur bjó í hverju dansspori þeirra og
sérstaklega virtist Þyri búa yfir styrk og liðleika sem
hefði sómt sér í hvaða fjölleikahúsi sem er. Framvinda
sögunnar var á köflum ekki síður túlkuð með trúðslát-
um en dansi og hvert einasta mannsbarn í salnum fylgdi
sögunni áreynslulaust eftir. Allra yngstu áhorfendurnir
hlógu sig til dæmis máttlausa yfir því hvernig börnin
rifust um spennandi afmælispakka og hvernig sá sem
missti pakkann grenjaði af lífs og sálar kröftum.
Búningar Óðs og Flexu voru skokkur, blússa, peysa
og buxur, dæmigerður íslenskur afmælisfatnaður sem
þjónaði persónunum afar vel. Það er kúnst að hanna
barnafatnað fyrir fullorðna þannig að hann sé sannfær-
andi en líti þrátt fyrir það vel út á fullorðnum leikur-
um. Júlíanna Lára Steingrímsdóttir leysti þetta með
Óður og Flexa halda afmæli
Danshöfundar:
Hannes Þór Egilsson og Þyri Huld Árnadóttir í
samvinnu við dansara
Leikstjóri:
Pétur Ármannsson
Búningar og leikmynd:
Júlíanna Lára Steingrímsdóttir
Ljósahönnuður:
Jóhann Friðrik Ágústsson
Hljóð og hljóðmynd:
Baldvin Magnússon
Íslenski dansflokkurinn í Borgarleikhúsinu