Börn og menning - 2016, Blaðsíða 33

Börn og menning - 2016, Blaðsíða 33
 33Glæsibuxur, ofurhetjur og lifandi leir prýði, drengjafötin voru til dæmis hæfilega pokaleg á Hannesi Þór til þess að hafa getað verið keypt aðeins við vöxt. Skokkur Þyriar Huldar reyndist leyna á sér, en honum mátti með snöggu handtaki breyta í ofurhetju- skikkju síðar í sýningunni, sem var hápunkturinn í afar krassandi senu þar sem börnin fóru í gervi ofurhetja. Leirinn sem lifnaði við Sagan segir frá því þegar þau Óður og Flexa halda upp á afmæli sitt og fá að gjöf klump af gulum leir sem í fyrstu virðist ekki mjög spennandi. Leirinn lifnar síðan óvænt við og verður að leirverunum Rekviði og Fretu með fulltingi ímyndunarafls afmælisbarnanna. Boðskapur- inn er einfaldur, auðskiljanlegur og fallegur: Það er ímyndunaraflið og vináttan sem er dýrmætasta gjöfin. Leirverurnar voru feykivel útfærðar og spiluðu þar saman leirlinar og ófyrirsjáanlegar hreyfingar og kó- mískur leikur þeirra Ellenar Margrétar Bæhrens og Ás- geirs Helga Magnússonar, sem voru í senn fyndin en ógnvekjandi og virtust á köflum alveg óendanlega lið- ug. Búningarnir áttu einnig stóran þátt í að skapa þessar gulu furðuverur, gljáandi, gulir samfestingar með hettu og bólstruðum bungum á furðulegum stöðum sem af- mynduðu líkamsvöxtinn. Ein eftirminnilegasta sena sýningarinnar var sú þegar leirinn lifnaði við og kom skríðandi yfir sófabakið, en þar voru þau Ellen Margrét og Ásgeir Helgi á ferð innan í stórum, gulum, teygjan- legum efnispoka sem bókstaflega vall um sviðið og tók í sífellu á sig nýjar og á köflum óhugnanlegar myndir og gleypti meira að segja aumingja Flexu. Einhverjir allra skemmtilegustu dansar sýningar- innar snerust um leik Óðs og Flexu við leirverurnar sem lyppuðust niður þegar minnst varði og mynduðu dýnamískar hreyfingar barnanna og þungar og linar hreyfingar Rekviðar og Fretu fallegar andstæður. Í þeim kafla sýningarinnar var einnig mest áberandi hversu vel dansspor og tónlist voru fléttuð saman til að kitla hlát- urtaugarnar en eitt dæmið um það var dans barnanna og leirveranna við vínarvalsinn fræga um Bláu Dóná. Sígild tónlist og leikhústöfrar Það úði og grúði af velþekktum stefjum úr klassíska tónlistarheiminum í sýningunni, þessum stefjum sem allir þekkja sjálfkrafa hvort sem þeir hafa áhuga á klassískri músík eða ekki og hafa oft verið notuð til að kynna smábörn fyrir sígildri tónlist. Þau voru vel valin og studdu frásögnina dyggilega. Þegar leirinn lifnaði við skapaði Tröllahaugsdans Griegs réttu stigvaxandi ógnina og Dans stundanna eftir Ponchielli var frábær undirleikur við fyndnustu senu sýningarinnar þar sem Óður festist ofan í bilinu milli baks og setu græna sófans og fætur hans fengu sjálfstætt líf. Einnig var bráðfyndið þegar töfrataska Herra Glæsibuxna var opnuð og fór skyndilega að spila Valkyrjureiðina eftir Wagner með miklum látum. Leikhústöfrarnir voru síðan nýttir til hins ýtrasta í

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.