Börn og menning - 2016, Qupperneq 36

Börn og menning - 2016, Qupperneq 36
Börn og menning36 aðra sögu eftir höfundinn (og um leið gegnum fjórða vegginn til áhorfenda), þar sem Nemó skipstjóri skýtur skyndilega upp kollinum og býður þeim félögum far undir Kyrrahafið á kafbáti sínum, Sæfaranum. Á leið sinni umhverfis jörðina mæta þeir félagar ýmsum sögufrægum persónum, s.s. Sigmund Freud, Abraham Lincoln og Mahatma Gandhi. Einnig þar taka höfundar sér skáldaleyfi, þar sem Gandhi var þriggja ára strákpjakkur um það leyti sem bókin á að gerast, Sig- mund Freud ekki enn byrjaður á sínu læknanámi (hvað þá farinn að þróa sálgreiningarfræði), og sjö ár auk þess liðin frá morði Abrahams Lincolns. Allt er þetta þó auðveldlega fyrirgefið þar sem innslögin með sögufræga fólkinu eru oftar en ekki bráðskemmtileg og auk þess sögulegir fróðleiksmolar fyrir unga áhorfendur. Kynjaskepnur og kúrekagaul Leikbrúður unnar af Högna Sigurþórssyni með að- stoð Lindu Jane Ledergerber léku stórt hlutverk í sýn- ingunni. Þær voru firnavel gerðar og minntu á lista- smíðar Bernds Ogrodniks, sem samkvæmt leikskrá veitti ráðgjöf við brúðustjórn. Sérstaklega var samspil ljósa og leikbrúða töfrum slungið í atriðinu þar sem kynjaskepnur undirdjúpanna liðuðust hjá kýraugum Sæfarans á leið hans undir Kyrrahafið. Tónlistin var í höndum Skálmaldarfélaganna Baldurs Ragnarssonar og Gunnars Ben og var hún bæði listavel samin og flutt. Tónlistarmennirnir eru samtvinnaðir sýningunni sjálfri, píanóið tekur upp dágóðan part af sviðinu auk þess sem trommur, banjó, sítar, þeremín og ótal önnur hljóðfæri eru dregin á skemmtilegan og oft hugmyndaríkan hátt inn í sýninguna. Bæði Gunnar og Baldur bregða sér í ýmis hlutverk auk þess að spila og syngja af hjartans lyst, hvort sem það var Tom-Waits- innblásinn strigabassasöngur Gunnars í París eða her- skátt gaul Baldurs í hlutverki Jesse James. Fjörleg tónlist og lífleg umgjörð Umhverfis jörðina á 80 dögum er skemmtileg og orkurík sýning þar sem brunað er umhverfis jörðina á 110 mínútum, borin uppi af fjörlegri tónlist og líflegri umgjörð í formi sviðsmyndar og leikbrúðna. Það var einna helst að mér fyndist vanta herslumuninn upp á að höfundarnir og aðalleikararnir, Sigurður Sigurjóns- son (Fílías Fogg) og Karl Ágúst Úlfsson (Fix) næðu að pumpa í sína frammistöðu þeirri orku sem hefði þurft til að fylgja sýningunni eftir að öðru leyti. Sem var dá- lítil synd, því sem höfundar skila þeir Karl Ágúst og Sigurður góðu verki. Ólafía Hrönn stóð sig með sóma í stærstu kvenhlutverkunum, sem og þau Stella Björk Hilmarsdóttir og Jón Stefán Sigurðsson í ýmsum minni rullum. Örn Árnason lífgaði upp á hverja senu í hlut- verki sínu sem Passepartout. En það sem situr helst eftir í mínum huga er umgjörðin og allt það sem var svo vel og skemmtilega gert í tengslum við hana: leikbrúðurn- ar, tónlistin, gufupönkið. Sonur minn, níu ára, sem var með mér í för, var hæstánægður með sýninguna. Ég spurði hann hvern- ig honum hefði fundist. „Þetta var bara rosalega góð sýning,“ svaraði hann. Og hvað honum þótti skemmti- legast? „Skemmtilegast var þegar Jesse James spilaði á banjóið.“ Seinna sömu helgi fór hann í bíó á Zootropolis, banda- ríska teiknimynd sem þá var nýkomin í kvikmyndahús. Þegar hann kom af henni hafði hann á orði að hann hefði vissulega skemmt sér mjög vel í bíó. En samt ekki eins vel og á Umhverfis jörðina á 80 dögum. Höfundur er þriggja barna faðir og líffræðingur í Grafarvogi.

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.