Börn og menning - 2016, Qupperneq 37

Börn og menning - 2016, Qupperneq 37
Mér finnst alls ekki nógu mikið talað um ábyrgð for- eldra þegar fram fer þrungin umræða um læsisvanda- mál barna og unglinga. Það er ekki þannig að útdeila eigi sök og klína öllu á foreldrana, en það er staðreynd að í umræðunni beinast spjótin aðallega að kennurum, skólastjórnendum og menntakerfinu sjálfu. Oft að ósekju, að mínu mati. Það er ekki af vísindalegum ástæðum sem spjótin beinast þangað. Nei, líklega er það af gömlum vana og vegna þess að okkur er að verða tamt að líta á skólann sem eina allsherjarlausn í uppeldi, menntun og góðum siðum. Rannsóknir sýna nefnilega skýrt að það hversu góðir lesendur börn verða hefur heilmikið að gera með aðalfyrirmyndirnar –  mömmu, pabba og eldri systk- ini. Eru foreldrarnir virkir lesendur sem sjálfir kunna að njóta þess að lesa? Sjálft heimilið skiptir máli – eru bækur „í öndvegi“ innan heimilisins (svo notað sé óþarflega háfleygt orðalag), eru þær „inni í myndinni“, inni í heimilismyndinni sem birtist í uppsetningu og áherslum … eða eru bækurnar bara hvergi sjáanlegar eða innan færis? Að sama skapi skiptir máli hvort bækur eru „með“, þ.e.a.s. hvort þær skipta máli í daglegu lífi barnanna, hvort rætt er um bækurnar sem fjölskyldumeðlimir eru að lesa, um efni þeirra, stíl, áhrif og af hverju þær eru góðar eða af hverju þær eru vondar. Þessa fylgni hefur Brynhildur Þórarinsdóttir fjallað vel um, t.d. í greininni „Lestrarvenjur íslenskra bókaorma“ sem aðgengileg er á vef Háskólans á Akureyri. Þarna – eins og í öðru – hefur hegðun inni á heimil- inu bein áhrif á þessa lærdómssvampa sem börn og ung- menni eru. Að sjálfsögðu ber skólakerfið sína ábyrgð, en við getum ekki gert það ábyrgt fyrir því að börn gerist góðir lesendur. Skólakerfið skilar sínu með því að kenna lesturinn, tæknina sjálfa, en það erum við foreldrarnir sem eigum að taka við keflinu því að læsi verður til á lengri tíma og í skjóli heimilisins. Og kannski er víðar pottur brotinn inni á heimilum landsins. Það er ekki á ábyrgð sjónvarpsins að ala upp börnin okkar og gera þau að góðum lesendum … en nú liggur ljóst fyrir að allflest börn verja miklum tíma í að horfa á og hlusta á alls kyns skjáefni. Ég komst sjálfur af barnaskeiði áður en talsett barnaefni var fundið upp og því var lestur skjátexta stór hluti af fyrstu 10–15 ár- unum hjá mér og jafnöldrum mínum. Auðvitað er ekki hægt að harma þá þróun að barnaefni sé núna meira og minna talsett. En við það glatast samt sem áður lestur- inn á skjátextanum og sú list að læra á tungumálið í gegnum augun en ekki eyrun. Og þetta væri kannski allt í góðu lagi ef börn og unglingar kæmust í skjátexta annars staðar en í talsetta barnaefninu á RÚV og Stöð 2. En verðum við ekki að játa að þau eru kornung farin að bæta við sig alls kyns öðru barnaefni á vegum foreldranna, t.d. á YouTube eða öðrum vefsíðum? Ég veit ekki hvort þetta hefur verið rannsakað sérstaklega, en tilfinningin er sú að meðal- barnið horfi aðallega á talsett barnaefni og ótextað efni á ensku … og fari þannig mikið til á mis við lestur skjátexta. Líklega eykst þetta í réttu hlutfalli við aldur barnanna, einnig eftir því sem þau sjálf, sem unglingar, læra að hægt er að finna alls kyns efni á fjölbreyttum vefsíðum. Er þetta risastórt vandamál? Ég veit það ekki og hef ekki rannsakað það, enda eru þessi örfáu orð mín vangavelta en ekki vísindagrein. En þetta er tilfinning sem ég losna ekki svo glatt við – því mér finnst við eiga að gæta þess að ungir Íslendingar komist í eins mikla og fjölbreytta snertingu við lestur á íslensku og framast er kostur. Og skjárinn? Er hann ekki nánast stöðugt fyrir framan augun á okkur? Höfundur er bókmenntafræðingur og kennslubókahöfundur. Davíð Stefánsson Mér finnst … „Mér finnst …“ lýsir skoðunum höfunda fremur en ritstjórnar eða stjórnar IBBY samtakanna.

x

Börn og menning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.